Fótbolti

Brandari leiddi til þess að Robson-Kanu fór í landsliðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Robson-Kanu gæti fagnað aftur í kvöld.
Robson-Kanu gæti fagnað aftur í kvöld. vísir/getty
Sagan af því hvernig ein af hetjum velska landsliðsins á EM, Hal Robson-Kanu, komst í landsliðið er ansi sérstök.

Fyrrum þjálfari velska liðsins, Brian Flynn, var eitt sinn í heimsókn hjá Reading en það var lið Robson-Kanu sem hefur skorað tvö mikilvæg mörk fyrir Wales á EM.

Í matsal félagsins kallaði einn leikmanna Reading í gríni á landsliðsþjálfarann að hann gæti talað við Robson-Kanu því hann færi alltaf í frí til Wales.

Flynn ákvað að taka létt spjall við Robson-Kanu og í því spjalli kom í ljós að amma Robson-Kanu væri fædd í Wales. Áður hafði leikmaðurinn aldrei velt þeim möguleika að spila fyrir Wales fyrir sér.

Hann gat því spilað fyrir landsliðið og fljótlega var farið að vinna í þeim málum. Í kjölfarið byrjaði hann að spila fyrir Wales.

Verður svo áhugavert að sjá hvað hann gerir í undanúrslitaleiknum gegn Portúgal í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×