Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Eskilstuna United komust aftur á sigurbraut í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Eskilstuna, sem missti af gullinu á síðustu leiktíð eftir harðan endasprett gegn Söru Björk og félögum í Rosengård, var fyrir leikinn í kvöld án sigurs í síðustu fjórum leikjum og þar af búið að tapa þremur í röð.
Eskilstuna hafði 2-0 sigur á heimavelli í kvöld gegn Umeå en bæði mörkin skoraði Marija Banusic í fyrri hálfleik.
Glódís Perla spilaði allan leikinn eins og alltaf í þriggja miðvarða kerfi Eskilstuna. Liðið er nú með 19 stig í þriðja sæti deildarinnar.
Glódís og stöllur hennar aftur á sigurbraut í Svíþjóð
Tómas Þór Þórðarson skrifar
