Hafa unnið sér inn traust þjóðarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. júní 2016 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson, Kolbeinn Sigþórsson og Birkir Bjarnason fagna marki Gylfa á móti Ungverjalandi. Vísir/EPA Strákarnir okkar munu vita það fyrir stórleikinn gegn Austurríki á Stade de France í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 hvort þeir þurfi sigur eða eitt stig til að komast í 16 liða úrslitin. Leikaðferð liðsins gæti farið eftir því hvað það þarf til að komast áfram en strákarnir ætla sér í útsláttarkeppnina. Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í gær ásamt þjálfaranum Heimi Hallgrímssyni. Það hefur verið furðu létt yfir hópnum eftir svekkelsið í Marseille þar sem Ungverjar stálu stigi af okkar mönnum á síðustu mínútum leiksins.Heimir Hallgrímsson.Vísir/EPASólin skín líka á okkur „Allt í allt er þetta góður dagur í þessum fallega bæ, Annecy. Sólin skín og líka á okkur. Við erum frekar glaðir. Það var svekkjandi að fá á sig mark á síðustu mínútunum gegn Ungverjalandi en staða okkar er þannig að við erum með tvö stig og með örlögin í eigin höndum. Við erum mjög ánægðir þessa stundina. Ef einhver hefði boðið okkur þessa stöðu fyrir mótið hefðum við tekið henni. Við förum samt inn í leikinn gegn Austurríki til að vinna hann,“ sagði Heimir skælbrosandi á blaðamannafundinum í gær. Leikmenn íslenska liðsins hafa varla brugðist þjóðinni í alvöru leik síðan liðið tapaði gegn Króatíu í frægum umspilsleik í Zagreb í nóvember 2013. Þeir felldu hvern risann á fætur öðrum á leið sinni á EM og hófu frumraun sína á stórmóti með því að gera jafntefli við Portúgal, fjórða besta lið álfunnar. Vissulega voru úrslitin gegn Ungverjalandi svekkjandi og spilamennskan ekki góð en liðið er enn ósigrað og með örlögin í eigin höndum.Ari Freyr Skúlason í Ungverjalandi.Vísir/EPAVitlaus spurning Strákarnir hafa unnið sér inn það traust hjá íslensku þjóðinni að henni er eiginlega skylt að trúa og treysta því að Íslandi nái þeim úrslitum sem þarf gegn Austurríki þar til annað kemur í ljós. Og það finnst strákunum líka. Þeir höfðu mjög svo takmarkaðan húmor fyrir spurningu þess efnis hvort þeir væru búnir að jafna sig á jafnteflinu gegn Ungverjalandi. „Já, og við höfum tvo daga í viðbót til að gera það. Það sást hvað við gerðum eftir tapið gegn Króatíu Þá fórum við í undankeppni EM og kláruðum hana,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en Ari Freyr Skúlason setti upp víkingasvip og svaraði eiginlega reiður: „Þetta finnst mér vitlaus spurning, þú þekkir okkur og hvernig við erum. Það voru allir svekktir eftir leikinn gegn Ungverjalandi en það er nýr dagur á morgun. Við erum það góðir vinir að við getum talað hreint út ef eitthvað er að,“ sagði Ari Freyr Skúlason. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira
Strákarnir okkar munu vita það fyrir stórleikinn gegn Austurríki á Stade de France í lokaumferð riðlakeppni EM 2016 hvort þeir þurfi sigur eða eitt stig til að komast í 16 liða úrslitin. Leikaðferð liðsins gæti farið eftir því hvað það þarf til að komast áfram en strákarnir ætla sér í útsláttarkeppnina. Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í Annecy í gær ásamt þjálfaranum Heimi Hallgrímssyni. Það hefur verið furðu létt yfir hópnum eftir svekkelsið í Marseille þar sem Ungverjar stálu stigi af okkar mönnum á síðustu mínútum leiksins.Heimir Hallgrímsson.Vísir/EPASólin skín líka á okkur „Allt í allt er þetta góður dagur í þessum fallega bæ, Annecy. Sólin skín og líka á okkur. Við erum frekar glaðir. Það var svekkjandi að fá á sig mark á síðustu mínútunum gegn Ungverjalandi en staða okkar er þannig að við erum með tvö stig og með örlögin í eigin höndum. Við erum mjög ánægðir þessa stundina. Ef einhver hefði boðið okkur þessa stöðu fyrir mótið hefðum við tekið henni. Við förum samt inn í leikinn gegn Austurríki til að vinna hann,“ sagði Heimir skælbrosandi á blaðamannafundinum í gær. Leikmenn íslenska liðsins hafa varla brugðist þjóðinni í alvöru leik síðan liðið tapaði gegn Króatíu í frægum umspilsleik í Zagreb í nóvember 2013. Þeir felldu hvern risann á fætur öðrum á leið sinni á EM og hófu frumraun sína á stórmóti með því að gera jafntefli við Portúgal, fjórða besta lið álfunnar. Vissulega voru úrslitin gegn Ungverjalandi svekkjandi og spilamennskan ekki góð en liðið er enn ósigrað og með örlögin í eigin höndum.Ari Freyr Skúlason í Ungverjalandi.Vísir/EPAVitlaus spurning Strákarnir hafa unnið sér inn það traust hjá íslensku þjóðinni að henni er eiginlega skylt að trúa og treysta því að Íslandi nái þeim úrslitum sem þarf gegn Austurríki þar til annað kemur í ljós. Og það finnst strákunum líka. Þeir höfðu mjög svo takmarkaðan húmor fyrir spurningu þess efnis hvort þeir væru búnir að jafna sig á jafnteflinu gegn Ungverjalandi. „Já, og við höfum tvo daga í viðbót til að gera það. Það sást hvað við gerðum eftir tapið gegn Króatíu Þá fórum við í undankeppni EM og kláruðum hana,“ sagði Ragnar Sigurðsson, en Ari Freyr Skúlason setti upp víkingasvip og svaraði eiginlega reiður: „Þetta finnst mér vitlaus spurning, þú þekkir okkur og hvernig við erum. Það voru allir svekktir eftir leikinn gegn Ungverjalandi en það er nýr dagur á morgun. Við erum það góðir vinir að við getum talað hreint út ef eitthvað er að,“ sagði Ari Freyr Skúlason.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Fótbolti Fleiri fréttir Loks vann Tottenham Í beinni: Man. Utd. - Rangers | Bretlandsbarátta á Old Trafford Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Sjá meira