Á von á sambærilegu verði í H&M á Íslandi Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 8. júlí 2016 09:24 Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Reginn. Vísir/GVA Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., segir að búið hafi verið að vinna að komu fatarisans H&M til Íslands í tvö ár. Reiknað sé með því að verslanirnar tvær, á Hafnartorgi og í Smáralind, verði opnaðar í tveimur skrefum, á næsta ári og þarnæsta. Helgi segist reikna með því að verð á fötum verði sambærileg við verð í verslununum í öðrum löndum. „Samningar við svona sterk og öflug fyrirtæki taka mjög langan tíma og eru flóknir og erfiðir. Við erum búnir að vinna að þessu í rúmlega tvö ár,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir H&M í gríðarlegum vexti og að opna fleiri hundruð verslanir á hverju ári. „Þeir velja sín lönd, sem þeir fara inn í af mikilli kostgæfni, og það þykir svolítið merkilegt hjá þeim að opna í nýju landi,“ segir Helgi. Það hafi verið tilkynnt sérstaklega í morgun að til stæði að opna verslanir í nýju landi. Sömuleiðis standa yfir viðræður Kringlunnar við H&M en ekki hefur verið gengið frá samningum enn sem komið er. Hafnartorg eins og það kemur til með að líta út, séð frá Arnarhóli.PK arkitektar Muni hafa mikil áhrif á verslun „Þeir telja tímabært að koma núna til Íslands en auðvitað koma þeir því við erum að bjóða þeim góðan valkost sem falla algjörlega að þeirra staðsetningu og miðbæinn.“ Lengi hafa verið sögusagnir og orðrómar um komu H&M sem ekki hefur reynst fótur fyrir. Helgi segist ekki vita hvað hafi breyst nú, hann hafi spurt að því en ekki fengið svör. Ein stærsta ástæða vinsælda H&M er vöruverðið, fötin þykja ódýr á meðan þau eru á sama tíma nokkuð flott. Helgi á von á sambærilegu verði hér á landi eins og annars staðar. „Ég spurði þá að því en þeir gátu ekki sagt það nákvæmlega. Þeir eru með þá strategíu, eins og við Íslendingar sem förum í H&M þekkjum, að það er sambærilegt verð alls staðar þannig að við bara vonum það.“ Helgi segist eiga von á því að koma H&M muni hafa gríðarleg áhrif á verslun á báðum stöðum, bæði í Smáralind og Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Og raunar alla fataverslun á Íslandi. „Þetta kemur til með að styrkja hana alveg gríðarlega, og auka veltu. Vonandi fer fólk að versla meira hér heima,“ segir Helgi. Sjálfsagt muni miðbæinn og Smáralind sem verslunareiningar styrkjast og Reginn hafi lengi ætlað sér að byggja upp sterkan miðbæ í samstarfi við þá aðila sem fyrir eru í borginni, og borgina. „Þetta er bara fyrsta stóra skrefið í þá átt.“ H&M opnar verslun í Smáralind.Vísir/GVA Fleiri risar á leiðinni Helgi segir að næstu skref snúi að endurskipulagningu Smáralindar. „Nú er komið gríðarlega flott ankeri, sterk ankeri í Smáralind, við Zöru, við Lindex, við Hagkaup og þessa sterku aðila sem þar eru og síðan koma fleiri aðilar í miðbæinn. Þetta var fyrsti aðilinn sem við lönduðum þar og vildum ekki gera samning við aðra fyrr en þetta væri búið. Núna byrjar það á fullu og við gerum Hafnartorgið að frábærum verslunarkjarna.“ Helgi vill ekki fara nánar út í hvaða aðrar verslunir gætu verið á leiðinni. Það muni skýrast fljótt eftir að gengið hefur verið frá samningum við H&M. „Þetta var vendipunkturinn og við erum búin að ýta öllu á undan okkur þangað til þetta kemur.“ Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira
Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins hf., segir að búið hafi verið að vinna að komu fatarisans H&M til Íslands í tvö ár. Reiknað sé með því að verslanirnar tvær, á Hafnartorgi og í Smáralind, verði opnaðar í tveimur skrefum, á næsta ári og þarnæsta. Helgi segist reikna með því að verð á fötum verði sambærileg við verð í verslununum í öðrum löndum. „Samningar við svona sterk og öflug fyrirtæki taka mjög langan tíma og eru flóknir og erfiðir. Við erum búnir að vinna að þessu í rúmlega tvö ár,“ segir Helgi í samtali við Vísi. Hann segir H&M í gríðarlegum vexti og að opna fleiri hundruð verslanir á hverju ári. „Þeir velja sín lönd, sem þeir fara inn í af mikilli kostgæfni, og það þykir svolítið merkilegt hjá þeim að opna í nýju landi,“ segir Helgi. Það hafi verið tilkynnt sérstaklega í morgun að til stæði að opna verslanir í nýju landi. Sömuleiðis standa yfir viðræður Kringlunnar við H&M en ekki hefur verið gengið frá samningum enn sem komið er. Hafnartorg eins og það kemur til með að líta út, séð frá Arnarhóli.PK arkitektar Muni hafa mikil áhrif á verslun „Þeir telja tímabært að koma núna til Íslands en auðvitað koma þeir því við erum að bjóða þeim góðan valkost sem falla algjörlega að þeirra staðsetningu og miðbæinn.“ Lengi hafa verið sögusagnir og orðrómar um komu H&M sem ekki hefur reynst fótur fyrir. Helgi segist ekki vita hvað hafi breyst nú, hann hafi spurt að því en ekki fengið svör. Ein stærsta ástæða vinsælda H&M er vöruverðið, fötin þykja ódýr á meðan þau eru á sama tíma nokkuð flott. Helgi á von á sambærilegu verði hér á landi eins og annars staðar. „Ég spurði þá að því en þeir gátu ekki sagt það nákvæmlega. Þeir eru með þá strategíu, eins og við Íslendingar sem förum í H&M þekkjum, að það er sambærilegt verð alls staðar þannig að við bara vonum það.“ Helgi segist eiga von á því að koma H&M muni hafa gríðarleg áhrif á verslun á báðum stöðum, bæði í Smáralind og Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Og raunar alla fataverslun á Íslandi. „Þetta kemur til með að styrkja hana alveg gríðarlega, og auka veltu. Vonandi fer fólk að versla meira hér heima,“ segir Helgi. Sjálfsagt muni miðbæinn og Smáralind sem verslunareiningar styrkjast og Reginn hafi lengi ætlað sér að byggja upp sterkan miðbæ í samstarfi við þá aðila sem fyrir eru í borginni, og borgina. „Þetta er bara fyrsta stóra skrefið í þá átt.“ H&M opnar verslun í Smáralind.Vísir/GVA Fleiri risar á leiðinni Helgi segir að næstu skref snúi að endurskipulagningu Smáralindar. „Nú er komið gríðarlega flott ankeri, sterk ankeri í Smáralind, við Zöru, við Lindex, við Hagkaup og þessa sterku aðila sem þar eru og síðan koma fleiri aðilar í miðbæinn. Þetta var fyrsti aðilinn sem við lönduðum þar og vildum ekki gera samning við aðra fyrr en þetta væri búið. Núna byrjar það á fullu og við gerum Hafnartorgið að frábærum verslunarkjarna.“ Helgi vill ekki fara nánar út í hvaða aðrar verslunir gætu verið á leiðinni. Það muni skýrast fljótt eftir að gengið hefur verið frá samningum við H&M. „Þetta var vendipunkturinn og við erum búin að ýta öllu á undan okkur þangað til þetta kemur.“
Tengdar fréttir H&M kemur í Smáralind og Hafnartorg Leigusamningar undirritaðir í dag. 8. júlí 2016 07:50 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Sjá meira