Risar mætast í Marseille Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júlí 2016 06:00 vísir/epa Leikurinn á Stade Vélodrome í kvöld er sannkallaður þungavigtarbardagi á milli ríkjandi heimsmeistara og gestgjafa mótsins. Þjóðverjar eiga góðar minningar frá leikjum gegn Frökkum í útsláttarkeppni HM en þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast á EM. Báðir þjálfararnir, Joachim Löw og Didier Deschamps, þurfa að taka stórar ákvarðanir varðandi liðsval og leikskipulag fyrir leikinn í kvöld. Löw er nokkur vandi á höndum því Mario Gómez og Sami Khedira eru meiddir og Mats Hummels, sem skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í 8 liða úrslitum á HM í Brasilíu fyrir tveimur árum, tekur út leikbann. Þá er óvíst með þátttöku fyrirliðans Bastians Schweinsteiger. Ef hann verður ekki með þarf Löw að setja traust sitt á annaðhvort Emre Can eða Julian Weigl en hvorugur þeirra hefur spilað leik á stórmóti áður. Thomas Müller fær svo væntanlega það hlutverk að fylla skarð Gómez í framlínunni þrátt fyrir að Bayern München-maðurinn hafi verið óvenjulega kaldur fyrir framan markið á EM. Löw spilaði með þriggja manna vörn gegn Ítalíu í 8 liða úrslitunum en ólíklegt þykir að hann haldi því áfram, nema hann geri ráð fyrir því Deschamps byrji með Antoine Griezmann og Oliver Giroud saman í frönsku framlínunni.graf/fréttablaðiðSú blanda gafst vel í seinni hálfleiknum gegn Írum í 16 liða úrslitunum og svo gegn Íslendingum á sunnudaginn. Í þessum þremur hálfleikjum skoraði Griezmann þrjú mörk og Giroud tvö. Þeirra bíður samt erfitt verkefni, að sigrast á þýsku vörninni og markverðinum frábæra Manuel Neuer en Þýskaland hefur aðeins fengið á sig eitt mark á EM og það kom úr vítaspyrnu. N'Golo Kanté og Adil Rami snúa aftur í franska liðið eftir að hafa tekið út leikbann gegn Íslendingum. Rami tekur að öllum líkindum stöðu Samuels Umtiti í miðri vörninni en Deschamps þarf svo að gera upp við sig hvort hann setur Kanté aftur inn í byrjunarliðið sem þýðir að hann þarf að breyta aftur yfir í leikkerfið 4-3-3 sem gafst misvel í fyrstu fjórum leikjunum. Frakkar hafa unnið síðustu tvö stórmót sem þeir hafa haldið og franska þjóðin gerir kröfu um að þriðji titillinn komi í hús á sunnudaginn. Verkefni kvöldsins er hins vegar ærið. „Við erum að spila á móti besta liði í heimi en ætlum að gefa allt í þennan leik,“ sagði Deschamps á blaðamannafundi fyrir stórleikinn í Marseille í kvöld. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Leikurinn á Stade Vélodrome í kvöld er sannkallaður þungavigtarbardagi á milli ríkjandi heimsmeistara og gestgjafa mótsins. Þjóðverjar eiga góðar minningar frá leikjum gegn Frökkum í útsláttarkeppni HM en þetta er í fyrsta sinn sem liðin mætast á EM. Báðir þjálfararnir, Joachim Löw og Didier Deschamps, þurfa að taka stórar ákvarðanir varðandi liðsval og leikskipulag fyrir leikinn í kvöld. Löw er nokkur vandi á höndum því Mario Gómez og Sami Khedira eru meiddir og Mats Hummels, sem skoraði eina mark leiksins þegar liðin mættust í 8 liða úrslitum á HM í Brasilíu fyrir tveimur árum, tekur út leikbann. Þá er óvíst með þátttöku fyrirliðans Bastians Schweinsteiger. Ef hann verður ekki með þarf Löw að setja traust sitt á annaðhvort Emre Can eða Julian Weigl en hvorugur þeirra hefur spilað leik á stórmóti áður. Thomas Müller fær svo væntanlega það hlutverk að fylla skarð Gómez í framlínunni þrátt fyrir að Bayern München-maðurinn hafi verið óvenjulega kaldur fyrir framan markið á EM. Löw spilaði með þriggja manna vörn gegn Ítalíu í 8 liða úrslitunum en ólíklegt þykir að hann haldi því áfram, nema hann geri ráð fyrir því Deschamps byrji með Antoine Griezmann og Oliver Giroud saman í frönsku framlínunni.graf/fréttablaðiðSú blanda gafst vel í seinni hálfleiknum gegn Írum í 16 liða úrslitunum og svo gegn Íslendingum á sunnudaginn. Í þessum þremur hálfleikjum skoraði Griezmann þrjú mörk og Giroud tvö. Þeirra bíður samt erfitt verkefni, að sigrast á þýsku vörninni og markverðinum frábæra Manuel Neuer en Þýskaland hefur aðeins fengið á sig eitt mark á EM og það kom úr vítaspyrnu. N'Golo Kanté og Adil Rami snúa aftur í franska liðið eftir að hafa tekið út leikbann gegn Íslendingum. Rami tekur að öllum líkindum stöðu Samuels Umtiti í miðri vörninni en Deschamps þarf svo að gera upp við sig hvort hann setur Kanté aftur inn í byrjunarliðið sem þýðir að hann þarf að breyta aftur yfir í leikkerfið 4-3-3 sem gafst misvel í fyrstu fjórum leikjunum. Frakkar hafa unnið síðustu tvö stórmót sem þeir hafa haldið og franska þjóðin gerir kröfu um að þriðji titillinn komi í hús á sunnudaginn. Verkefni kvöldsins er hins vegar ærið. „Við erum að spila á móti besta liði í heimi en ætlum að gefa allt í þennan leik,“ sagði Deschamps á blaðamannafundi fyrir stórleikinn í Marseille í kvöld.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira