Enski boltinn

Tomkins seldur til Palace

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tomkins fagnar í leik með West Ham.
Tomkins fagnar í leik með West Ham. vísir/getty
Crystal Palace opnaði veskið ansi vel í dag til þess að fá James Tomkins frá West Ham.

Palace greiddi 10 milljónir punda fyrir leikmanninn eða 1,6 milljarð íslenskra króna.

Hinn 27 ára gamli Tomkins skrifaði undir fimm ára samning við Palace. Hann er þriðji leikmaðurinn sem Alan Pardew fær til félagsins í sumar.

Hinir eru Andros Townsend, sem kom frá Newcastle, og markvörðurinn Steve Mandanda frá Marseille.

„Ég er mjög spenntur fyrir þessu skrefi. Palace er stórt félag og ég þekki Alan Pardew afar vel. Ég verð honum alltaf þakklátur fyrir tækifærin sem ég fékk hjá honum er við vorum báðir hjá West Ham,“ sagði Tomkins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×