Enski boltinn

Thierry Henry fór allt aðra leið en Arnar Gunnlaugs og er hættur hjá Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Samsett mynd
Thierry Henry hefur hætt störfum hjá Arsenal af því að þessi fyrrum franski landsliðsmaður og markahæsti maður Arsenal frá upphafi vildi ekki hætta sem knattspyrnuspekingur hjá Sky Sports.

BBC segir frá þessu afarkostum franska knattspyrnustjórans sem hefur ráðið ríkjum hjá Arsenal í að verða tuttugu ár.

Thierry Henry vann með ungum leikmönnum Arsenal á síðasta tímabili en hann er að vinna að því að fá UEFA A þjálfaraprófið.

Til þess að ljúka UEFA A þá þarf Thierry Henry hinsvegar að finna sér lið til að þjálfa.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, bauð honum að þjálfa 18 ára lið Arsenal með Kwame Ampadu en aðeins með þeim fyrirvara að Henry hætti störfum hjá Sky Sports.

Henry var hinsvegar ekki tilbúinn að fórna Sky Sports starfinu fyrir þjálfunina.

Wenger sagði við Henry að hann gæti ekki verið bæði að þjálfa þessa stráka og gagnrýna þá á sama tíma í sjónvarpinu.

Nú þykir líklegast að Tony Adams fá starfið í staðinn fyrir Thierry Henry.

Svipað dæmi var í Pepsi-deildinni á dögunum þegar Arnar Gunnlaugsson, einn sérfræðinga Pepsi-markanna, fékk tilboð um að gerast aðstoðarþjálfari KR. Báðir voru hann og Thierry Henry að fá tilboð frá félagi sem þeir höfðu orðið meistarar með.

Arnar valdi það frekar að hætta í Pepsi-mörkunum og taka að sér starfið í Vesturbænum en hann er nú aðstoðarþjálfari Willum Þórs Þórssonar. Henry valdi sjónvarpið en Arnar valdi þjálfunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×