Enski boltinn

Musa verður sá dýrasti í sögu Leicester

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Musa í Meistaradeildarleik gegn Man. Utd á síðustu leiktíð. Hann fær að glíma við Daley Blind aftur næsta vetur.
Musa í Meistaradeildarleik gegn Man. Utd á síðustu leiktíð. Hann fær að glíma við Daley Blind aftur næsta vetur. vísir/getty
Englandsmeistarar Leicester City halda áfram að styrkja sig og eru að kaupa nígerískan landsliðsmann.

Sá heitir Ahmed Musa og spilar með CSKA Moskva. Leicester ætlar að greiða 16,6 milljónir punda fyrir hann, eða 2,7 milljarða íslenskra króna. Aldrei áður hefur Leicester greitt eins mikið fyrir einn leikmann.

Musa hefur skorað 54 mörk í 168 leikjum fyrir CSKA en hann kom til félagsins árið 2012.

Hann getur spilað bæði á kantinum sem og í framlínunni.

Umboðsmaður hans segir að Musa komi í læknisskoðun á miðvikudag og þjálfari CSKA, Leonid Slutsky, staðfestir það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×