Fótbolti

Ari Freyr orðinn leikmaður Lokeren

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ari Freyr á nýja heimavellinum, Daknamstadion.
Ari Freyr á nýja heimavellinum, Daknamstadion. mynd/heimasíða lokeren
Belgíska liðið Lokeren hefur staðfest kaupin á íslenska landsliðsmanninum Ara Frey Skúlasyni frá OB í Danmörku.

Ari Freyr, sem er 29 ára, skrifaði undir þriggja ára samning við Lokeren.

Þar hittir Ari Frey fyrir félaga sinn í íslenska landsliðinu, Sverri Inga Ingason, sem hefur verið í herbúðum Lokeren frá því í febrúar 2015.

Ara Frey er ætlað að fylla skarð Denis Odoi hjá Lokeren en hann er farinn til enska B-deildarliðsins Fulham.

Ari lék í þrjú ár með OB en hann hefur einnig leikið með Häcken og Sundsvall í Svíþjóð sem og uppeldisfélaginu Val.

Ari lék hverja einustu mínútu með íslenska landsliðinu á EM í Frakklandi og gaf eina stoðsendingu í leikjunum fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×