Laun hækkuðu um 80% á áratug Sæunn Gísladóttir skrifar 14. júlí 2016 14:48 Verkafólk hækkaði umtalsvert umfram aðrar starfsstéttir í öllum atvinnugreinum á almennum vinnumarkaði á tímabilinu 2006-2015. Vísir/Vilhelm Frá 2006 til 2015 hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 79,6 prósent. Launaþróunin var hnífjöfn á almennum markaði og hjá ríkinu og hjá sveitarfélögum. Laun kvenna hækkuðu meira en karla á tímabilinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Í kjölfar kjarasamninga. Skýrslan er samstarfsverkefni þeirra heildarsamtaka á vinnumarkaði sem aðild eiga að Salek. Niðurstöður skýrslunnar byggja á sérvinnslu úr gagnasafni Hagstofunnar samkvæmt beiðni Salek. Samkvæmt opinberum upplýsingum Hagstofunnar hækkuðu laun á almennum markaði um 6,7 prósent að jafnaði að ári. Á tímabilinu 2006 til 2015 hækkuðu laun um 78,3 prósent hjá ríkinu og um 78,6 prósent hjá sveitarfélögunum. Milli nóvember 2014 og nóvember 2015 hækkuðu laun félagsmanna aðildarfélaga ASÍ á almennum markaði að meðaltali um 8,8 prósent og 7,1 prósent hjá félagsmönnum aðildarfélaga ASÍ sem starfa hjá ríkinu. Félagsmanna aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu hækkuðu að meðaltali um 10,8 prósent á árinu og félagsmenn aðildarfélaga BSRB hjá ríkinu hækkuðu um 8,2 prósent. Laun framhaldsskólakennara hækkuðu langmest allra starfsstétta bæði árin 2014 og 2015, eða um 15,9 prósent fyrra árið og 18,1 prósent hið síðara. Laun þeirra hækkuðu um 100 prósent frá nóvember 2006 samanborið við 78 prósent hækkun á almennum vinnumarkaði. Rekja má skýringar á hækkun launa framhaldsskólakennara mfram aðra hópa til breytts vinnumats í kjarasamningi þeirra og tímabundinnar tengingar við launaþróun BHM-félaga. Fram kemur í skýrslunni að launamunur kynjanna hefur minnkað töluvert á tímabilinu. Í heildarsamtökum og samningssviðum hafa laun kvenna hækkað meira en karla á tímabilinu 2006 til 2015. Regluleg laun (án yfirvinnu) voru hæst hjá félagsmönnum BHM, að meðaltali 552 þúsund krónur á mánuði, þar á eftir framhaldsskólakennarar, 542 þúsund krónur, en meðaltal reglulegra laun á almennum vinnumarkaði var 428 þúsund krónur. Ef skoðuð er launaþróun eftir starfsstéttum og atvinnugreinum kemur fram að verkafólk hækkaði umtalsvert umfram aðrar starfsstéttir í öllum atvinnugreinum á almennum vinnumarkaði á tímabilinu 2006-2015. Í iðnaði hækkaði verkefólk um 93 prósent samanborið við 60 prósent hækkun stjórnenda sem hækkuðu minnst. Stjórnendur hækkuðu einnig minna en aðrar starfsstéttir hjá ríki og sveitarfélögum. Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira
Frá 2006 til 2015 hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 79,6 prósent. Launaþróunin var hnífjöfn á almennum markaði og hjá ríkinu og hjá sveitarfélögum. Laun kvenna hækkuðu meira en karla á tímabilinu. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Í kjölfar kjarasamninga. Skýrslan er samstarfsverkefni þeirra heildarsamtaka á vinnumarkaði sem aðild eiga að Salek. Niðurstöður skýrslunnar byggja á sérvinnslu úr gagnasafni Hagstofunnar samkvæmt beiðni Salek. Samkvæmt opinberum upplýsingum Hagstofunnar hækkuðu laun á almennum markaði um 6,7 prósent að jafnaði að ári. Á tímabilinu 2006 til 2015 hækkuðu laun um 78,3 prósent hjá ríkinu og um 78,6 prósent hjá sveitarfélögunum. Milli nóvember 2014 og nóvember 2015 hækkuðu laun félagsmanna aðildarfélaga ASÍ á almennum markaði að meðaltali um 8,8 prósent og 7,1 prósent hjá félagsmönnum aðildarfélaga ASÍ sem starfa hjá ríkinu. Félagsmanna aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu hækkuðu að meðaltali um 10,8 prósent á árinu og félagsmenn aðildarfélaga BSRB hjá ríkinu hækkuðu um 8,2 prósent. Laun framhaldsskólakennara hækkuðu langmest allra starfsstétta bæði árin 2014 og 2015, eða um 15,9 prósent fyrra árið og 18,1 prósent hið síðara. Laun þeirra hækkuðu um 100 prósent frá nóvember 2006 samanborið við 78 prósent hækkun á almennum vinnumarkaði. Rekja má skýringar á hækkun launa framhaldsskólakennara mfram aðra hópa til breytts vinnumats í kjarasamningi þeirra og tímabundinnar tengingar við launaþróun BHM-félaga. Fram kemur í skýrslunni að launamunur kynjanna hefur minnkað töluvert á tímabilinu. Í heildarsamtökum og samningssviðum hafa laun kvenna hækkað meira en karla á tímabilinu 2006 til 2015. Regluleg laun (án yfirvinnu) voru hæst hjá félagsmönnum BHM, að meðaltali 552 þúsund krónur á mánuði, þar á eftir framhaldsskólakennarar, 542 þúsund krónur, en meðaltal reglulegra laun á almennum vinnumarkaði var 428 þúsund krónur. Ef skoðuð er launaþróun eftir starfsstéttum og atvinnugreinum kemur fram að verkafólk hækkaði umtalsvert umfram aðrar starfsstéttir í öllum atvinnugreinum á almennum vinnumarkaði á tímabilinu 2006-2015. Í iðnaði hækkaði verkefólk um 93 prósent samanborið við 60 prósent hækkun stjórnenda sem hækkuðu minnst. Stjórnendur hækkuðu einnig minna en aðrar starfsstéttir hjá ríki og sveitarfélögum.
Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Sjá meira