Sex leikmenn sem voru efnilegastir í Pepsi-deildinni eru í íslenska hópnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2016 22:00 myndir/KSÍ/hILMAR ÞÓR Í íslenska hópnum á Evrópumótinu í fótbolta eru sex leikmenn sem voru á sínum tíma á Íslandi kjörnir efnilegustu leikmenn efstu deildar karla. Emil Hallfreðsson er sá elsti í hópnum sem var á sínum tíma kjörinn efnilegasti leikmaðurinn en sá er kosinn af kollegum sínum í efstu deild. Emil var efnilegasti leikmaður efstu deildar eftir að hann varð Íslandsmeistari með FH árið 2004. Tveimur árum síðar var bakvörðurinn eldfljóti Birkir Már Sævarsson úr Val kjörinn efnilegastur og tveimur árum eftir það, 2008, var Jóhann Berg Guðmundsson kjörinn efnilegastur aðeins sautján ára gamall eftir frábært tímabil með Breiðabliki. Blikar fengu nafnbótina efnilegasti leikmaður efstu deildar þrjú ár í röð en árið 2009, ári á eftir Jóhanni, var Alfreð Finnbogason kjörinn sá efnilegasti. Alfreð varð svo Íslandsmeistari ári síðar og þá kjörinn bestur í deildinni. Þriggja ára bið var þar til fimmti maðurinn í EM-hópnum var kjörinn efnilegastur. Það var Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson sem hlaut nafnbótina þrátt fyrir að vera í fallliði Selfoss árið 2012. Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason var svo kjörinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins árið 2013 en hann laumaði sér bakdyramegin inn í EM-hópinn þökk sé frábærri frammistöðu hans í vináttuleikjunum frá lokum síðustu undankeppni og þar til kom að því að velja hópinn. Alfreð Finnbogason er einn af þremur í EM-hóp Íslands sem voru kjörnir besti leikmaður Íslandsmótsins en hinir tveir voru markverðirnir Hannes Þór Halldórsson, KR, og Ingvar Jónsson, Stjörnunni.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lagerbäck: Við verðum ekki undir í baráttunni Segir erfitt að finna veikleika í franska liðinu en að andlegur undirbúningur íslenska liðsins verður ekkert vandamál. 1. júlí 2016 20:30 Gott fyrir sjálfstraustið að pakka Sterling saman Birkir Már Sævarsson segir forskotið sem hann hafði á Sterling hafa nýst sér í sigrinum á Englandi. 1. júlí 2016 16:30 Fjórar ástæður fyrir því að 24 liða EM er betra | Ísland eitt besta dæmið Ekki eru allir sammála um gæði 24 liða Evrópumóts en hér eru rökin með breytingunni. 1. júlí 2016 07:00 Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53 Kostar 34 milljarða að kaupa upp nýja samninginn hans Neymar 1. júlí 2016 17:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Í íslenska hópnum á Evrópumótinu í fótbolta eru sex leikmenn sem voru á sínum tíma á Íslandi kjörnir efnilegustu leikmenn efstu deildar karla. Emil Hallfreðsson er sá elsti í hópnum sem var á sínum tíma kjörinn efnilegasti leikmaðurinn en sá er kosinn af kollegum sínum í efstu deild. Emil var efnilegasti leikmaður efstu deildar eftir að hann varð Íslandsmeistari með FH árið 2004. Tveimur árum síðar var bakvörðurinn eldfljóti Birkir Már Sævarsson úr Val kjörinn efnilegastur og tveimur árum eftir það, 2008, var Jóhann Berg Guðmundsson kjörinn efnilegastur aðeins sautján ára gamall eftir frábært tímabil með Breiðabliki. Blikar fengu nafnbótina efnilegasti leikmaður efstu deildar þrjú ár í röð en árið 2009, ári á eftir Jóhanni, var Alfreð Finnbogason kjörinn sá efnilegasti. Alfreð varð svo Íslandsmeistari ári síðar og þá kjörinn bestur í deildinni. Þriggja ára bið var þar til fimmti maðurinn í EM-hópnum var kjörinn efnilegastur. Það var Selfyssingurinn Jón Daði Böðvarsson sem hlaut nafnbótina þrátt fyrir að vera í fallliði Selfoss árið 2012. Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason var svo kjörinn efnilegasti leikmaður Íslandsmótsins árið 2013 en hann laumaði sér bakdyramegin inn í EM-hópinn þökk sé frábærri frammistöðu hans í vináttuleikjunum frá lokum síðustu undankeppni og þar til kom að því að velja hópinn. Alfreð Finnbogason er einn af þremur í EM-hóp Íslands sem voru kjörnir besti leikmaður Íslandsmótsins en hinir tveir voru markverðirnir Hannes Þór Halldórsson, KR, og Ingvar Jónsson, Stjörnunni.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Lagerbäck: Við verðum ekki undir í baráttunni Segir erfitt að finna veikleika í franska liðinu en að andlegur undirbúningur íslenska liðsins verður ekkert vandamál. 1. júlí 2016 20:30 Gott fyrir sjálfstraustið að pakka Sterling saman Birkir Már Sævarsson segir forskotið sem hann hafði á Sterling hafa nýst sér í sigrinum á Englandi. 1. júlí 2016 16:30 Fjórar ástæður fyrir því að 24 liða EM er betra | Ísland eitt besta dæmið Ekki eru allir sammála um gæði 24 liða Evrópumóts en hér eru rökin með breytingunni. 1. júlí 2016 07:00 Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53 Kostar 34 milljarða að kaupa upp nýja samninginn hans Neymar 1. júlí 2016 17:00 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Sjá meira
Lagerbäck: Við verðum ekki undir í baráttunni Segir erfitt að finna veikleika í franska liðinu en að andlegur undirbúningur íslenska liðsins verður ekkert vandamál. 1. júlí 2016 20:30
Gott fyrir sjálfstraustið að pakka Sterling saman Birkir Már Sævarsson segir forskotið sem hann hafði á Sterling hafa nýst sér í sigrinum á Englandi. 1. júlí 2016 16:30
Fjórar ástæður fyrir því að 24 liða EM er betra | Ísland eitt besta dæmið Ekki eru allir sammála um gæði 24 liða Evrópumóts en hér eru rökin með breytingunni. 1. júlí 2016 07:00
Treyjurnar ekki komnar til landsins: Fólk beðið um að halda ró sinni Errea átti von á sendingu af íslenskum landsliðstreyjum í dag en ljóst er að þær muni ekki berast í tæka tíð. 1. júlí 2016 11:53