Fótbolti

Kári sneri aftur í jafntefli | Ótrúleg endurkoma hjá Hammarby

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Kári í leik með Malmö.
Kári í leik með Malmö. Vísir/Getty
Kári Árnason og Viðar Örn Kjartansson voru báðir í byrjunarliði Malmö í 1-1 jafntefli gegn AIK í dag en Malmö missti því af tækifæri að ná fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Þetta var fyrsti leikur Kára eftir EM og kom hann beint inn í miðja vörn Malmö en Viðar Örn sem hefur heldur betur hitnað undanfarnar vikur byrjaði í fremstu víglínu.

Viðar Örn kom Malmö yfir á upphafsmínútunum með snyrtilegu marki sem sjá má hér en AIK tókst að jafna undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Denni Avdic.

Haukur Heiðar Hauksson kom inn af bekknum hjá AIK stuttu fyrir leikslok en hvorugu liði tókst að bæta við marki og skyldu þau því jöfn.

Ögmundur Kristinsson, Birkir Már Sævarsson og Arnór Smárason voru allir í byrjunarliði Hammarby sem lenti óvænt 0-3 undir í fyrri hálfleik á heimavelli gegn Falkenbergs.

Hammarby tókst að klóra í bakkann með tveimur mörkum á lokamínútum fyrri hálfleiks en Richard Magyar jafnaði metin á 62. mínútu leiksins fyrir Hammarby.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×