Fótbolti

Rosenborg náði ekki að vinna fyrsta leik eftir frí

Hólmar í leik með Rosenborg.
Hólmar í leik með Rosenborg. vísir/valli
Hólmar Örn Eyjólfsson, Matthías Vilhjálmsson og nafnarnir, Guðmundur Þórarinsson og Guðmundur Kristjánsson voru allir í eldlínunni í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Norsku meistararnir í Rosenborg gerðu markalaust jafntefli við Bodø/Glimt í fyrsta leik liðanna eftir smá sumarfrí.

Hólmar Örn og Matthías spiluðu báðir allan leikinn fyrir Rosenborg, en Guðmundur kom inná sem varamaður á 77. mínútu.

Rosenborg er á toppnum met 33 stig, en Bodø/Glimt, lið Hannesar Þórs Halldórssonar landsliðsmarkvarðar, er í þrettánda sætinu með 12 stig.

Það gengur ekki né rekur hjá Guðmundi Kristjánssyni og félögum í Start, en þeir eru með sex stig á botni deildarinnar eftir 2-1 tap gegn Haugesund í dag.

Guðmundur var varamaður, en kom af bekknum á 68. mínútu. Þá var Haugesund nýbúið að komast yfir, 2-1, en þannig urðu lokatölur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×