Enski boltinn

Hörður orðinn leikmaður Bristol

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bristol City hefur staðfest kaup á landsliðsmanninum Herði Björgvini Magnússyni frá Juventus. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Hörður skrifaði undir þriggja ára samning við Bristol sem leikur í ensku B-deildinni.

Hörður, sem er 23 ára, hefur leikið sem lánsmaður með Cesena undanfarin tvö tímabil. Hörður var einnig um tíma á láni hjá Spezia en hann hefur alls leikið 59 leiki í efstu og næstefstu deild á Ítalíu.

Hörður, sem er uppalinn hjá Fram, var í 23 manna hópi Íslands á EM í Frakklandi en kom ekkert við sögu. Hann hefur leikið fimm A-landsleiki auk fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands.


Tengdar fréttir

Hörður Björgvin til Bristol

Hörður Björgvin Magnússon er á leið í ensku B-deildina í knattspyrnu, en hann mun ganga í raðir Bristol City í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×