EM-dagbókin: Frá jafnteflissigrum yfir í tröllatrú á hið ómögulega Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2016 06:00 Þórður Guðjónsson, Rúnar Kristinsson og Birkir Kristinsson eftir leikinn fræga gegn Frökkum, 1-1 jafnteflið,árið 1998. vísir/hilmar Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. Atli Eðvaldsson skoraði með hælspyrnu undir lokin og minnkaði muninn í 2-1 í tapi gegn Eric Cantona, Jean Pierre Papin og fleiri stjörnum á Laugardalsvellinum þegar ég var átta ára. Leikurinn var í undankeppni EM 1992. Galdramaðurinn Atli með mark og eins marks tap eitthvað sem hægt var að vera nokkuð sáttur við. Í seinni leiknum í Frakklandi var Birkir Kristinsson í banastuði en það dugði ekki í 3-1 tapi. Aftur minnkaði Ísland muninn þegar ungur strákur frá Sauðárkróki skoraði undir lokin. Eyjólfur Sverrisson átti eftir að koma aftur við sögu gegn Frökkum. Spólum nokkur ár fram í tímann þegar heimsmeistararnir mættu á Laugardalsvöll haustið 1998. Sextán ára bólugrafinn strákur mætti og fékk bolamyndir af sér með frönsku snillingunum. Einn á hótelganginum þegar Youri Djorkaeff og Zinedine Zidane koma gangandi í áttina til þín, hvað gerirðu? Jú, þú biður Djorkaeff um að taka myndina af þér og Zidane. Þeir hlógu.Eyjólfur Sverrisson hefur of komið við sögu í leikjum gegn Frakklandi.Vísir/Anton BrinkÞegar Frakkarnir hlógu Þeir voru ennþá hlæjandi þegar Jóhann Friðgeir kveikti í þeim með franska þjósöngnum. Stuðningsmenn fögnuðu hverju innkasti og fyrrnefndur Eyjólfur valdi sér góðan stað þegar markvörðurinn Fabian Barthez ætlaði í úthlaup. 1-0 fyrir Ísland, Rikki Daða með markið og í nokkrar mínútur vorum við á toppi tilverunnar. Skipti litlu þótt Frakkar jöfnuðu. Hvert innkast, bolti úr leik, var eins og mark fyrir okkur og jafntefli, toppað með kossi Ingólfs Hannessonar á þjálfarann Guðjón Þórðarson, var ígildi sigurs. Fyrir seinni leikinn í París, jú Stade de France, áttum við möguleika á að komast í lokakeppni EM 2000. Verkefnið var metnaðarfullt en á ótrúlegum kafla tókst okkur að jafna metin í 2-2, enn skoraði Eyjólfur, eftir að hafa lent undir 2-0. 3-2 tap varð staðreynd en í minningunni sigruðum við Frakka, allavega næstum því. Enginn svekkti sig á úrslitunum, þannig séð. Frammistaðan var stórkostleg. Þetta var þá. Frakkar eru vanir því að taka gull á heimavelli, gerðu það á EM 1984 og aftur á HM 1998. Þeir eru með afar sterkt lið og þrátt fyrir aðdáunarverða frammistöðu Íslands á enginn í Frakkaríki von á öðru en sigri á morgun. Þeir þykja líklegastir hjá verðbönkum til að standa uppi sem Evrópumeistarar en Íslendingar standa í veginum. Strákar sem hafa, ólíkt okkar fyrri landsliðum sem hafa náð jafnteflum, „næstum því unnið“ eða steinlegið, mikla trú á að þeir geti sigrað Frakka.Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa náð frábærum árangri með íslenska liðið.vísir/gettySeinni hluti ævintýrisins að hefjast Lars Lagerbäck var nýtekinn við þegar við komust í 2-0 gegn Frökkum í æfingaleik á franskri grundu 2012. Leikurinn tapaðist reyndar 3-2 en gaf vísbendingu um hvað væri í vændum undir stjórn Svíans. Við eigum frábærar minningar frá Stade de France, aðeins tíu daga gamlar, þegar okkar menn tóku Austurríki. Nú mæta strákarnir á sama stað, með enn meira sjálfstraust og klárir í að skrifa næsta kafla í EM-ævintýrið. Í Hollywood er alveg ljóst hvernig leikurinn á morgun færi. Strákarnir með sérstöku eftirnöfnin frá landi íss færast nær takmarkinu ómögulega og ekki gleyma „þið munuð aldrei vinna neitt“ ummælunum. Vonda liðið, með skúrkinn Rögnvald Reginskitu, mjakar sér líka áfram í úrslitaleikinn án þess að vinna leik í venjulegum leiktíma. Við erum komin í seinni hluta ævintýrisins hjá söguhetjunum, fótboltastrákum frá Íslandi, sem þjóðin trúir að geti gert hvað sem er eftir landvinningana undanfarnar vikur. Okkar menn, stolt Íslands. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
Elstu minningar mínar af landsleikjum í fótbolta eru af leikjum gegn Frökkum. Atli Eðvaldsson skoraði með hælspyrnu undir lokin og minnkaði muninn í 2-1 í tapi gegn Eric Cantona, Jean Pierre Papin og fleiri stjörnum á Laugardalsvellinum þegar ég var átta ára. Leikurinn var í undankeppni EM 1992. Galdramaðurinn Atli með mark og eins marks tap eitthvað sem hægt var að vera nokkuð sáttur við. Í seinni leiknum í Frakklandi var Birkir Kristinsson í banastuði en það dugði ekki í 3-1 tapi. Aftur minnkaði Ísland muninn þegar ungur strákur frá Sauðárkróki skoraði undir lokin. Eyjólfur Sverrisson átti eftir að koma aftur við sögu gegn Frökkum. Spólum nokkur ár fram í tímann þegar heimsmeistararnir mættu á Laugardalsvöll haustið 1998. Sextán ára bólugrafinn strákur mætti og fékk bolamyndir af sér með frönsku snillingunum. Einn á hótelganginum þegar Youri Djorkaeff og Zinedine Zidane koma gangandi í áttina til þín, hvað gerirðu? Jú, þú biður Djorkaeff um að taka myndina af þér og Zidane. Þeir hlógu.Eyjólfur Sverrisson hefur of komið við sögu í leikjum gegn Frakklandi.Vísir/Anton BrinkÞegar Frakkarnir hlógu Þeir voru ennþá hlæjandi þegar Jóhann Friðgeir kveikti í þeim með franska þjósöngnum. Stuðningsmenn fögnuðu hverju innkasti og fyrrnefndur Eyjólfur valdi sér góðan stað þegar markvörðurinn Fabian Barthez ætlaði í úthlaup. 1-0 fyrir Ísland, Rikki Daða með markið og í nokkrar mínútur vorum við á toppi tilverunnar. Skipti litlu þótt Frakkar jöfnuðu. Hvert innkast, bolti úr leik, var eins og mark fyrir okkur og jafntefli, toppað með kossi Ingólfs Hannessonar á þjálfarann Guðjón Þórðarson, var ígildi sigurs. Fyrir seinni leikinn í París, jú Stade de France, áttum við möguleika á að komast í lokakeppni EM 2000. Verkefnið var metnaðarfullt en á ótrúlegum kafla tókst okkur að jafna metin í 2-2, enn skoraði Eyjólfur, eftir að hafa lent undir 2-0. 3-2 tap varð staðreynd en í minningunni sigruðum við Frakka, allavega næstum því. Enginn svekkti sig á úrslitunum, þannig séð. Frammistaðan var stórkostleg. Þetta var þá. Frakkar eru vanir því að taka gull á heimavelli, gerðu það á EM 1984 og aftur á HM 1998. Þeir eru með afar sterkt lið og þrátt fyrir aðdáunarverða frammistöðu Íslands á enginn í Frakkaríki von á öðru en sigri á morgun. Þeir þykja líklegastir hjá verðbönkum til að standa uppi sem Evrópumeistarar en Íslendingar standa í veginum. Strákar sem hafa, ólíkt okkar fyrri landsliðum sem hafa náð jafnteflum, „næstum því unnið“ eða steinlegið, mikla trú á að þeir geti sigrað Frakka.Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck hafa náð frábærum árangri með íslenska liðið.vísir/gettySeinni hluti ævintýrisins að hefjast Lars Lagerbäck var nýtekinn við þegar við komust í 2-0 gegn Frökkum í æfingaleik á franskri grundu 2012. Leikurinn tapaðist reyndar 3-2 en gaf vísbendingu um hvað væri í vændum undir stjórn Svíans. Við eigum frábærar minningar frá Stade de France, aðeins tíu daga gamlar, þegar okkar menn tóku Austurríki. Nú mæta strákarnir á sama stað, með enn meira sjálfstraust og klárir í að skrifa næsta kafla í EM-ævintýrið. Í Hollywood er alveg ljóst hvernig leikurinn á morgun færi. Strákarnir með sérstöku eftirnöfnin frá landi íss færast nær takmarkinu ómögulega og ekki gleyma „þið munuð aldrei vinna neitt“ ummælunum. Vonda liðið, með skúrkinn Rögnvald Reginskitu, mjakar sér líka áfram í úrslitaleikinn án þess að vinna leik í venjulegum leiktíma. Við erum komin í seinni hluta ævintýrisins hjá söguhetjunum, fótboltastrákum frá Íslandi, sem þjóðin trúir að geti gert hvað sem er eftir landvinningana undanfarnar vikur. Okkar menn, stolt Íslands.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira