Forsætisráðherra Tyrklands segir þjóðina hafa brugðist hetjulega við í gær Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 16. júlí 2016 10:14 Binali Yildrim, forsætisráðherra Tyrklands, þakkaði þjóðinni. Vísir/Getty Binali Yildrim, forsætisráðherra Tyrklands, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagði að núverandi stjórnvöld hefðu náð fullri stjórn á ástandinu og að enn væri verið að handtaka grunaða. Nú þegar hafa yfir fimmtán hundruð verið handteknir. Yildrim segir að þeim sem stóðu að tilraun til valdaráns í landinu í gærkvöldi verði refsað. Um 190 eru látnir, þar af 104 uppreisnarmenn.Sjá hér: Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Dauðarefsingin hefur ekki verið lögleg í Tyrklandi síðan árið 2002 en nú hafa umræður um að innleiða dauðarefsingu aftur í lög til þess að geta tekið af lífi þá sem stóðu að tilrauninni gert vart við sig. Fjölmargir hafa birt tíst á Twitter með myllumerkinu #Idamistiyorum eða #égvildauðarefsinguna.#Idamistiyorum Tweets Yildrim forsætisráðherra sagði valdaránstilraunina svartan blett á lýðræðissögu Tyrklands. Hann fagnaði þó borgurum landsins sem þustu út á göturnar til stuðnings sitjandi forseta. Fólk þusti út á götur eftir að Erdogan ávarpaði þjóð sína í gegnum Facetime.vísir/gettyRecep Tayyip Erdogan, núverandi forseti landsins og jafnframt sá fyrsti sem er lýðræðislega kjörinn, ávarpaði þjóð sína í nótt í gegnum snjallsíma en hann var í fríi á Marmaris þegar aðgerðir uppreisnarmanna hófust. Hann fordæmdi aðgerðirnar og hvatti þjóðina til þess að fjölmenna á götum úti og stöðva uppreisnina. Yildrim sagði þjóðina hafa brugðist hetjulega við bóninni til stuðnings lýðræðinu. Hann hvatti fólk til þess að halda út á göturnar að nýju í dag og kvöld. „Allir ættu að skilja það nú að enginn getur krukkað í vilja fólksins þökk sé þessum borgurum. Það verður aldrei hægt að yfirbuga styrk og vilja fólksins okkar,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við að þjóðin hefði sýnt mikinn styrk. Tyrkneska þingið mun hittast í dag til þess að ræða uppreisnina. Tengdar fréttir „Herinn er eitt sterkasta aflið í Tyrklandi“ Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í Vísi erfitt að fullyrða hvað væri að gerast í Tyrklandi enda atburðarásin enn að skýrast. 16. júlí 2016 00:03 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 1563 starfsmenn hersins handteknir í Tyrklandi 190 létust samtals í átökunum í gær og nótt eftir að tilraun var gerð til valdaráns í Tyrklandi. 16. júlí 2016 09:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
Binali Yildrim, forsætisráðherra Tyrklands, ávarpaði þjóð sína í morgun. Hann sagði að núverandi stjórnvöld hefðu náð fullri stjórn á ástandinu og að enn væri verið að handtaka grunaða. Nú þegar hafa yfir fimmtán hundruð verið handteknir. Yildrim segir að þeim sem stóðu að tilraun til valdaráns í landinu í gærkvöldi verði refsað. Um 190 eru látnir, þar af 104 uppreisnarmenn.Sjá hér: Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Dauðarefsingin hefur ekki verið lögleg í Tyrklandi síðan árið 2002 en nú hafa umræður um að innleiða dauðarefsingu aftur í lög til þess að geta tekið af lífi þá sem stóðu að tilrauninni gert vart við sig. Fjölmargir hafa birt tíst á Twitter með myllumerkinu #Idamistiyorum eða #égvildauðarefsinguna.#Idamistiyorum Tweets Yildrim forsætisráðherra sagði valdaránstilraunina svartan blett á lýðræðissögu Tyrklands. Hann fagnaði þó borgurum landsins sem þustu út á göturnar til stuðnings sitjandi forseta. Fólk þusti út á götur eftir að Erdogan ávarpaði þjóð sína í gegnum Facetime.vísir/gettyRecep Tayyip Erdogan, núverandi forseti landsins og jafnframt sá fyrsti sem er lýðræðislega kjörinn, ávarpaði þjóð sína í nótt í gegnum snjallsíma en hann var í fríi á Marmaris þegar aðgerðir uppreisnarmanna hófust. Hann fordæmdi aðgerðirnar og hvatti þjóðina til þess að fjölmenna á götum úti og stöðva uppreisnina. Yildrim sagði þjóðina hafa brugðist hetjulega við bóninni til stuðnings lýðræðinu. Hann hvatti fólk til þess að halda út á göturnar að nýju í dag og kvöld. „Allir ættu að skilja það nú að enginn getur krukkað í vilja fólksins þökk sé þessum borgurum. Það verður aldrei hægt að yfirbuga styrk og vilja fólksins okkar,“ sagði forsætisráðherrann og bætti við að þjóðin hefði sýnt mikinn styrk. Tyrkneska þingið mun hittast í dag til þess að ræða uppreisnina.
Tengdar fréttir „Herinn er eitt sterkasta aflið í Tyrklandi“ Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í Vísi erfitt að fullyrða hvað væri að gerast í Tyrklandi enda atburðarásin enn að skýrast. 16. júlí 2016 00:03 Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32 1563 starfsmenn hersins handteknir í Tyrklandi 190 létust samtals í átökunum í gær og nótt eftir að tilraun var gerð til valdaráns í Tyrklandi. 16. júlí 2016 09:35 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Fleiri fréttir Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Sjá meira
„Herinn er eitt sterkasta aflið í Tyrklandi“ Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í Vísi erfitt að fullyrða hvað væri að gerast í Tyrklandi enda atburðarásin enn að skýrast. 16. júlí 2016 00:03
Hvers vegna réðst herinn til atlögu og hvað klikkaði? Örskýring á sterum um það hvernig Facetime kom í veg fyrir valdarán. 16. júlí 2016 02:32
1563 starfsmenn hersins handteknir í Tyrklandi 190 létust samtals í átökunum í gær og nótt eftir að tilraun var gerð til valdaráns í Tyrklandi. 16. júlí 2016 09:35