Skotinn við hlið kærustunnar Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. júlí 2016 09:00 Fólk hefur safnast saman í bænum Baton Rouge í Luisiana til að mótmæla lögregluofbeldi. vísir/epa Í hverjum mánuði verða hvítir lögregluþjónar í Bandaríkjunum tugum þeldökkra manna að bana. Um þriðjungur þeirra er vopnlaus og ekki grunaður um nein afbrot. Sjaldnast hljóta lögreglumennirnir dóma fyrir verk sín. Í fyrrakvöld mátti sjá í beinni útsendingu á Facebook þegar lögreglumaður í Falcon Heights, einu úthverfa St. Paul í Minnesota, skaut Philando Castile fjórum skotum, þar sem Castile sat í bifreið sinni ásamt kærustu sinni. Lögreglumaðurinn hafði stöðvað bifreið þeirra vegna þess að annað afturljósið var bilað. Castile tilkynnti lögreglumanninum að hann væri með skotvopn í fórum sínum, en væri með leyfi til þess. Hann var að ná í skilríki í vasa sinn þegar lögreglumaðurinn hóf skothríðina. Fjögurra ára dóttir kærustu hans var einnig í bílnum. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn hrópa að kærustu Castiles: „Ég sagði honum að ná ekki í það. Ég sagði honum að taka höndina út.“ Hún svarar: „Þú sagðir honum að ná í skilríkin, herra, ökuskírteinið sitt. Guð minn góður, ekki segja mér að hann sé dáinn.“ Kærastan, sem heitir Diamond Reynolds, tók þetta allt saman upp með símanum sínum og sendi út á Facebook. Lögreglumaðurinn reyndi ekki að stöðva upptökuna og það gerðu heldur ekki aðrir lögreglumenn, sem komu á staðinn. Castile var 32 ára gamall yfirmaður í skólamötuneyti í St. Paul. Í gær safnaðist fjöldi fólks saman í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem hinn 37 ára gamli Alton Sterling féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni á þriðjudag. Rétt eins og Castile var Sterling dökkur á hörund. Lögreglan hafði afskipti af honum þar sem hann stóð á bílastæði að selja geisladiska, rétt eins og hann hafði gert reglulega árum saman. Lögreglan kom eftir að heimilislaus maður hafði hringt í neyðarlínuna til að tilkynna að Castile hafi hótað sér með skotvopni. Heimilislausi maðurinn hafði verið að biðja Castile um pening og Castile hafi þá sýnt honum byssuna. Af farsímaupptökum, sem birst hafa í fjölmiðlum, má ekki merkja að Castile hafi verið með byssu sína á lofti þegar lögreglan skaut hann. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira
Í hverjum mánuði verða hvítir lögregluþjónar í Bandaríkjunum tugum þeldökkra manna að bana. Um þriðjungur þeirra er vopnlaus og ekki grunaður um nein afbrot. Sjaldnast hljóta lögreglumennirnir dóma fyrir verk sín. Í fyrrakvöld mátti sjá í beinni útsendingu á Facebook þegar lögreglumaður í Falcon Heights, einu úthverfa St. Paul í Minnesota, skaut Philando Castile fjórum skotum, þar sem Castile sat í bifreið sinni ásamt kærustu sinni. Lögreglumaðurinn hafði stöðvað bifreið þeirra vegna þess að annað afturljósið var bilað. Castile tilkynnti lögreglumanninum að hann væri með skotvopn í fórum sínum, en væri með leyfi til þess. Hann var að ná í skilríki í vasa sinn þegar lögreglumaðurinn hóf skothríðina. Fjögurra ára dóttir kærustu hans var einnig í bílnum. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn hrópa að kærustu Castiles: „Ég sagði honum að ná ekki í það. Ég sagði honum að taka höndina út.“ Hún svarar: „Þú sagðir honum að ná í skilríkin, herra, ökuskírteinið sitt. Guð minn góður, ekki segja mér að hann sé dáinn.“ Kærastan, sem heitir Diamond Reynolds, tók þetta allt saman upp með símanum sínum og sendi út á Facebook. Lögreglumaðurinn reyndi ekki að stöðva upptökuna og það gerðu heldur ekki aðrir lögreglumenn, sem komu á staðinn. Castile var 32 ára gamall yfirmaður í skólamötuneyti í St. Paul. Í gær safnaðist fjöldi fólks saman í bænum Baton Rouge í Louisiana, þar sem hinn 37 ára gamli Alton Sterling féll fyrir byssuskotum frá lögreglunni á þriðjudag. Rétt eins og Castile var Sterling dökkur á hörund. Lögreglan hafði afskipti af honum þar sem hann stóð á bílastæði að selja geisladiska, rétt eins og hann hafði gert reglulega árum saman. Lögreglan kom eftir að heimilislaus maður hafði hringt í neyðarlínuna til að tilkynna að Castile hafi hótað sér með skotvopni. Heimilislausi maðurinn hafði verið að biðja Castile um pening og Castile hafi þá sýnt honum byssuna. Af farsímaupptökum, sem birst hafa í fjölmiðlum, má ekki merkja að Castile hafi verið með byssu sína á lofti þegar lögreglan skaut hann.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sjá meira