Lægri tollar – fleiri kostir neytenda Ólafur Stephensen skrifar 13. júlí 2016 11:11 Margir neytendur hafa undanfarna daga ákveðið að beina viðskiptum sínum til keppinauta Mjólkursamsölunnar, eftir að Samkeppniseftirlitið ákvað að sekta MS um tæplega hálfan milljarð vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni. Keppinautar MS á innanlandsmarkaði eru fáir og smáir. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er dregin upp mynd af markaði þar sem MS og Kaupfélag Skagfirðinga eru í sameiningu í nánast algjörri einokunarstöðu og ráða því sem þeim sýnist. Margar tegundir mjólkurvöru á Íslandi eru eingöngu framleiddar af MS og tengdum fyrirtækjum og kostir neytenda eru því takmarkaðir.Allir kaupa hrámjólk af MS Forstjóri MS benti líka á í viðtali á Bylgjunni 11. júlí að það væri ekki stórt áhyggjuefni þótt neytendur beindu viðskiptum sínum til minni keppinauta MS í vinnslu mjólkurvara. Þeir kaupa nefnilega allir hrámjólk af MS, sem er eini seljandi hennar á Íslandi. Keppinautarnir eiga ekki val um hvar þeir kaupa hráefnið og þótt neytendur beini viðskiptum sínum til þeirra fær MS alltaf nokkuð fyrir sinn snúð. Þetta er óheilbrigt kerfi, sem ástæða er til að vinda ofan af. Samkeppni á að ríkja í mjólkuriðnaði eins og öðrum atvinnugreinum á Íslandi og samkeppnislög eiga að gilda fullum fetum um greinina eins og aðrar. Samkeppniseftirlitið hefur áður lagt til að MS yrði skipt upp í smærri fyrirtæki. Félag atvinnurekenda hefur tekið undir það og sagt að nú séum við að nálgast þann tímapunkt að ástæða sé fyrir samkeppnisyfirvöld að beita þeim lagaheimildum sem þau hafa til að brjóta upp einokunarrisann.Skjótvirkasta leiðinSlíkt ferli tekur hins vegar tíma. Skjótvirkasta leiðin til að fjölga kostum neytenda er að lækka tolla á innfluttum mjólkurvörum þannig að þær verði samkeppnishæfar við innlenda framleiðslu. Þetta hafa margir lagt til; síðast Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í skýrslu sem unnin var fyrir landbúnaðarráðherra um mjólkuriðnaðinn. Til þessa hafa stjórnmálamennirnir ekki hlustað. Í búvörusamningum, sem Alþingi á eftir að taka afstöðu til, er þannig ákvæði um að það eigi að hækka tollana á innfluttum mjólkurvörum og styrkja þannig enn einokunarstöðu MS. Alþingi á að sjálfsögðu að hafna slíkum samningum og ákveða þess í stað að lækka tollana og fjölga þannig valkostum neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Margir neytendur hafa undanfarna daga ákveðið að beina viðskiptum sínum til keppinauta Mjólkursamsölunnar, eftir að Samkeppniseftirlitið ákvað að sekta MS um tæplega hálfan milljarð vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu sinni. Keppinautar MS á innanlandsmarkaði eru fáir og smáir. Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins er dregin upp mynd af markaði þar sem MS og Kaupfélag Skagfirðinga eru í sameiningu í nánast algjörri einokunarstöðu og ráða því sem þeim sýnist. Margar tegundir mjólkurvöru á Íslandi eru eingöngu framleiddar af MS og tengdum fyrirtækjum og kostir neytenda eru því takmarkaðir.Allir kaupa hrámjólk af MS Forstjóri MS benti líka á í viðtali á Bylgjunni 11. júlí að það væri ekki stórt áhyggjuefni þótt neytendur beindu viðskiptum sínum til minni keppinauta MS í vinnslu mjólkurvara. Þeir kaupa nefnilega allir hrámjólk af MS, sem er eini seljandi hennar á Íslandi. Keppinautarnir eiga ekki val um hvar þeir kaupa hráefnið og þótt neytendur beini viðskiptum sínum til þeirra fær MS alltaf nokkuð fyrir sinn snúð. Þetta er óheilbrigt kerfi, sem ástæða er til að vinda ofan af. Samkeppni á að ríkja í mjólkuriðnaði eins og öðrum atvinnugreinum á Íslandi og samkeppnislög eiga að gilda fullum fetum um greinina eins og aðrar. Samkeppniseftirlitið hefur áður lagt til að MS yrði skipt upp í smærri fyrirtæki. Félag atvinnurekenda hefur tekið undir það og sagt að nú séum við að nálgast þann tímapunkt að ástæða sé fyrir samkeppnisyfirvöld að beita þeim lagaheimildum sem þau hafa til að brjóta upp einokunarrisann.Skjótvirkasta leiðinSlíkt ferli tekur hins vegar tíma. Skjótvirkasta leiðin til að fjölga kostum neytenda er að lækka tolla á innfluttum mjólkurvörum þannig að þær verði samkeppnishæfar við innlenda framleiðslu. Þetta hafa margir lagt til; síðast Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í skýrslu sem unnin var fyrir landbúnaðarráðherra um mjólkuriðnaðinn. Til þessa hafa stjórnmálamennirnir ekki hlustað. Í búvörusamningum, sem Alþingi á eftir að taka afstöðu til, er þannig ákvæði um að það eigi að hækka tollana á innfluttum mjólkurvörum og styrkja þannig enn einokunarstöðu MS. Alþingi á að sjálfsögðu að hafna slíkum samningum og ákveða þess í stað að lækka tollana og fjölga þannig valkostum neytenda.
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun