Við viljum öll hjálpa – hjálpum þá! Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 20. júní 2016 07:00 Í dag er Alþjóðlegur dagur flóttafólks, 20. júní. Aldrei í mannkynssögunni hefur fjöldi flóttafólks verið meiri en einmitt nú. Samkvæmt mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna teljast um 60 milljónir einstaklinga til flóttafólks. Þar af eru um 20 milljónir sem hafa neyðst til að yfirgefa heimaland sitt vegna vopnaðra átaka eða ofsókna en 10 milljónir þeirra eru börn. Þetta eru tölur sem þú, lesandi góður, hefur líklega heyrt áður. En á bak við þessar sláandi tölur er fólk, venjulegt fólk eins og ég og þú, fólk sem þráir ekkert annað en friðsamlegt og öruggt umhverfi til að vaxa og dafna, finna hæfileikum sínum farveg og að tryggja börnum sínum eins farsæla framtíð og kostur er á. Venjulegt fólk, í óvenjulegum aðstæðum. En þetta vitum við öll. Í síðasta mánuði birti Amnesty International niðurstöður úr könnun sem framkvæmd var í 27 löndum. Í ljós kom að um 80% almennings, um allan heim, er hlynntur því að taka á móti flóttafólki. Þetta er yfirgnæfandi meirihluti og engin ástæða til að ætla annað en að afstaða Íslendinga sé á sama veg, þótt við höfum látið lítið að okkur kveða í móttöku flóttafólks (jafnvel miðað við hina frægu höfðatölu). Rétt er þó að fagna því sem vel er gert. Móttaka sýrlensks flóttafólks sem hingað kom í boði stjórnvalda í byrjun árs hefur gengið framar vonum. Fjölskyldurnar, og börnin sérstaklega, vaxa og dafna í því framandi umhverfi sem eyja í Norður-Atlantshafi vafalaust er. Þetta hefur þó ekki gerst af sjálfu sér, heldur hefur kostað mikla og óeigingjarna vinnu margra sjálfboðaliða og sérfræðinga. En betur má ef duga skal og verkefnin framundan eru stór og mikil. Næsta markmið, sem stefna þarf að og ná sem fyrst, er að jafna aðstöðumun kvótaflóttafólks annars vegar og hælisleitenda hins vegar. Fjöldi fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur aldrei verið meiri. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, geta gert miklu betur í málum þeirra sem fá slíka vernd. Margt af því fólki lendir í miklum vanda á vinnu- og húsnæðismarkaði og þarf að líða miklar þrautir við að aðlagast lífinu á Íslandi. Þessu þarf að breyta. Allir sem búa á Íslandi eiga að hafa jafna möguleika hvaðan sem þeir koma og hver svo sem þeirra staða er. Á því sviði getum við verið öðrum ríkjum fyrirmynd. Fyrir rúmum 30 árum lét ungur tónlistarmaður hafa eftir sér ummæli sem hafa orðið langlíf, sem eiga ef til vill vel við: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Það leikur enginn vafi á því hvað við getum. En nú ættum við að hefjast handa við að gera.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í dag er Alþjóðlegur dagur flóttafólks, 20. júní. Aldrei í mannkynssögunni hefur fjöldi flóttafólks verið meiri en einmitt nú. Samkvæmt mati Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna teljast um 60 milljónir einstaklinga til flóttafólks. Þar af eru um 20 milljónir sem hafa neyðst til að yfirgefa heimaland sitt vegna vopnaðra átaka eða ofsókna en 10 milljónir þeirra eru börn. Þetta eru tölur sem þú, lesandi góður, hefur líklega heyrt áður. En á bak við þessar sláandi tölur er fólk, venjulegt fólk eins og ég og þú, fólk sem þráir ekkert annað en friðsamlegt og öruggt umhverfi til að vaxa og dafna, finna hæfileikum sínum farveg og að tryggja börnum sínum eins farsæla framtíð og kostur er á. Venjulegt fólk, í óvenjulegum aðstæðum. En þetta vitum við öll. Í síðasta mánuði birti Amnesty International niðurstöður úr könnun sem framkvæmd var í 27 löndum. Í ljós kom að um 80% almennings, um allan heim, er hlynntur því að taka á móti flóttafólki. Þetta er yfirgnæfandi meirihluti og engin ástæða til að ætla annað en að afstaða Íslendinga sé á sama veg, þótt við höfum látið lítið að okkur kveða í móttöku flóttafólks (jafnvel miðað við hina frægu höfðatölu). Rétt er þó að fagna því sem vel er gert. Móttaka sýrlensks flóttafólks sem hingað kom í boði stjórnvalda í byrjun árs hefur gengið framar vonum. Fjölskyldurnar, og börnin sérstaklega, vaxa og dafna í því framandi umhverfi sem eyja í Norður-Atlantshafi vafalaust er. Þetta hefur þó ekki gerst af sjálfu sér, heldur hefur kostað mikla og óeigingjarna vinnu margra sjálfboðaliða og sérfræðinga. En betur má ef duga skal og verkefnin framundan eru stór og mikil. Næsta markmið, sem stefna þarf að og ná sem fyrst, er að jafna aðstöðumun kvótaflóttafólks annars vegar og hælisleitenda hins vegar. Fjöldi fólks sem sækir um alþjóðlega vernd á Íslandi hefur aldrei verið meiri. Stjórnvöld, bæði ríki og sveitarfélög, geta gert miklu betur í málum þeirra sem fá slíka vernd. Margt af því fólki lendir í miklum vanda á vinnu- og húsnæðismarkaði og þarf að líða miklar þrautir við að aðlagast lífinu á Íslandi. Þessu þarf að breyta. Allir sem búa á Íslandi eiga að hafa jafna möguleika hvaðan sem þeir koma og hver svo sem þeirra staða er. Á því sviði getum við verið öðrum ríkjum fyrirmynd. Fyrir rúmum 30 árum lét ungur tónlistarmaður hafa eftir sér ummæli sem hafa orðið langlíf, sem eiga ef til vill vel við: „Það skiptir ekki máli hvað þú getur, heldur hvað þú gerir.“ Það leikur enginn vafi á því hvað við getum. En nú ættum við að hefjast handa við að gera.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 20. júní
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun