Um 50 þúsund ýtt til hliðar eða fangelsaðir Samúel Karl Ólason skrifar 19. júlí 2016 20:00 Stjórnvöld í Tyrklandi hafa nú ýtt til hliðar eða fangelsað um 50 þúsund manns eftir misheppnaða valdaránið á föstudaginn. Um er að ræða hermenn, lögregluþjóna, dómara, embættismenn og kennara. Spenna hefur stigmagnast í Tyrklandi á síðustu dögum. Minnst 9,322 verða dregnir fyrir dóm vegna meintrar aðildar að valdaránstilrauninni. Þá hefur hreinsunin, sem yfirvöld segja að miðist af því að reka stuðningsmenn Fethullah Gulen, klerks sem er í sjálfsskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, frá opinberum vettvangi. Gulen og stuðningsmenn hans eru sakaðir um að hafa staðið að baki valdaráninu, en Gulen hefur sjálfur neitað því og fordæmt tilraunina. „Við munum draga þá upp með rótunum,“ sagði Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, við þingmenn í dag. Minnst 232 létu lífið í átökum í valdaráninu og um 1.400 særðust. Gulen hefur haldið því fram að Erdogan hafi sjálfur skipulagt valdaránið til þess að geta hert tök sín í Tyrklandi enn fremur.Sjá einnig: Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni vinna stjórnvöld Tyrklands nú að því að fá Gulen framseldan frá Bandaríkjunum. Bandamenn Tyrklands um heim allan hafa fordæmt valdaránstilraunina en hafa sagt að stjórnvöld Tyrklands ættu ekki að fara fram úr sér í hreinsunum og fylgja lýðræðislegum gildum. Utanríkisráðuneyti Tyrklands segir að gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda jafnist á við stuðningsyfirlýsingu við valdaránstilraunina. Þing Tyrklands mun funda á morgun um að taka aftur upp dauðarefsingu. Hún var felld úr lögum árið 2004 vegna tilrauna Tyrklands til að ganga til liðs við Evrópusambandið. Erdogan hefur ítrekað kallað eftir því að þingmenn ræði það að taka dauðarefsinguna aftur upp. Leiðtogar ESB segja að verði dauðarefsing tekin upp aftur í Tyrklandi verði umsókn þeirra úr sögunni. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Stjórnvöld í Tyrklandi hafa nú ýtt til hliðar eða fangelsað um 50 þúsund manns eftir misheppnaða valdaránið á föstudaginn. Um er að ræða hermenn, lögregluþjóna, dómara, embættismenn og kennara. Spenna hefur stigmagnast í Tyrklandi á síðustu dögum. Minnst 9,322 verða dregnir fyrir dóm vegna meintrar aðildar að valdaránstilrauninni. Þá hefur hreinsunin, sem yfirvöld segja að miðist af því að reka stuðningsmenn Fethullah Gulen, klerks sem er í sjálfsskipaðri útlegð í Bandaríkjunum, frá opinberum vettvangi. Gulen og stuðningsmenn hans eru sakaðir um að hafa staðið að baki valdaráninu, en Gulen hefur sjálfur neitað því og fordæmt tilraunina. „Við munum draga þá upp með rótunum,“ sagði Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, við þingmenn í dag. Minnst 232 létu lífið í átökum í valdaráninu og um 1.400 særðust. Gulen hefur haldið því fram að Erdogan hafi sjálfur skipulagt valdaránið til þess að geta hert tök sín í Tyrklandi enn fremur.Sjá einnig: Erdogan að færa Tyrkland í átt til einræðis. Samkvæmt Reuters fréttaveitunni vinna stjórnvöld Tyrklands nú að því að fá Gulen framseldan frá Bandaríkjunum. Bandamenn Tyrklands um heim allan hafa fordæmt valdaránstilraunina en hafa sagt að stjórnvöld Tyrklands ættu ekki að fara fram úr sér í hreinsunum og fylgja lýðræðislegum gildum. Utanríkisráðuneyti Tyrklands segir að gagnrýni á aðgerðir stjórnvalda jafnist á við stuðningsyfirlýsingu við valdaránstilraunina. Þing Tyrklands mun funda á morgun um að taka aftur upp dauðarefsingu. Hún var felld úr lögum árið 2004 vegna tilrauna Tyrklands til að ganga til liðs við Evrópusambandið. Erdogan hefur ítrekað kallað eftir því að þingmenn ræði það að taka dauðarefsinguna aftur upp. Leiðtogar ESB segja að verði dauðarefsing tekin upp aftur í Tyrklandi verði umsókn þeirra úr sögunni.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira