Svo gæti farið að hollenski kantmaðurinn Arjen Robben missi af byrjun tímabilsins í Þýskalandi vegna meiðsla.
Robben meiddist í æfingaleik Bayern München gegn 5. deildarliðinu Lippstadt á laugardaginn og verður frá í sex vikur.
Robben var oft meiddur á síðasta tímabili en hann lék aðeins 22 leiki með Bayern í öllum keppnum í fyrra.
Robben hefur verið í herbúðum Bayern frá 2009. Á þeim tíma hefur hann fimm sinnum orðið þýskur meistari með liðinu og einu sinni Evrópumeistari.
Bayern mætir Borussia Dortmund í þýska Ofurbikarnum 14. ágúst. Fimm dögum síðar sækir Bayern Carl Zeiss Jena heim í þýsku bikarkeppninni. Fyrsti leikurinn í þýsku deildinni er svo gegn Werder Bremen föstudaginn 26. ágúst.
Robben enn og aftur í vandræðum með meiðsli
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
