EM sumargleði Halldóra Matthíasdóttir skrifar 13. júlí 2016 11:00 Það er létt yfir landanum. Gott gengi strákanna okkar á EM hafði mjög jákvæð áhrif á andlega heilsu þjóðarinnar og við gleðjumst enn fremur yfir góðu gengi kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu. Stelpurnar okkar eru nú í 16. sæti á styrkleikalista FIFA og fóru upp um fjögur sæti eftir sigra á Skotlandi og Makedóníu í undankeppni EM en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi á næsta ári. Landslið kvenna er í 9. ?sæti í röð Evrópuþjóða. Keppendur okkar á EM í frjálsum íþróttum tóku við keflinu af fótboltastrákunum. Þær Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir komust báðar í úrslit í sínum keppnisgreinum og enduðu báðar 8. sæti og Arna Stefanía Guðmundsdóttir í undanúrslit og endaði í 18. sæti á EM sem er frábær árangur. Enn gleðst landinn. Samkennd þjóðarinnar og hæfileikinn til að fagna einlæglega og gleðjast hefur vakið jafnmikla ef ekki meiri athygli en árangurinn í EM-keppninni sjálfri. Erlendir fréttamiðlar og netheimar keppast um að birta samantektir af íþróttaafrekinu á EM og fögnuði Íslendinga, sérstaklega víkingaklappinu. Svo merkileg er öll þessi samstaða og tjáning landans að mannfræðingar um víða veröld hafa fundið sér nýtt rannsóknarefni sem er samstaða og hamingja lítillar þjóðar í ljósi íþróttaafreka. Það er mikilvægt að fagna góðum árangri hvort sem er í íþróttum eða viðskiptum og það höfum við, íslenska þjóðin, klárlega gert þannig að eftir því hefur verið tekið um allan heim. Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson fóru af stað með það markmið að komast alla leið á EM og blésu eldmóði í landsliðið. Sama hefur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, gert og frjálsíþróttafólkið okkar setur sér stöðugt ný markmið að stefna að með frábærum árangri. Þessi frábæri árangur á EM bæði í knattspyrnu og frjálsum íþróttum hvetur fólk áfram, eflir nýliðun í íþróttagreinunum og er mikil vítamínsprauta fyrir komandi verkefni. Strákarnir okkar þakka áhorfendum og allri hvatningunni að heiman. Við hjá Íslandsbanka þökkum á sama hátt viðskiptavinum okkar fyrir óskir um gott gengi. Án þeirra, án frábærrar samvinnu undanfarin ár og samstöðu, hefðum við ekki náð markmiðum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það er létt yfir landanum. Gott gengi strákanna okkar á EM hafði mjög jákvæð áhrif á andlega heilsu þjóðarinnar og við gleðjumst enn fremur yfir góðu gengi kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu. Stelpurnar okkar eru nú í 16. sæti á styrkleikalista FIFA og fóru upp um fjögur sæti eftir sigra á Skotlandi og Makedóníu í undankeppni EM en úrslitakeppnin fer fram í Hollandi á næsta ári. Landslið kvenna er í 9. ?sæti í röð Evrópuþjóða. Keppendur okkar á EM í frjálsum íþróttum tóku við keflinu af fótboltastrákunum. Þær Aníta Hinriksdóttir og Ásdís Hjálmsdóttir komust báðar í úrslit í sínum keppnisgreinum og enduðu báðar 8. sæti og Arna Stefanía Guðmundsdóttir í undanúrslit og endaði í 18. sæti á EM sem er frábær árangur. Enn gleðst landinn. Samkennd þjóðarinnar og hæfileikinn til að fagna einlæglega og gleðjast hefur vakið jafnmikla ef ekki meiri athygli en árangurinn í EM-keppninni sjálfri. Erlendir fréttamiðlar og netheimar keppast um að birta samantektir af íþróttaafrekinu á EM og fögnuði Íslendinga, sérstaklega víkingaklappinu. Svo merkileg er öll þessi samstaða og tjáning landans að mannfræðingar um víða veröld hafa fundið sér nýtt rannsóknarefni sem er samstaða og hamingja lítillar þjóðar í ljósi íþróttaafreka. Það er mikilvægt að fagna góðum árangri hvort sem er í íþróttum eða viðskiptum og það höfum við, íslenska þjóðin, klárlega gert þannig að eftir því hefur verið tekið um allan heim. Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson fóru af stað með það markmið að komast alla leið á EM og blésu eldmóði í landsliðið. Sama hefur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, gert og frjálsíþróttafólkið okkar setur sér stöðugt ný markmið að stefna að með frábærum árangri. Þessi frábæri árangur á EM bæði í knattspyrnu og frjálsum íþróttum hvetur fólk áfram, eflir nýliðun í íþróttagreinunum og er mikil vítamínsprauta fyrir komandi verkefni. Strákarnir okkar þakka áhorfendum og allri hvatningunni að heiman. Við hjá Íslandsbanka þökkum á sama hátt viðskiptavinum okkar fyrir óskir um gott gengi. Án þeirra, án frábærrar samvinnu undanfarin ár og samstöðu, hefðum við ekki náð markmiðum okkar.
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun