Enski boltinn

Conte til ensku blaðamannanna: Þið verðið að finna gott nafn fyrir mig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Conte.
Antonio Conte. Vísir/EPA
Antonio Conte, nýr knattspyrnustjóri Chelsea, hitti ensku pressuna í fyrsta sinn í dag þegar haldin var blaðamannafundur á Stamford Bridge.

Antonio Conte hætti með ítalska landsliðið eftir EM og snýr nú aftur í félagsliðafótboltann þar sem hann gerði svo góða hluti með Juventus á árum áður.

Antonio Conte kom mjög vel fyrir á blaðamannafundinum og svaraði vel fyrir sig. Ensku blaðamannamennirnir fengu því nóg af efni til að vinna úr en líka verefni frá ítalska knattspyrnustjóranum.

Hann setti það nefnilega í hendur ensku pressunnar að finna gott gælunafn fyrir sig.

„Ég er ekki góður í að finna nafn fyrir sjálfan mig. Ég vona að á þessu tímabili get ég gefið ykkur tækifæri til að koma með nafn fyrir mig. Þá meina ég gott nafn ekki eitthvað lélegt," sagði Antonio Conte brosandi.

José Mourinho kallaði sig „The special one" eða „Hinn sérstaki" þegar hann tók við Celsea sumarið 2004 og Jürgen Klopp lagði til að hann yrði kallaðir „The normal one" eða „Hinn venjulegi" þegar hann tók við liði Liverpool.

Kannski verður Antonio Conte vara kallaður „Klæðskerinn" en hann líkti starfi knattspyrnustjórans við starf klæðskera sem er að búa til kjól.

Antonio Conte segist setja miklar kröfur á sína leikmenn um að þeir vinni vel fyrir liðið og hann lofar því einnig að taka vel þátt í leikjunum því hann er með sínum mönnum í gegnum súrt og sætt.

Conte er þekktur fyrir að sína mikil tilþrif á hliðarlínunni og þurfti meðal annars aðstoð sjúkraþjálfara ítalska landsliðsins eftir að hann meiddist við það að fagna einu marka liðsins á EM.

Antonio Conte.Vísir/EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×