Kynnir eldfjallaeyjuna í bókum og blöðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. júlí 2016 11:00 "Þegar ég var ung orti ég ljóð sem voru gefin út í Póllandi. En svo tók alvara lífsins við,“ segir Janina. Fréttablaðið/Stefán Þegar ég var ung orti ég ljóð sem voru gefin út í Póllandi. En svo tók alvara lífsins við, ég fór í nám og siglingar, eignaðist börn og skrifaði ekkert í áratugi,“ segir Janina Ryszarda spurð út í rithöfundarferil sinn. Hún hefur nýlega gefið út bækur um Reykjavík bæði á pólsku og ensku, Reykjavík dla ciebie og Reykjavík4you. Þar eru viðtöl við 18 Íslendinga sem lýsa borginni út frá sínum augum og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifar formála. Janina hefur búið hér Fróni í nokkur ár, lærir íslensku í Háskóla Íslands og miðar vel. Viðtölin í nýju bókina tók hún á íslensku og þýddi þau yfir á pólsku en fékk Melanie J. Adams, kanadískan bókmenntafræðing sem hér hefur búið lengi, til að þýða þau á ensku. Áður hefur Janina gefið út Islandia jak z bajki eða Ísland – ævintýrasaga sem fjallar um ferð hennar um Ísland og hrifningu á landinu. Að auki skrifar hún greinar um Ísland í tvö ferðatímarit í Póllandi, Zew Pólnocy og Skandynawia, svo hún leggur sig fram við að kynna eldfjallaeyjuna fyrir löndum sínum. Janina er elst í sex systkina hópi sem ólst upp í suðausturhluta Póllands. Faðir hennar var verkfræðingur, vann í Líbíu í yfir áratug og var þá aðeins heima í jóla- og sumarfríum. Móðir hennar vann sem ljósmóðir á sjúkrahúsi í 35 ár. „Foreldrar mínir voru stórbrotnir persónuleikar, hvort með sínum hætti, en þau voru miklir vinir og virtu hvort annað,“ lýsir hún. Hugur Janinu stefndi til sjós og eftir tólf ára grunnskólanám tók við þriggja ára sjófreyjuskóli. Hún var þó ekki lengi á pólskum farþegaskipum heldur dreif sig í frekara nám í virtum sjómannaskóla, Maritime University. „Lífið væri ekki fullkomið nema hægt væri að fara í skóla,“ segir hún brosandi og kveðst hafa útskrifast með meistaragráðu í siglingum eftir sex ára nám. „Svo vann ég í áratugi á fragtskipum og olíuskipum. Prófaði líka að vera á olíuborpalli.“ Fyrst kom Janina til Íslands sem ferðamaður og fór víða um landið, heilluð af fegurðinni. Úr varð að hún settist hér að og eiginmaður hennar sem er pólsk/sænskur. Synir tveir búa og vinna í Svíþjóð vegna þess að sjálf bjó hún þar í átta ár. Hún kveðst hlusta á íslenska tónlist og hafa dálæti á mikilfenglegum lögum eins og Kórónu landsins, Ljósvíkingi, Manni og hval og Vori í Vaglaskógi. Nokkrar íslenskar kvikmyndir eru líka í uppáhaldi: Djöflaeyjan, Djúpið, Bakka-Baldur, Brim, Englar alheimsins, Börn náttúrunnar og Hross í oss. „Svo finnst mér gaman að horfa á diskinn Heima sem fjallar um hljómsveitarferðalag Sigur Rósar um Ísland 2006,“ segir hún. „En þakklátust er ég fyrir að til skuli vera staðir á Íslandi ólíkir því sem hægt er að finna annars staðar í heiminum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júlí. Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þegar ég var ung orti ég ljóð sem voru gefin út í Póllandi. En svo tók alvara lífsins við, ég fór í nám og siglingar, eignaðist börn og skrifaði ekkert í áratugi,“ segir Janina Ryszarda spurð út í rithöfundarferil sinn. Hún hefur nýlega gefið út bækur um Reykjavík bæði á pólsku og ensku, Reykjavík dla ciebie og Reykjavík4you. Þar eru viðtöl við 18 Íslendinga sem lýsa borginni út frá sínum augum og Guðjón Friðriksson sagnfræðingur skrifar formála. Janina hefur búið hér Fróni í nokkur ár, lærir íslensku í Háskóla Íslands og miðar vel. Viðtölin í nýju bókina tók hún á íslensku og þýddi þau yfir á pólsku en fékk Melanie J. Adams, kanadískan bókmenntafræðing sem hér hefur búið lengi, til að þýða þau á ensku. Áður hefur Janina gefið út Islandia jak z bajki eða Ísland – ævintýrasaga sem fjallar um ferð hennar um Ísland og hrifningu á landinu. Að auki skrifar hún greinar um Ísland í tvö ferðatímarit í Póllandi, Zew Pólnocy og Skandynawia, svo hún leggur sig fram við að kynna eldfjallaeyjuna fyrir löndum sínum. Janina er elst í sex systkina hópi sem ólst upp í suðausturhluta Póllands. Faðir hennar var verkfræðingur, vann í Líbíu í yfir áratug og var þá aðeins heima í jóla- og sumarfríum. Móðir hennar vann sem ljósmóðir á sjúkrahúsi í 35 ár. „Foreldrar mínir voru stórbrotnir persónuleikar, hvort með sínum hætti, en þau voru miklir vinir og virtu hvort annað,“ lýsir hún. Hugur Janinu stefndi til sjós og eftir tólf ára grunnskólanám tók við þriggja ára sjófreyjuskóli. Hún var þó ekki lengi á pólskum farþegaskipum heldur dreif sig í frekara nám í virtum sjómannaskóla, Maritime University. „Lífið væri ekki fullkomið nema hægt væri að fara í skóla,“ segir hún brosandi og kveðst hafa útskrifast með meistaragráðu í siglingum eftir sex ára nám. „Svo vann ég í áratugi á fragtskipum og olíuskipum. Prófaði líka að vera á olíuborpalli.“ Fyrst kom Janina til Íslands sem ferðamaður og fór víða um landið, heilluð af fegurðinni. Úr varð að hún settist hér að og eiginmaður hennar sem er pólsk/sænskur. Synir tveir búa og vinna í Svíþjóð vegna þess að sjálf bjó hún þar í átta ár. Hún kveðst hlusta á íslenska tónlist og hafa dálæti á mikilfenglegum lögum eins og Kórónu landsins, Ljósvíkingi, Manni og hval og Vori í Vaglaskógi. Nokkrar íslenskar kvikmyndir eru líka í uppáhaldi: Djöflaeyjan, Djúpið, Bakka-Baldur, Brim, Englar alheimsins, Börn náttúrunnar og Hross í oss. „Svo finnst mér gaman að horfa á diskinn Heima sem fjallar um hljómsveitarferðalag Sigur Rósar um Ísland 2006,“ segir hún. „En þakklátust er ég fyrir að til skuli vera staðir á Íslandi ólíkir því sem hægt er að finna annars staðar í heiminum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júlí.
Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira