Larry Bird hefði aldrei dottið það í hug að fara í liðið hans Magic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 20:30 Larry Bird, Magic og Kevin Durant. Samsettar myndir frá Getty NBA-stórstjarnan Kevin Durant kom mörgum á óvart á dögunum með því að semja við Golden State Warriors, liðið sem sló Durant og félaga í Oklahoma City Thunder út úr úrslitakeppninni í ár. Margir hafa tjáð sig um ákvörðun Durant og meðal þeirra er NBA-goðsögnin Larry Bird. Larry Bird sagði að hann hefði aldrei getað hugsað sér það að ganga til liðs við helstu keppninauta sína. ESPN segir frá. Larry Bird lék allan sinn NBA-feril með Boston Celtics og vann þrjá titla með félaginu. Mikið hefur verið talað og skrifað um það að einvígi hans og Boston-liðsins við Magic Johnson og félaga í Los Angeles Lakers hafi lagt grunninn að velgengni NBA-deildarinnar. Larry Bird var þrisvar valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og Magic Johnson fékk þau verðlaun einnig þrisvar sinnum. Þeir voru valdir bestir á árunum 1984 til 1990 en sá eini annar sem var valinn bestur á þessum árum var Michael Jordan tímabilið 1987-88. Magic Johnson varð alls fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers liðinu þar af tvisvar sinnum eftir að Bird vann sinn síðasta titil 1986. „Ég veit að á sínum tíma þá hefði mér aldrei dottið það í hug að fara til Lakers til að spila með Magic Johnson. Ég hefði frekar viljað vinna hann," sagði Larry Bird og bætti við: „Ég hefði aldrei getað hugsað mér að fara til annars liðs með frábærum leikmönnum því ég var að spila með frábærum leikmönnum og var á góðum stað," sagði Bird. Bird varð NBA-meistari strax á öðru tímabili og því kannski erfitt að bera sig saman við Kevin Durant sem hefur nú spilað í níu tímabil án þess að vinna NBA-titilinn. Bird vann NBA-meistari í þriðja sinn á sínu sjöunda tímabili. NBA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Sjá meira
NBA-stórstjarnan Kevin Durant kom mörgum á óvart á dögunum með því að semja við Golden State Warriors, liðið sem sló Durant og félaga í Oklahoma City Thunder út úr úrslitakeppninni í ár. Margir hafa tjáð sig um ákvörðun Durant og meðal þeirra er NBA-goðsögnin Larry Bird. Larry Bird sagði að hann hefði aldrei getað hugsað sér það að ganga til liðs við helstu keppninauta sína. ESPN segir frá. Larry Bird lék allan sinn NBA-feril með Boston Celtics og vann þrjá titla með félaginu. Mikið hefur verið talað og skrifað um það að einvígi hans og Boston-liðsins við Magic Johnson og félaga í Los Angeles Lakers hafi lagt grunninn að velgengni NBA-deildarinnar. Larry Bird var þrisvar valinn besti leikmaður NBA-deildarinnar og Magic Johnson fékk þau verðlaun einnig þrisvar sinnum. Þeir voru valdir bestir á árunum 1984 til 1990 en sá eini annar sem var valinn bestur á þessum árum var Michael Jordan tímabilið 1987-88. Magic Johnson varð alls fimm sinnum NBA-meistari með Los Angeles Lakers liðinu þar af tvisvar sinnum eftir að Bird vann sinn síðasta titil 1986. „Ég veit að á sínum tíma þá hefði mér aldrei dottið það í hug að fara til Lakers til að spila með Magic Johnson. Ég hefði frekar viljað vinna hann," sagði Larry Bird og bætti við: „Ég hefði aldrei getað hugsað mér að fara til annars liðs með frábærum leikmönnum því ég var að spila með frábærum leikmönnum og var á góðum stað," sagði Bird. Bird varð NBA-meistari strax á öðru tímabili og því kannski erfitt að bera sig saman við Kevin Durant sem hefur nú spilað í níu tímabil án þess að vinna NBA-titilinn. Bird vann NBA-meistari í þriðja sinn á sínu sjöunda tímabili.
NBA Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Sjá meira