Stefnir að því að fá líkama kynlífsguðs Birgir Örn Steinarsson skrifar 11. júlí 2016 20:13 Hugleikur leggur sér línurnar sjálfur og brýtur þær blygðunarlaust ef þær henta illa. Vísir Hugleikur Dagsson myndlistarmaður og grínari er í sjálfsskipuðu líkamsræktarátaki. Ástæðan er sú að í næsta mánuði ætlar hann að hlaupa í Reykjavíkur maraþonininu í næsta mánuði til styrktar Frú Ragnheiðar. Sú góða frú er sérinnréttaður sjúkrambíll á vegum Rauða krossins sem hefur Það verkefni að ná til jaðarsetta hópa í samfélaginu með skaðaminnkun í huga. Hugleikur ætlar að hlaupa 10 kílómetra í maraþoninu. Hægt er að heita á Hugleik hér. „Ég hafði verið að hugsa um að fara gera eitthvað í mínum málum þegar ég sá að Jonathan Duffy vinur minn og samstarfsfélagi ætlaði að hlaupa og þá varð ég að slá til líka,“ segir Hugleikur sem hefur leyft vinum sínum á Facebook að fylgjast með árangri sínum. Átakið kallar hann Operation Sex God.Braut sína eigin reglu eftir 2 dagaEins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan hefur Hugleikur sett sér nýjar reglur fyrir hverja viku. Fyrsta reglan var að hætta að borða hveiti og sykur. Önnur reglan var að hætta að neyta áfengis á vikudögum. Það kom flatt upp á nokkra vini hans þegar hann dró þá reglu til baka aðeins tveimur dögum eftir að hann setti sér hana. Á sértilbúnum lista sem hann bætir inn á og birtir krotaði hann yfir þá reglu strax í annarri viku og skrifaði í staðinn; „Fokk ðat, í staðinn 2x20 armbeygjur á dag“. „Ég var að fara borða þessa fínu máltíð þegar ég áttaði mig á því að ég átti rauðvínsflösku og hugsaði með mér að það væri algjör geðsýki að sleppa því að hafa það með. Það er nóg að setja sér það að hætta að drekka bjór.“ Aðrar reglur eru að fara alltaf upp tröppur í stað þess að nota lyftur og að verðlauna sig með bíóferð ef hann hleypur í klukkutíma.Vill léttast um 10 kílóHugleikur fer einnig vikulega á vigtina og deilir því sem þar birtist á Facebook. Frá því að hann hóf átakið í lok júní hefur hann lést um 2 kíló en hann stóð í stað síðast. „Hlýtur að vera muscle gain,“ skrifaði hann með færslunni. „Ég er að vonast til þess að léttast um alla vega svona 10 kíló en Operation Sex God lýkur nú ekkert endilega þegar komið er að hlaupinu, þá tekur bara við part 2.“ Regla þessarar viku er að gera 100 armbeygjur á dag. Hann gerir þær þó ekki allar í einu, heldur tekur fimm lotur yfir daginn þar sem hann gerir 20 stykki í einu. Talan fer ekki upp í 120 ef hann hefur verið að fá sér kvöldið áður. „Ég hef bara ákveðið þessar reglur as I go along. Hef aðeins þegið ráðleggingar og svoleiðis. Tók til dæmis þess vegna út hveiti og sy kur. Svo hef ég fengið ráðleggingar um að fá mér egg í morgunmat. Þetta er ekkert svo brjálæðislega erfitt ef maður heldur sér uppteknum við eitt og annað. Á egg og gulrætur í ísskápnum ef maður finnur fyrir smá svengd.“Ný fyrirmynd Emmsjé GautaVísir/Anton BrinkNý fyrirmynd Emmsjá GautaHugleikur segist strax finna mun á sér eftir að hann hætti að drekkja bjór. „Maður er ekki eins útbelgdur og vanalega. Ég skipti bara yfir í allt annað en bjór. Uppáhalds kokteillinn minn á barnum þessa daganna er Skinny Bitch – sem er vodki í sóda.“ Eftir aðeins þrjár vikur af átakinu er Hugleikur þegar byrjaður að hafa áhrif á aðra félaga sína. „Ég fékk skemmtileg skilaboð frá Emmsjé Gauta. Hann sagði að ég væri orðinn nýja líkamsræktarfyrirmyndin hans og sagðist sjálfur ætla að hætta drekka bjór. Ég hef samt smá áhyggjur af þessu, því nú finnst mér ég vera orðinn ábyrgur á heilsufari Gauta.“ Tengdar fréttir Fjöldi góðra gesta á nýútkominni plötu Emmsjé Gauta Hlustaðu á plötuna Vagg & Velta með Gauta en á henni má meðal annars heyra í Dóra DNA. 8. júlí 2016 16:04 Uppistand frá tveimur heimshornum Hugleikur Dagsson verður á Rosenberg í kvöld ásamt ástralska grínistanum Jonathan Duffy með sýninguna Icetralia. 13. apríl 2016 10:00 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Fleiri fréttir Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Sjá meira
Hugleikur Dagsson myndlistarmaður og grínari er í sjálfsskipuðu líkamsræktarátaki. Ástæðan er sú að í næsta mánuði ætlar hann að hlaupa í Reykjavíkur maraþonininu í næsta mánuði til styrktar Frú Ragnheiðar. Sú góða frú er sérinnréttaður sjúkrambíll á vegum Rauða krossins sem hefur Það verkefni að ná til jaðarsetta hópa í samfélaginu með skaðaminnkun í huga. Hugleikur ætlar að hlaupa 10 kílómetra í maraþoninu. Hægt er að heita á Hugleik hér. „Ég hafði verið að hugsa um að fara gera eitthvað í mínum málum þegar ég sá að Jonathan Duffy vinur minn og samstarfsfélagi ætlaði að hlaupa og þá varð ég að slá til líka,“ segir Hugleikur sem hefur leyft vinum sínum á Facebook að fylgjast með árangri sínum. Átakið kallar hann Operation Sex God.Braut sína eigin reglu eftir 2 dagaEins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan hefur Hugleikur sett sér nýjar reglur fyrir hverja viku. Fyrsta reglan var að hætta að borða hveiti og sykur. Önnur reglan var að hætta að neyta áfengis á vikudögum. Það kom flatt upp á nokkra vini hans þegar hann dró þá reglu til baka aðeins tveimur dögum eftir að hann setti sér hana. Á sértilbúnum lista sem hann bætir inn á og birtir krotaði hann yfir þá reglu strax í annarri viku og skrifaði í staðinn; „Fokk ðat, í staðinn 2x20 armbeygjur á dag“. „Ég var að fara borða þessa fínu máltíð þegar ég áttaði mig á því að ég átti rauðvínsflösku og hugsaði með mér að það væri algjör geðsýki að sleppa því að hafa það með. Það er nóg að setja sér það að hætta að drekka bjór.“ Aðrar reglur eru að fara alltaf upp tröppur í stað þess að nota lyftur og að verðlauna sig með bíóferð ef hann hleypur í klukkutíma.Vill léttast um 10 kílóHugleikur fer einnig vikulega á vigtina og deilir því sem þar birtist á Facebook. Frá því að hann hóf átakið í lok júní hefur hann lést um 2 kíló en hann stóð í stað síðast. „Hlýtur að vera muscle gain,“ skrifaði hann með færslunni. „Ég er að vonast til þess að léttast um alla vega svona 10 kíló en Operation Sex God lýkur nú ekkert endilega þegar komið er að hlaupinu, þá tekur bara við part 2.“ Regla þessarar viku er að gera 100 armbeygjur á dag. Hann gerir þær þó ekki allar í einu, heldur tekur fimm lotur yfir daginn þar sem hann gerir 20 stykki í einu. Talan fer ekki upp í 120 ef hann hefur verið að fá sér kvöldið áður. „Ég hef bara ákveðið þessar reglur as I go along. Hef aðeins þegið ráðleggingar og svoleiðis. Tók til dæmis þess vegna út hveiti og sy kur. Svo hef ég fengið ráðleggingar um að fá mér egg í morgunmat. Þetta er ekkert svo brjálæðislega erfitt ef maður heldur sér uppteknum við eitt og annað. Á egg og gulrætur í ísskápnum ef maður finnur fyrir smá svengd.“Ný fyrirmynd Emmsjé GautaVísir/Anton BrinkNý fyrirmynd Emmsjá GautaHugleikur segist strax finna mun á sér eftir að hann hætti að drekkja bjór. „Maður er ekki eins útbelgdur og vanalega. Ég skipti bara yfir í allt annað en bjór. Uppáhalds kokteillinn minn á barnum þessa daganna er Skinny Bitch – sem er vodki í sóda.“ Eftir aðeins þrjár vikur af átakinu er Hugleikur þegar byrjaður að hafa áhrif á aðra félaga sína. „Ég fékk skemmtileg skilaboð frá Emmsjé Gauta. Hann sagði að ég væri orðinn nýja líkamsræktarfyrirmyndin hans og sagðist sjálfur ætla að hætta drekka bjór. Ég hef samt smá áhyggjur af þessu, því nú finnst mér ég vera orðinn ábyrgur á heilsufari Gauta.“
Tengdar fréttir Fjöldi góðra gesta á nýútkominni plötu Emmsjé Gauta Hlustaðu á plötuna Vagg & Velta með Gauta en á henni má meðal annars heyra í Dóra DNA. 8. júlí 2016 16:04 Uppistand frá tveimur heimshornum Hugleikur Dagsson verður á Rosenberg í kvöld ásamt ástralska grínistanum Jonathan Duffy með sýninguna Icetralia. 13. apríl 2016 10:00 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Fleiri fréttir Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Sjá meira
Fjöldi góðra gesta á nýútkominni plötu Emmsjé Gauta Hlustaðu á plötuna Vagg & Velta með Gauta en á henni má meðal annars heyra í Dóra DNA. 8. júlí 2016 16:04
Uppistand frá tveimur heimshornum Hugleikur Dagsson verður á Rosenberg í kvöld ásamt ástralska grínistanum Jonathan Duffy með sýninguna Icetralia. 13. apríl 2016 10:00