Fótbolti

Mynda­syrpa frá tapinu súra á Laugar­dals­velli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Orri Steinn kom Íslandi yfir en það dugði ekki til.
Orri Steinn kom Íslandi yfir en það dugði ekki til. Vísir/Hulda Margrét

Ísland mátti þola tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli þegar liðin mættust í Þjóðadeild karla í fótbolta. 

Lokatölur 2-4 eftir að Ísland komst yfir snemma leiks og staðan var jöfn 2-2 þegar ekki var mikið eftir af leiknum. Hér að neðan má sjá myndir frá ljósmyndara Vísis sem var á Laugardalsvelli.

Byrjunarlið Íslands.Vísir/Hulda Margrét
Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir strax á 3. mínútu.Vísir/Hulda Margrét
Orri Steinn var ekki langt frá því að tvöfalda forystu Íslands.Vísir/Hulda Margrét
Framherjinn öflugi eðlilega ósáttur með að skora ekki.Vísir/Hulda Margrét
Andri Lucas ósáttur hér. Hann skoraði annað mark Íslands.Vísir/Hulda Margrét
Valgeir Lunddal Friðriksson stóð vaktina í hægri bakverði og lagði upp síðara mark Íslands með fínni fyrirgjöf.Vísir/Hulda Margrét
Fyrirliðinn Jóhann Berg hóf leik á miðri miðjunni.Vísir/Hulda Margrét
Arnór Ingvi Traustason var á miðjunni með fyrirliðanum.Vísir/Hulda Margrét
Eftir frábæra innkomu gegn Wales byrjaði Logi Tómasson í vinstri bakverði.Vísir/Hulda Margrét
Mikael Egill Ellertsson fékk tækifæri í byrjunarliðinu.Vísir/Hulda Margrét
Andri Lucas lét finna fyrir sér. Það var upp úr þessu sem Ísland vildi fá vítaspyrnu.Vísir/Hulda Margrét
Andri Lucas stangar boltann í netið.Vísir/Hulda Margrét
Andri Lucas fagnar ásamt Loga og Orra Steini.Vísir/Hulda Margrét
Hákon Rafn Valdimarsson gerðist sekur um slæm mistök sem leiddu til þriðja marks gestanna.Vísir/Hulda Margrét
Fyrirliðinn svekktur að leik loknum.Vísir/Hulda Margrét
Gestirnir fagna í leikslok.Vísir/Hulda Margrét

Tengdar fréttir

Sjáðu allt það helsta frá súru tapi á Laugar­dals­velli

Ísland mátti þola tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeild karla eftir að komast 1-0 yfir snemma leiks. Lokatölur 2-4 en tapið heldur betur súrt eftir vítaspyrnufíaskó á báðum endum vallarins. Mörkin má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×