Fótbolti

Sex Íslendingar komu við sögu í jafntefli Rosenborg og Alesund

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Matthías í leik með Rosenborg.
Matthías í leik með Rosenborg. Vísir/getty
Alls komu sex íslenskir leikmenn við sögu í 1-1 jafntefli Rosenborg og Alesund í dag á heimavelli Alesund en heimamenn náðu að stela stigi á lokamínútum leiksins gegn tíu leikmönnum Rosenborg.

Guðmundur Þórarinsson og Matthías Vilhjálmsson voru í byrjunarliði Rosenborg en norsku meistararnir komust yfir á 2. mínútu leiksins með marki frá Elbasan Rashani.

Anders Konradsen, miðjumaður Rosenborg, fékk sitt annað gula spjald á 77. mínútu og léku Rosenborg manni færri síðustu mínúturnar en Hólmari Erni Eyjólfssyni var skipt inná stuttu síðar.

Varnarmaðurinn Edvard Skagestad náði að bjarga stigi á 91. mínútu fyrir Alesund en með stiginu lyfti Alesund sér upp í 14. sæti.

Adam Örn Arnarson, Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson léku allan leikinn í herbúðum Alesund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×