Formaður KSÍ: Bónusgreiðslur til leikmanna taka mið af Norðurlöndunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2016 13:00 Geir Þorsteinsson. vísir/stefán Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það nýja upplifun hjá KSÍ að fá greiðslur frá UEFA fyrir árangur sinn. KSÍ hefur fengið tæplega tvo milljarða króna í greiðslur frá UEFA samanlagt fyrir að komast á EM og svo fyrir gott gengi á mótinu. Strákarnir okkar tryggðu KSÍ 1100 milljónir króna með því að komast á EM. Við bættust ein milljón evra, um 138 milljónir króna, fyrir jafnteflin tvö gegn Portúgal og Ungverjalandi og sömuleiðis milljón evra fyrir sigurinn gegn Austurríki. Ein og hálf milljón evra bættist í kassann fyrir að komast í 16-liða úrslitin og við bættust tvær og hálf milljón evra fyrir sigurinn á Englandi. Grafík/Birgitta Alls hefur árangurinn skilað KSÍ í kringum 1926 milljónum króna. Á móti kemur að íslensku félögin fá 300 milljónir króna og leikmenn liðsins sömuleiðis hluta af innkomunni. Þá er töluverður kostnaður af veru liðsins í Frakklandi en liðið tók glæsilegt hótel í Annecy á leigu í tæpan mánuð. „Þeir bera sinn skerf frá þessu. Það er hluti af þeirra miklu vinnuframlagi,“ sagði Geir í Reykjavík Síðdegis. Samkvæmt heimildum Vísis fengu landsliðsmenn um tvær milljónir fyrir jafnteflin hvort jafntefli gegn Portúgal annars vegar og Ungverjalandi hins vegar. Við bættust fjórar milljónir fyrir sigurinn gegn Austurríki. Þá hafa þeir sömuleiðis fengið skerf af innkomunni vegna þess að hafa komist upp úr riðlinum og sigursins gegn Englandi. Geir segir módelið svipað og hjá Norðurlandaþjóðunum. KSÍ hafi horft þangað í samningaviðræðum sínum við leikmennina. Formaðurinn vonast til þess að árangur strákanna auki meðbyrin í stækkun Laugardalsvallar en Geir telur nauðsynlegt að geta boðið upp á leikvang sem tekur 20 þúsund manns í sæti. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ Bara leikurinn í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir í aðra hönd. 28. júní 2016 10:04 KSÍ tryggt sér 1,5 milljarð með EM og tveir milljarðar króna í pottinum Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir leikmenn fá hluta af tekjunum en greiðslurnar séu trúnaðarmál. 25. júní 2016 07:00 Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það nýja upplifun hjá KSÍ að fá greiðslur frá UEFA fyrir árangur sinn. KSÍ hefur fengið tæplega tvo milljarða króna í greiðslur frá UEFA samanlagt fyrir að komast á EM og svo fyrir gott gengi á mótinu. Strákarnir okkar tryggðu KSÍ 1100 milljónir króna með því að komast á EM. Við bættust ein milljón evra, um 138 milljónir króna, fyrir jafnteflin tvö gegn Portúgal og Ungverjalandi og sömuleiðis milljón evra fyrir sigurinn gegn Austurríki. Ein og hálf milljón evra bættist í kassann fyrir að komast í 16-liða úrslitin og við bættust tvær og hálf milljón evra fyrir sigurinn á Englandi. Grafík/Birgitta Alls hefur árangurinn skilað KSÍ í kringum 1926 milljónum króna. Á móti kemur að íslensku félögin fá 300 milljónir króna og leikmenn liðsins sömuleiðis hluta af innkomunni. Þá er töluverður kostnaður af veru liðsins í Frakklandi en liðið tók glæsilegt hótel í Annecy á leigu í tæpan mánuð. „Þeir bera sinn skerf frá þessu. Það er hluti af þeirra miklu vinnuframlagi,“ sagði Geir í Reykjavík Síðdegis. Samkvæmt heimildum Vísis fengu landsliðsmenn um tvær milljónir fyrir jafnteflin hvort jafntefli gegn Portúgal annars vegar og Ungverjalandi hins vegar. Við bættust fjórar milljónir fyrir sigurinn gegn Austurríki. Þá hafa þeir sömuleiðis fengið skerf af innkomunni vegna þess að hafa komist upp úr riðlinum og sigursins gegn Englandi. Geir segir módelið svipað og hjá Norðurlandaþjóðunum. KSÍ hafi horft þangað í samningaviðræðum sínum við leikmennina. Formaðurinn vonast til þess að árangur strákanna auki meðbyrin í stækkun Laugardalsvallar en Geir telur nauðsynlegt að geta boðið upp á leikvang sem tekur 20 þúsund manns í sæti.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ Bara leikurinn í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir í aðra hönd. 28. júní 2016 10:04 KSÍ tryggt sér 1,5 milljarð með EM og tveir milljarðar króna í pottinum Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir leikmenn fá hluta af tekjunum en greiðslurnar séu trúnaðarmál. 25. júní 2016 07:00 Mest lesið Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Dagskráin: Úrslitaleikur fyrir íslensku strákana í Wales Sport Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“ Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Sjá meira
Peningarnir streyma til leikmanna og í sjóði KSÍ Bara leikurinn í gær færði KSÍ og leikmönnum íslenska landsliðsins 344 milljónir í aðra hönd. 28. júní 2016 10:04
KSÍ tryggt sér 1,5 milljarð með EM og tveir milljarðar króna í pottinum Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, segir leikmenn fá hluta af tekjunum en greiðslurnar séu trúnaðarmál. 25. júní 2016 07:00