Fótbolti

Suðurnesjarliðin töpuðu stigum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður Sveinsson spilaði fyrir Keflavík í dag.
Hörður Sveinsson spilaði fyrir Keflavík í dag. vísir/getty
Suðurnesjarliðin Keflavík og Grindavík töpuðu mikilvægum stig í Inkasso-deild karla í dag. Grindavík gerði jafntefli við Fjarðabyggð á útivelli, en Keflavík gerði markalaust jafntefli við Huginn.

Það var mikið fjör í fyrri hálfleik á Eskjuvelli, en leikmenn Fjarðabyggðar voru komnir í 2-0 eftir 34. mínútur með mörkum Jose Embalo og Víkingi Pálmasyni.

Grindvíkingar minnkuðu muninn fimm mínútum fyrir leikslok með marki frá Alexander Veigari Þórarinssyni,.

Alexander var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma, en þá jafnaði hann metin á 92. mínútu.

Fjarðabyggð er í tíunda sæti með sjö stig, en Grindavík í þriðja sætinu með 14 stig; fimm stigum frá toppliði KA.

Keflavík gerði markalaust jafntefli við nýliða Huginn á Keflavíkurvelli, en úrslitin mikil vonbrigði fyrir Keflavík sem ætla sér mikla hluti.

Keflavíkurliðið er í sjötta sætinu með ellefu stig eftir átta leiki, átta stigum á eftir toppliði KA, en Huginn á botninum með fjögur stig.

Úrslit og markaskorarar (fengið frá urslit.net):

Fjarðabyggð - Grindavík 2-2

1-0 Jose Alberto Djalo Embalo (10.), 2-0 Víkingur Pálmason (34.), 2-1 Alexander Veigar Þórarinsson (40.), 2-2 Alexander Veigar Þórarinsson (92.).

Keflavík - Huginn 0-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×