Enski boltinn

Mahrez hafnar nýjum samning og vill yfirgefa Leicester

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Mahrez var lykilleikmaður er Leicester vann enska titilinn óvænt.
Mahrez var lykilleikmaður er Leicester vann enska titilinn óvænt. Vísir/Getty
Riyad Mahrez, einn besti leikmaður Leicester er liðið hampaði óvænt enska meistaratitlinum á síðasta tímabili, vill yfirgefa félagið og mun hafna samningnum sem félagið býður honum á næstu dögum.

Þetta kemur fram í enskum miðlum í dag en Mahrez sem var valinn besti leikmaður tímabilsins í fyrra af leikmönnum er eftirsóttur af öllum stærstu klúbbum Evrópu.

Mahrez á þrjú ár eftir af samning sínum sem hann skrifaði undir síðasta sumar en hann hefur beðið umboðsmenn sína um að finna fyrir sig nýtt félag í sumar þrátt fyrir að Leicester hafi ætlað að þrefalda launin hans eftir frábært tímabil.

Er þetta annað áfall fyrir Leicester-menn en í gær bárust fréttir um að franski landsliðsmaðurinn N’Golo Kanté væri á förum frá félaginu eftir að samþykkt var tilboð frá Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×