Enski boltinn

Klopp: Getum tekið Ísland okkur til fyrirmyndar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Klopp er að fara inn í sitt fyrsta heila tímabil sem stjóri Liverpool.
Klopp er að fara inn í sitt fyrsta heila tímabil sem stjóri Liverpool. vísir/getty
Jürgen Klopp segir að Liverpool geti tekið lið eins og Ísland sér til fyrirmyndar.

Þjóðverjinn segir að liðsheildin sem lið eins og það íslenska, velska og portúgalska sýndu á EM í Frakklandi hafi verið til eftirbreytni.

„Þú þarft ekki annað en að horfa á Evrópumótið til að sjá að það er hægt að fara mismunandi leiðir til að ná árangri í fótbolta,“ sagði Klopp.

„Þar sáum við frábær dæmi um það sem fótboltinn snýst um, að byggja upp lið og mynda tengsl við stuðningsmennina og alla þjóðina. Frammistaða Íslands og Wales sýndi hvernig er hægt að árangri,“ bætti Klopp við.

Þrátt fyrir að Liverpool hafi endað í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili segir Klopp enga ástæðu til að ráðast í róttækar breytingar á liðinu.

„Þetta er ekki rétti tíminn til að breyta öllu liðinu. Það er engin ástæða til þess. Í sumum leikjanna í fyrra, sérstaklega í Evrópudeildinni, sýndum við að við gætum, með nokkrum nýjum andlitum, orðið mjög sterkt lið,“ sagði Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×