Lögin flokkast undir djasstónlist Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 30. júní 2016 09:45 Unnur er bæði að fást við tónsmíðar og söng. Vísir/Anton Brink Unnur Sara Eldjárn djasssöngkona kemur fram í Norræna húsinu í kvöld, 30. júní, sem næsti listamaður í Arctic Concerts röðinni. „Ég ætla að syngja lög eftir mig aðallega, þau flokkast undir djasstónlist, rokk og fleiri stíla,“ upplýsir hún þegar hún er spurð út í tónleikana í Norræna húsinu í kvöld sem hefjast þar klukkan 20.30. Hún kveðst alltaf vera að semja. En hún á ekki sviðið ein, heldur verður Halldór Eldjárn, föðurbróðir hennar, með henni og spilar á slagverk og líka Gréta Rún Snorradóttir sem leikur á selló. Unnur útskrifaðist úr djasssöngsnámi frá Tónlistarskóla FÍH í fyrra og gaf út disk á síðasta ári sem fékk góða dóma. Gestir kvöldsins í Norræna húsinu fá að heyra eitthvað af efni hans, að sögn söngkonunnar. Sumarvinnan hennar Unnar Söru er bundin fleiru en söng. Hún er líka úti á örkinni að afla fjár fyrir Rauða krossinn. Þegar þetta viðtal fer fram er hún stödd við Bónus á Smáratorgi og stoppar þar, galvösk, fólk á röltinu. Hún lætur vel af starfinu og viðtökum almennings. Á kvöldin kemur hún svo fram og syngur djass. „Við Halldór og fleiri erum með prógramm í gangi þar sem við flytjum lög eftir Serge Gainsbourg, þar syng ég á frönsku, við höfum fengið góð viðbrögð.“ segir hún brosandi. Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Unnur Sara Eldjárn djasssöngkona kemur fram í Norræna húsinu í kvöld, 30. júní, sem næsti listamaður í Arctic Concerts röðinni. „Ég ætla að syngja lög eftir mig aðallega, þau flokkast undir djasstónlist, rokk og fleiri stíla,“ upplýsir hún þegar hún er spurð út í tónleikana í Norræna húsinu í kvöld sem hefjast þar klukkan 20.30. Hún kveðst alltaf vera að semja. En hún á ekki sviðið ein, heldur verður Halldór Eldjárn, föðurbróðir hennar, með henni og spilar á slagverk og líka Gréta Rún Snorradóttir sem leikur á selló. Unnur útskrifaðist úr djasssöngsnámi frá Tónlistarskóla FÍH í fyrra og gaf út disk á síðasta ári sem fékk góða dóma. Gestir kvöldsins í Norræna húsinu fá að heyra eitthvað af efni hans, að sögn söngkonunnar. Sumarvinnan hennar Unnar Söru er bundin fleiru en söng. Hún er líka úti á örkinni að afla fjár fyrir Rauða krossinn. Þegar þetta viðtal fer fram er hún stödd við Bónus á Smáratorgi og stoppar þar, galvösk, fólk á röltinu. Hún lætur vel af starfinu og viðtökum almennings. Á kvöldin kemur hún svo fram og syngur djass. „Við Halldór og fleiri erum með prógramm í gangi þar sem við flytjum lög eftir Serge Gainsbourg, þar syng ég á frönsku, við höfum fengið góð viðbrögð.“ segir hún brosandi.
Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira