Enski boltinn

Framherji West Ham neitar að mæta í æfingarferð liðsins

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sakho í leik með West Ham á síðasta tímabili.
Sakho í leik með West Ham á síðasta tímabili. Vísir/Getty
Diafra Sakho, framherji West Ham, hefur tilkynnt forráðamönnum liðsins að hann ætli ekki að ferðast til Austurríki þar sem liðið er með æfingarbúðir fyrir tímabilið sem hefst í næsta mánuði.

West Ham er að leitast að öflugum framherja fyrir næsta tímabil og hefur félagið þegar lagt fram tilboð í Carlos Bacca og Michy Batshuayi ásamt því að vera orðaðir við Christian Benteke og Alexandre Lacazette.

Þjálfarateymi liðsins hefur gefið grænt ljós á að það megi selja annaðhvort Sakho eða Valencia en eru ekki tilbúnir að samþykkja tilboð í þá báða þar til þeir finna framherja í þeirra stað.

Sunderland hefur lagt fram tilboð í Sakho en vitað er af áhuga liða á honum frá Englandi, Þýskalandi og Ítalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×