Kirkjugrið og lög Guðs og manna Þórir Stephensen skrifar 13. júlí 2016 07:00 Atburðir nýlegir í Laugarneskirkju hafa vakið upp minningu um kirkjugrið. Þau voru staðreynd á miðöldum. Þá giltu þau ekki aðeins innan kirkjuveggja í Laugarnesi, heldur einnig 40 skref út frá kirkjunni öllum megin. Á svipuðum tíma gilti það einnig, að væru Guðs lög og manna ekki sammála, skyldu Guðs lög ráða. Allt er þetta liðin tíð, en ágætt að þetta skyldi koma upp nú á tímum mikillar gerjunar fjölmenningarinnar, sem við hljótum að reyna að laga okkur að. Af þessu þarf að draga lærdóm. Það fyrsta sem blasir við, þegar kirkjan andæfir yfirvöldum, er að hún er ekki ríkiskirkja. Hún hefur sinn grundvöll, hún hefur sinn boðskap og ótvíræða köllun, sem hún þarf ekkert að bera undir ríkisvaldið og gerir ekki eins og umræddir atburðir sýna. Hún hlýtur að standa með kærleikanum, fyrir lítilmagnann, reynandi að verja hans rétt. Í Laugarnesi voru tveir prestar með fingur á púlsi þjáningar erlendra bræðra okkar, tveggja ungra manna, sem höfðu beðið sex eða sjö mánuði eftir úrskurði um landvist. Þeir eru með múslimskan bakgrunn, en atvikin höguðu því þannig, að það voru kristnir menn sem opnuðu þeim vináttu sína og reyndust þeim bræður. Vegna þess kristna kærleika, sem þeir nutu, báðu þeir um að mega sjálfir verða lærisveinar slíkrar hugsunar og fengu kristna skírn, þegar þeirra tími var kominn. Þeir tóku þátt í safnaðarstarfi í Hjallakirkju og Laugarneskirkju. Þegar þeir vissu að þeir fengju ekki landvist og lögreglan ætlaði að sækja þá, urðu þeir miður sín af vonbrigðum, sem hafa örugglega ekki verið þau fyrstu á flótta þeirra frá ógnarástandi heimalands síns. Eðlilega leituðu þeir þá í það skjólið, sem þeir höfðu fundið hlýjast, til kirkjunnar, prestanna sem ásamt safnaðarfólkinu höfðu gefið þeim nýja lífssýn og umvafið þá bróðurhug. Þá vaknaði minningin um kirkjugriðin og voru þau notuð á táknrænan hátt, af því að í þessu máli var kirkjan síðasta haldreipið og helgi hennar óumdeild. Prestarnir létu vita af því að í kirkjunni yrðu hælisleitendurnir umvafðir kærleika vina sinna meðan stætt væri. Þeir sýndu lögreglunni enga andstöðu, enda var kirkjan opin. Ég fæ ekki séð, að kirkjan hafi á nokkurn hátt reynt að hindra framgang réttvísinnar. Hins vegar reyndi hún að lengja arm kærleikans eins og henni var unnt. Lái henni það hver sem vill. En vegna margra mála, sem upp hafa komið að undanförnu, þar sem almenningi finnst að nokkuð skorti á mannúð er ég ekki viss um, að lög okkar séu svo réttlát, sem þau ættu að vera. Ég spyr einnig hvers vegna menn séu dregnir svo lengi á úrlausn mála, að það bjóði upp á erfiðleika við að slíta þau tengsl, sem hljóta að myndast við slíkar aðstæður. Hver eru „Guðs lög“ í dag? Svarið er einfalt. Þau eru kærleikslögmálið um bróðurþel og jafnan rétt allra manna. Þau eru Gullna reglan: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Fréttir segja, að mennirnir hafi verið sendir úr landi samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Um leið heyrði ég frá ábyrgum aðila, að henni væri nú beitt „miskunnarlaust“. Ég hélt, að hún væri leiðbeinandi í þessum efnum en ekki skipandi. Er ekki miskunnin kjarni kærleikans? Geta ekki aðstæður stundum verið þannig, að það sé miskunnin ein, sem skapar farsæla lausn?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Atburðir nýlegir í Laugarneskirkju hafa vakið upp minningu um kirkjugrið. Þau voru staðreynd á miðöldum. Þá giltu þau ekki aðeins innan kirkjuveggja í Laugarnesi, heldur einnig 40 skref út frá kirkjunni öllum megin. Á svipuðum tíma gilti það einnig, að væru Guðs lög og manna ekki sammála, skyldu Guðs lög ráða. Allt er þetta liðin tíð, en ágætt að þetta skyldi koma upp nú á tímum mikillar gerjunar fjölmenningarinnar, sem við hljótum að reyna að laga okkur að. Af þessu þarf að draga lærdóm. Það fyrsta sem blasir við, þegar kirkjan andæfir yfirvöldum, er að hún er ekki ríkiskirkja. Hún hefur sinn grundvöll, hún hefur sinn boðskap og ótvíræða köllun, sem hún þarf ekkert að bera undir ríkisvaldið og gerir ekki eins og umræddir atburðir sýna. Hún hlýtur að standa með kærleikanum, fyrir lítilmagnann, reynandi að verja hans rétt. Í Laugarnesi voru tveir prestar með fingur á púlsi þjáningar erlendra bræðra okkar, tveggja ungra manna, sem höfðu beðið sex eða sjö mánuði eftir úrskurði um landvist. Þeir eru með múslimskan bakgrunn, en atvikin höguðu því þannig, að það voru kristnir menn sem opnuðu þeim vináttu sína og reyndust þeim bræður. Vegna þess kristna kærleika, sem þeir nutu, báðu þeir um að mega sjálfir verða lærisveinar slíkrar hugsunar og fengu kristna skírn, þegar þeirra tími var kominn. Þeir tóku þátt í safnaðarstarfi í Hjallakirkju og Laugarneskirkju. Þegar þeir vissu að þeir fengju ekki landvist og lögreglan ætlaði að sækja þá, urðu þeir miður sín af vonbrigðum, sem hafa örugglega ekki verið þau fyrstu á flótta þeirra frá ógnarástandi heimalands síns. Eðlilega leituðu þeir þá í það skjólið, sem þeir höfðu fundið hlýjast, til kirkjunnar, prestanna sem ásamt safnaðarfólkinu höfðu gefið þeim nýja lífssýn og umvafið þá bróðurhug. Þá vaknaði minningin um kirkjugriðin og voru þau notuð á táknrænan hátt, af því að í þessu máli var kirkjan síðasta haldreipið og helgi hennar óumdeild. Prestarnir létu vita af því að í kirkjunni yrðu hælisleitendurnir umvafðir kærleika vina sinna meðan stætt væri. Þeir sýndu lögreglunni enga andstöðu, enda var kirkjan opin. Ég fæ ekki séð, að kirkjan hafi á nokkurn hátt reynt að hindra framgang réttvísinnar. Hins vegar reyndi hún að lengja arm kærleikans eins og henni var unnt. Lái henni það hver sem vill. En vegna margra mála, sem upp hafa komið að undanförnu, þar sem almenningi finnst að nokkuð skorti á mannúð er ég ekki viss um, að lög okkar séu svo réttlát, sem þau ættu að vera. Ég spyr einnig hvers vegna menn séu dregnir svo lengi á úrlausn mála, að það bjóði upp á erfiðleika við að slíta þau tengsl, sem hljóta að myndast við slíkar aðstæður. Hver eru „Guðs lög“ í dag? Svarið er einfalt. Þau eru kærleikslögmálið um bróðurþel og jafnan rétt allra manna. Þau eru Gullna reglan: Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Fréttir segja, að mennirnir hafi verið sendir úr landi samkvæmt Dyflinnarreglugerðinni. Um leið heyrði ég frá ábyrgum aðila, að henni væri nú beitt „miskunnarlaust“. Ég hélt, að hún væri leiðbeinandi í þessum efnum en ekki skipandi. Er ekki miskunnin kjarni kærleikans? Geta ekki aðstæður stundum verið þannig, að það sé miskunnin ein, sem skapar farsæla lausn?Þessi grein birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun