Fólk geti kynnt sér hugleiðslu á einfaldan máta Sæunn Gísladóttir skrifar 9. júlí 2016 13:00 Leifur Björnsson og Tristan E. Gribbin eru hluti af teymi FLOW. Vísir/Eyþór Leifur Björnsson, Bix Sigurdsson og Tristan E Gribbin mynda teymið á bak við FLOW í Startup Reykjavík. Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan. Öll hafa þau í teyminu kynnst hugleiðslu af persónulegri raun. „Við erum að stofna fyrirtæki sem er að þróa aðgang að hugleiðslu í gegnum app, upplifun með sýndarveruleika og með því að vinna beint með fyrirtækjum. Við erum í samstarfi við Vodafone núna," segir Tristan. „Fólk getur byrjað á því að kynna sér hugleiðslu á mjög einfaldan máta og svo getur það haldið áfram með appið. Fólk verður fljótt að tengja við hvað hugleiðsla er og hvað fólk getur upplifað. Við munum nota tónlist, og fólk getur einbeitt sér að hreyfingu, eða öndun, eða fókus," segir Tristan. „Þetta er byggt á óhefðbundnum aðferðum í einhverjum skilningi sem Tristan hefur þróað. Hún er búin að vera að hugleiða síðan árið 2000 og hefur kennt hugleiðslu," segir Leifur. „Um fyrstu sinn verður þetta app með sjónrænt efni, og tónlist. Það verða boðnar upp á mismunandi aðferðir fyrir einstaklinga til að hugleiða eftir því hvað hann vill, hvort hann viliji slökun eða meira einbeitingu, til dæmis," segir Leifur. Tristan hefur áður unnið sem frumkvöðull, en hún stofnaði fyrirtæki sem framleiddi lífræn föt í Bandaríkjnum og hefur kynnst sjálfbærri framleiðslu þar. „Þetta er draumur sem hefur verið í bakgrunninum í mörg ár. Ég fór að hugsa að gera eitthvað með þetta. Bix kynnti okkur Leif og við byrjuðum að hittast og sóttum um í Startup Reykjavík og Stökkpallinn hjá Vodafone," segir Tristan. Teymið vann Stökkpallinn, hugmyndasamkeppni Vodafone. „Vörurnar eru ennþá á þróunarstigi hjá okkur og við höfum verið aðallega að setja fókus á núna á allt útliti á þessu út á við, merki fyrirtækisins og útlit á efninu sem við erum að framleiða. Við erum á hönnunarstigi núna," segir Leifur. „Áður en þessu ferli í Startup Reykjavík lýkur í ágúst verður tilbúin útgáfa af appinu," segir Leifur. Hann segir planið vera að halda áfram að þróa appið og komast í samstarf við fyrirtæki að viðskiptahraðlinum loknum. „Við sjáum fyrir okkur að samstarfið við Vodafone muni opna okkur að einhverju leiti leið inn á fyrirtækjamarkað." „Við erum að byggja tengslanetið hérna. Við viljum byrja að þróa vöruna hér á markað en vonandi fara fljótlega á erlendan markað líka," segir Tristan. Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Leifur Björnsson, Bix Sigurdsson og Tristan E Gribbin mynda teymið á bak við FLOW í Startup Reykjavík. Markmið fyrirtækisins er að bjóða upp á aðgengilegt efni tengt hugleiðslu og vellíðan. Öll hafa þau í teyminu kynnst hugleiðslu af persónulegri raun. „Við erum að stofna fyrirtæki sem er að þróa aðgang að hugleiðslu í gegnum app, upplifun með sýndarveruleika og með því að vinna beint með fyrirtækjum. Við erum í samstarfi við Vodafone núna," segir Tristan. „Fólk getur byrjað á því að kynna sér hugleiðslu á mjög einfaldan máta og svo getur það haldið áfram með appið. Fólk verður fljótt að tengja við hvað hugleiðsla er og hvað fólk getur upplifað. Við munum nota tónlist, og fólk getur einbeitt sér að hreyfingu, eða öndun, eða fókus," segir Tristan. „Þetta er byggt á óhefðbundnum aðferðum í einhverjum skilningi sem Tristan hefur þróað. Hún er búin að vera að hugleiða síðan árið 2000 og hefur kennt hugleiðslu," segir Leifur. „Um fyrstu sinn verður þetta app með sjónrænt efni, og tónlist. Það verða boðnar upp á mismunandi aðferðir fyrir einstaklinga til að hugleiða eftir því hvað hann vill, hvort hann viliji slökun eða meira einbeitingu, til dæmis," segir Leifur. Tristan hefur áður unnið sem frumkvöðull, en hún stofnaði fyrirtæki sem framleiddi lífræn föt í Bandaríkjnum og hefur kynnst sjálfbærri framleiðslu þar. „Þetta er draumur sem hefur verið í bakgrunninum í mörg ár. Ég fór að hugsa að gera eitthvað með þetta. Bix kynnti okkur Leif og við byrjuðum að hittast og sóttum um í Startup Reykjavík og Stökkpallinn hjá Vodafone," segir Tristan. Teymið vann Stökkpallinn, hugmyndasamkeppni Vodafone. „Vörurnar eru ennþá á þróunarstigi hjá okkur og við höfum verið aðallega að setja fókus á núna á allt útliti á þessu út á við, merki fyrirtækisins og útlit á efninu sem við erum að framleiða. Við erum á hönnunarstigi núna," segir Leifur. „Áður en þessu ferli í Startup Reykjavík lýkur í ágúst verður tilbúin útgáfa af appinu," segir Leifur. Hann segir planið vera að halda áfram að þróa appið og komast í samstarf við fyrirtæki að viðskiptahraðlinum loknum. „Við sjáum fyrir okkur að samstarfið við Vodafone muni opna okkur að einhverju leiti leið inn á fyrirtækjamarkað." „Við erum að byggja tengslanetið hérna. Við viljum byrja að þróa vöruna hér á markað en vonandi fara fljótlega á erlendan markað líka," segir Tristan.
Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira