Hver verður varaforsetaefni Hillary Clinton? Birgir Örn Steinarsson skrifar 16. júlí 2016 21:35 Það er gífurlega mikilvæg ákvörðun hvern Hillary velur sem varaforsetaefni sitt og gæti skipt sköpum í keppninni um Hvíta húsið. Vísir/Getty Nú þegar Donald Trump hefur kynnt Mike Pence sem varaforsetaefni sitt í komandi kosningum velta margir fyrir sér hverjum Hillary Clinton muni bjóða stöðuna. Búist er við því að hún tilkynni um varaforsetaefni sitt í næstu viku. Haft er eftir fjölda fólks innan demókrataflokksins að fjórir karlmenn og ein kona þykja líklegri en aðrir til þess að hreppa stöðuna.Tim KaineVísir/GettyMikilvægt að sigra í VirginíuFyrstur á lista er Tim Kaine þingmaður Virginia fylkis sem hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttunni fyrir Clinton í sínu fylki. Hann er ötull stuðningsmaður Clinton þegar kemur að heilsumálum. Virginia fylki er eitt af fjólubláu fylkjunum svokölluðu en það eru þau fylki sem mjótt er á mununum á milli demókrataflokksins og repúblikana flokksins. Það gæti því verið mjög hagstætt fyrir Clinton að varaforsetaefni hennar komi þaðan. Kaine er kaþólskur og talar reiprennandi spænsku.Sherrod Brown.Vísir/GettyÞingsæti í hættuNæstur er Sherrod Brown þingmaður Ohio sem er annað fylki þar sem mjótt er á mununum. Talið er að baráttan gæti orðið hörð þar og því gæti það einnig verið heppilegt fyrir Clinton að hafa hann um borð í skútunni. Það spilar á móti honum að ef hann verður varaforseti þá þarf hann að hætta á þingi. Næstur inn þar er repúblikani sem þýðir að staða demókrataflokksins yrði veikari fyrir vikið. Einnig var hann mótfallinn NAFTA viðskiptasamningnum á sínum tíma sem Clinton studdi.Cory Booker.Vísir/GettyFyrrum borgarstjóri Newark er líklegurCory Booker er einn þeirra sem þykir líklegur en hann er þingmaður New Jersey og fyrrum borgarstjóri Newark. Hann þykir höfða vel til yngri kjósenda sem og þeldökkra. Hann þykir góður ræðumaður og kemur iðullega vel fyrir í fjölmiðlum. Honum hefur verið líkt við sjálfan Obama þegar kemur að rökræðum og hefur alla tíð notið mikils trausts á meðal fólksins.Tom Vilsac landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna.Vísir/GettyReynsluboltinnTom Vilsac núverandi landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna hefur einnig verið orðaður sem varaforsetaefni flokksins. Hann býr yfir mikilli reynslu af stjórnsýslunni og þyrfti því ekki mikinn aðlögunartíma í starfi. Clinton er sögð bera mikið traust til hans enda hefur hann alla tíð sýnt henni mikinn stuðning. Talað er um hann sem öruggasta valkostinn en líklegt þykir að hann verði aðeins fyrir valinu ef aðrir kostir bregðast.Elisabeth Warren.Vísir/GettyHörð í horn að taka og full af eldmóðiEina konan á listanum er Elisabeth Warren. Hún er þingmaður Massachusetts og er staðráðinn í því að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að sigra Donald Trump. Hún þykir mjög hörð á stefnumálum sínum og er Hillary sögð dást af eldmóði hennar. Af sama skapi er hún sögð of fljótfær til þess að tjá sig um einstaka mál. Af þeim sökum er nú talin vera ólíklegasti kosturinn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Nú þegar Donald Trump hefur kynnt Mike Pence sem varaforsetaefni sitt í komandi kosningum velta margir fyrir sér hverjum Hillary Clinton muni bjóða stöðuna. Búist er við því að hún tilkynni um varaforsetaefni sitt í næstu viku. Haft er eftir fjölda fólks innan demókrataflokksins að fjórir karlmenn og ein kona þykja líklegri en aðrir til þess að hreppa stöðuna.Tim KaineVísir/GettyMikilvægt að sigra í VirginíuFyrstur á lista er Tim Kaine þingmaður Virginia fylkis sem hefur tekið virkan þátt í kosningabaráttunni fyrir Clinton í sínu fylki. Hann er ötull stuðningsmaður Clinton þegar kemur að heilsumálum. Virginia fylki er eitt af fjólubláu fylkjunum svokölluðu en það eru þau fylki sem mjótt er á mununum á milli demókrataflokksins og repúblikana flokksins. Það gæti því verið mjög hagstætt fyrir Clinton að varaforsetaefni hennar komi þaðan. Kaine er kaþólskur og talar reiprennandi spænsku.Sherrod Brown.Vísir/GettyÞingsæti í hættuNæstur er Sherrod Brown þingmaður Ohio sem er annað fylki þar sem mjótt er á mununum. Talið er að baráttan gæti orðið hörð þar og því gæti það einnig verið heppilegt fyrir Clinton að hafa hann um borð í skútunni. Það spilar á móti honum að ef hann verður varaforseti þá þarf hann að hætta á þingi. Næstur inn þar er repúblikani sem þýðir að staða demókrataflokksins yrði veikari fyrir vikið. Einnig var hann mótfallinn NAFTA viðskiptasamningnum á sínum tíma sem Clinton studdi.Cory Booker.Vísir/GettyFyrrum borgarstjóri Newark er líklegurCory Booker er einn þeirra sem þykir líklegur en hann er þingmaður New Jersey og fyrrum borgarstjóri Newark. Hann þykir höfða vel til yngri kjósenda sem og þeldökkra. Hann þykir góður ræðumaður og kemur iðullega vel fyrir í fjölmiðlum. Honum hefur verið líkt við sjálfan Obama þegar kemur að rökræðum og hefur alla tíð notið mikils trausts á meðal fólksins.Tom Vilsac landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna.Vísir/GettyReynsluboltinnTom Vilsac núverandi landbúnaðarráðherra Bandaríkjanna hefur einnig verið orðaður sem varaforsetaefni flokksins. Hann býr yfir mikilli reynslu af stjórnsýslunni og þyrfti því ekki mikinn aðlögunartíma í starfi. Clinton er sögð bera mikið traust til hans enda hefur hann alla tíð sýnt henni mikinn stuðning. Talað er um hann sem öruggasta valkostinn en líklegt þykir að hann verði aðeins fyrir valinu ef aðrir kostir bregðast.Elisabeth Warren.Vísir/GettyHörð í horn að taka og full af eldmóðiEina konan á listanum er Elisabeth Warren. Hún er þingmaður Massachusetts og er staðráðinn í því að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að sigra Donald Trump. Hún þykir mjög hörð á stefnumálum sínum og er Hillary sögð dást af eldmóði hennar. Af sama skapi er hún sögð of fljótfær til þess að tjá sig um einstaka mál. Af þeim sökum er nú talin vera ólíklegasti kosturinn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12 Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00 Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Trump staðfestir að Mike Pence verður varaforsetaefni Staðfesti á Twitter í dag en heldur blaðamannafund á morgun. 15. júlí 2016 15:12
Tölvupóstar Clinton enn til trafala FBI hefur sagt nokkra þeirra tölvupósta sem hún skilaði inn innihalda leyniskjöl. Slík meðhöndlun leyniskjala er ólögleg í Bandaríkjunum. 14. júlí 2016 07:00
Sanders veitir Clinton stuðning sinn Vill gera allt til að koma í veg fyrir að Donald Trump verði forseti. 12. júlí 2016 16:00