Enski boltinn

Chelsea kaupir belgískan landsliðsmann frá Marseille

Anton Ingi Leifsson skrifar
Batshuayi fagnar marki sínu á sunnudaginn.
Batshuayi fagnar marki sínu á sunnudaginn. vísir/getty
Belgíski landsliðsmaðurinn Michy Batshuayi er genginn í raðir Chelsea frá Marseille, en félagið staðfesti þetta í dag.

Batshuayi hefur eytt síðustu vikum með belgíska landsliðinu í Frakklandi, en Belgar duttu út fyrir Wales í 8-liða úrslitum keppninnar.

Þessi 22 ára gamli piltur skoraði með sinni fyrstu snertingu í 16-liða úrslitunum gegn Ungverjalandi á sunnudag.

„Ég er ánægður með að skrifa undir hjá einu af stærsta félagi í Evrópu og hefja næsta skref í mínum ferli. Ég vona að ég geti hjálpað Chelsea að vinna bikara," sagði hann við heimasíðu félagsins.

Hann skoraði 26 mörk í 62 leikjum fyrir Marseille, en hann hóf sinn atvinnumannaferil hjá Standard Liege í Belgíu.

„Eden Hazard og Thibaut Curtois hafa sagt mér marga góða hluti um félagið og með komu Antoine Conte er það spennandi að verða leikmaður Chelsea."

„Þetta er frábært tækifæri fyrir mig og fjölskyldu mína og ég er spenntur fyrir að spila í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð," sagði Batshuayi.

Kappinn skrifar undir fimm ára samning við Chelsea, en kaupverðið er talið í kringum 33 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×