Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júlí 2016 22:22 Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. Þeir gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um tvö- til fjögurhundruð vegna kísilmálmverksmiðjunnar á Bakka. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Fyrirtækið PCC er þegar byrjað að auglýsa eftir starfsmönnum en 120 varanleg störf skapast í verksmiðjunni. Ráðamenn á Húsavík sjá fram á að þar fjölgi fólki. „Við höfum nefnt tvö- til fjögurhundruð. En auðvitað eru margir óvissuþættir í þessu. En svona tvöhundruð plús er mjög líklegt að verði raunveruleikinn,” segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Öllum þessum umsvifum fylgja vaxtarverkir, sumir myndu segja jákvæðir. Á Húsavík þarf nefnilega að fara að byggja íbúðir, og það heilan helling. Í ljósi reynslunnar frá Austfjörðum vilja menn hafa vaðið fyrir neðan sig og hefur sveitarfélagið látið kortleggja stöðuna á húsnæðismarkaði. „Við reiknum með að það þurfi einar 120 íbúðir á næstu árum til að mæta þessari þörf,” segir sveitarstjórinn. Stærsta hverfið rís væntanlega á svæði syðst í bænum en þar áformar fasteignafélag í eigu PCC að reisa 40 íbúðir til að létta sem fyrst á mesta þrýstingnum.Frá Bakka. Búist er við að starfsmannafjöldi vegna framkvæmdanna á Húsavikursvæðinu fari upp í 600 manns í haust.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Auðvitað er líka ánægja að sjá að fasteignaverð er að rísa hér og hefur hækkað töluvert á þessu ári. Þannig að við erum bara bjartsýn á það að við komum þessu heim og saman,” segir Kristján Þór. En það er líka bullandi þensla á vinnumarkaði. „Það er mikil eftirspurn eftir fólki núna. Það eru atvinnuauglýsingar í öllum miðlum. Unga fólkið okkar getur fengið vinnu hér út um allt í verslun og ferðaþjónustu. Þau eru eðlilega ekki að vinna í framkvæmdunum sjálf kannski en það sem fylgir þessu er svo mikið að hér geta allir fengið vinnu sem þess óska,” segir Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi. Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Auðvitað er bara gríðarlega ánægjulegt að takast á við þessar áskoranir sem eru framundan. Þær eru margar stórar en sveitarfélagið er öflugt. Það er gríðarlega góður mannauður hér, bæði hjá sveitarfélaginu og hér í sveitarfélaginu til þess að takast á við þetta. Og við erum búin að byggja upp ákveðna reynslu núna með því að koma þessu verkefni á og erum auðvitað líka að horfa til framtíðar í því að byggja áfram upp og nýta fleiri tækifæri sem af þessari uppbyggingu skapast,” segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stórar vinnubúðir eru komnar upp á Bakka.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Styttist í gegnumslag undir Húsavíkurhöfða Borun jarðganga undir Húsavíkurhöfða skotgengur samhliða stækkun Húsavíkurhafnar. 8. júlí 2016 14:56 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. Þeir gera ráð fyrir að íbúum fjölgi um tvö- til fjögurhundruð vegna kísilmálmverksmiðjunnar á Bakka. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2, sem sjá má hér að ofan. Fyrirtækið PCC er þegar byrjað að auglýsa eftir starfsmönnum en 120 varanleg störf skapast í verksmiðjunni. Ráðamenn á Húsavík sjá fram á að þar fjölgi fólki. „Við höfum nefnt tvö- til fjögurhundruð. En auðvitað eru margir óvissuþættir í þessu. En svona tvöhundruð plús er mjög líklegt að verði raunveruleikinn,” segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Öllum þessum umsvifum fylgja vaxtarverkir, sumir myndu segja jákvæðir. Á Húsavík þarf nefnilega að fara að byggja íbúðir, og það heilan helling. Í ljósi reynslunnar frá Austfjörðum vilja menn hafa vaðið fyrir neðan sig og hefur sveitarfélagið látið kortleggja stöðuna á húsnæðismarkaði. „Við reiknum með að það þurfi einar 120 íbúðir á næstu árum til að mæta þessari þörf,” segir sveitarstjórinn. Stærsta hverfið rís væntanlega á svæði syðst í bænum en þar áformar fasteignafélag í eigu PCC að reisa 40 íbúðir til að létta sem fyrst á mesta þrýstingnum.Frá Bakka. Búist er við að starfsmannafjöldi vegna framkvæmdanna á Húsavikursvæðinu fari upp í 600 manns í haust.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Auðvitað er líka ánægja að sjá að fasteignaverð er að rísa hér og hefur hækkað töluvert á þessu ári. Þannig að við erum bara bjartsýn á það að við komum þessu heim og saman,” segir Kristján Þór. En það er líka bullandi þensla á vinnumarkaði. „Það er mikil eftirspurn eftir fólki núna. Það eru atvinnuauglýsingar í öllum miðlum. Unga fólkið okkar getur fengið vinnu hér út um allt í verslun og ferðaþjónustu. Þau eru eðlilega ekki að vinna í framkvæmdunum sjálf kannski en það sem fylgir þessu er svo mikið að hér geta allir fengið vinnu sem þess óska,” segir Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi. Snæbjörn Sigurðarson, verkefnisstjóri hjá Norðurþingi.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Auðvitað er bara gríðarlega ánægjulegt að takast á við þessar áskoranir sem eru framundan. Þær eru margar stórar en sveitarfélagið er öflugt. Það er gríðarlega góður mannauður hér, bæði hjá sveitarfélaginu og hér í sveitarfélaginu til þess að takast á við þetta. Og við erum búin að byggja upp ákveðna reynslu núna með því að koma þessu verkefni á og erum auðvitað líka að horfa til framtíðar í því að byggja áfram upp og nýta fleiri tækifæri sem af þessari uppbyggingu skapast,” segir Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings.Stórar vinnubúðir eru komnar upp á Bakka.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Styttist í gegnumslag undir Húsavíkurhöfða Borun jarðganga undir Húsavíkurhöfða skotgengur samhliða stækkun Húsavíkurhafnar. 8. júlí 2016 14:56 Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00 Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Eitraður starfsmaður og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Styttist í gegnumslag undir Húsavíkurhöfða Borun jarðganga undir Húsavíkurhöfða skotgengur samhliða stækkun Húsavíkurhafnar. 8. júlí 2016 14:56
Óðinn og Sleipnir bora eftir orku Þeistareykja Fimmtán mánuðum áður en gangsetja á Þeistareykjavirkjun er búið að tryggja tvo þriðju hluta þeirrar orku sem virkjunin þarf. 9. júlí 2016 13:00
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Gríðarleg innspýting fyrir Norðausturland Iðnaðaruppbygging á Bakka treystir stoðir samfélagsins, segir bæjarstjóri Norðurþings. 9. júní 2015 12:45
Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00