Valkvætt lýðræði Lýður Árnason skrifar 28. júlí 2016 06:00 Beint lýðræði fær nú mikið kastljós í Bretlandi. Þar varð ofan á niðurstaða sem mörgum þótti óhugsandi, óferjandi, óbærileg og það svo mjög að milljónir vilja nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. En hvað svo? Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur um sama mál, staðan 1-1? Á seinni atkvæðagreiðslan að ráða úrslitum eða kannski sú þriðja? Eitt af fyrstu embættisverkum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var að hefja aðildarviðræður við ESB. Samstarfsaðilinn, Vinstri grænir, stungu á sig ógleðistílum enda gekk þetta þvert á yfirlýsingar gagnvart eigin kjósendum. Ekki kom til greina að spyrja þjóðina álits enda annar stjórnarflokkurinn skíthræddur við niðurstöðuna. Því var útkoman að gera ekki neitt og málinu þröngvað í gegnum þingið. Næst var ákveðið að færa stjórnarskrárbreytingar út úr sölum Alþingis og í hendur fólksins í landinu. Það ferli hlaut heimsathygli og þjóðin kláraði málið með þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Alþingi hins vegar hikstaði á útkomunni og ákvað að virða niðurstöðuna að vettugi. Og nú er stjórnarskrármálið aftur á strandstað. Núríkjandi ríkisstjórn ákvað að draga Ísland út úr aðildarviðræðum við ESB og gerði það án þjóðaratkvæðis, þvert á eigin orð. Aftur, niðurstaðan gat orðið þeim andkvæð og því betra að hún liti ekki dagsins ljós. Það sem þótti sjálfsagt fyrir kosningar var orðið að pólitískum ómöguleika eftir kjördag.Varpað yfir á þjóðina Með þessu hátterni hafa allir flokkar á Alþingi að Pírötum undanskildum, varpað eigin ómöguleika yfir á þjóðina sem situr uppi með helling af óútkljáðum málum. Eina málið sem hefur verið útkljáð er Icesave og það er vegna þess að sú þjóðaratkvæðagreiðsla var bindandi og alþingismenn gátu ekki snúið hana af sér. Það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar berjast gegn þjóðaratkvæðagreiðslum um augljós deilumál, svo stór að þau kljúfa eigin þjóð í tvennt. Það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar hundsa niðurstöður þjóðaratkvæðis gangi þær í berhögg við eigin vilja. Og það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar vísa í almennar kosningar máli sínu til stuðnings. Þeir eru til sem telja nóg að mæta á kjörstað á fjögurra ára fresti og láta alþingismenn um rest. Hinir, sem vilja hafa áhrif á gang mála þess á milli, verða hins vegar að hrista af sér þessa valkvæðni og vera tilbúnir að ganga lýðræðinu í mót þó aflvakinn sé önnur sjónarmið en þeirra eigin. Þetta er alveg eins og Evrópumeistaramót í fótbolta, við komum okkar liði í gegnum forkeppni, mætum á völlinn, öskrum okkur hás, fögnum sigri eða unum tapi. Þannig göngum við áfram veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Innflytjendalandið Ísland – nokkrar staðreyndir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Að auka virði sitt Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fegurð landsins Adeline Tracz skrifar Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sósíalismi, alþjóðasamvinna og blómleg viðskipti Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Kennari fær milljón! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Sjálfbærni er þjóðaröryggismál Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Illmælgi sem kosningamál Björn Þorláksson skrifar Skoðun Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrirmynd í raforkuviðskiptum Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli Guðrún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hvernig líður þér? Jón Gnarr skrifar Skoðun Baráttan sem ætti að sameina okkur Sindri Geir Óskarsson skrifar Skoðun Barnafangelsi Ásmundar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Kunnum við að rífast? Katrín Þrastardóttir skrifar Skoðun Veistu hvað er að? Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar Skoðun Hve mörgum lífum má fórna fyrir þægindi sumra? Hlynur Orri Stefánsson skrifar Skoðun 6 nauðsynlegar afneitanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Samstarf um menntun og móttöku barna af erlendum uppruna Fríða Bjarney Jónsdóttir skrifar Skoðun Útlendingar í eigin landi Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þessi bölvaði hagvöxtur, þurfum við kannski bara annað hrun? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Frettatiminn.is og ég urðum fyrir netárás Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Sporin hræða vissulega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sækja óreiðumenn í flugrekstur? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Þjóðstjórn lokið – verður nú sundrung? Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Beint lýðræði fær nú mikið kastljós í Bretlandi. Þar varð ofan á niðurstaða sem mörgum þótti óhugsandi, óferjandi, óbærileg og það svo mjög að milljónir vilja nýja þjóðaratkvæðagreiðslu. En hvað svo? Tvær þjóðaratkvæðagreiðslur um sama mál, staðan 1-1? Á seinni atkvæðagreiðslan að ráða úrslitum eða kannski sú þriðja? Eitt af fyrstu embættisverkum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur var að hefja aðildarviðræður við ESB. Samstarfsaðilinn, Vinstri grænir, stungu á sig ógleðistílum enda gekk þetta þvert á yfirlýsingar gagnvart eigin kjósendum. Ekki kom til greina að spyrja þjóðina álits enda annar stjórnarflokkurinn skíthræddur við niðurstöðuna. Því var útkoman að gera ekki neitt og málinu þröngvað í gegnum þingið. Næst var ákveðið að færa stjórnarskrárbreytingar út úr sölum Alþingis og í hendur fólksins í landinu. Það ferli hlaut heimsathygli og þjóðin kláraði málið með þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Alþingi hins vegar hikstaði á útkomunni og ákvað að virða niðurstöðuna að vettugi. Og nú er stjórnarskrármálið aftur á strandstað. Núríkjandi ríkisstjórn ákvað að draga Ísland út úr aðildarviðræðum við ESB og gerði það án þjóðaratkvæðis, þvert á eigin orð. Aftur, niðurstaðan gat orðið þeim andkvæð og því betra að hún liti ekki dagsins ljós. Það sem þótti sjálfsagt fyrir kosningar var orðið að pólitískum ómöguleika eftir kjördag.Varpað yfir á þjóðina Með þessu hátterni hafa allir flokkar á Alþingi að Pírötum undanskildum, varpað eigin ómöguleika yfir á þjóðina sem situr uppi með helling af óútkljáðum málum. Eina málið sem hefur verið útkljáð er Icesave og það er vegna þess að sú þjóðaratkvæðagreiðsla var bindandi og alþingismenn gátu ekki snúið hana af sér. Það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar berjast gegn þjóðaratkvæðagreiðslum um augljós deilumál, svo stór að þau kljúfa eigin þjóð í tvennt. Það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar hundsa niðurstöður þjóðaratkvæðis gangi þær í berhögg við eigin vilja. Og það kalla ég „Valkvætt lýðræði“, þegar stjórnmálaflokkar vísa í almennar kosningar máli sínu til stuðnings. Þeir eru til sem telja nóg að mæta á kjörstað á fjögurra ára fresti og láta alþingismenn um rest. Hinir, sem vilja hafa áhrif á gang mála þess á milli, verða hins vegar að hrista af sér þessa valkvæðni og vera tilbúnir að ganga lýðræðinu í mót þó aflvakinn sé önnur sjónarmið en þeirra eigin. Þetta er alveg eins og Evrópumeistaramót í fótbolta, við komum okkar liði í gegnum forkeppni, mætum á völlinn, öskrum okkur hás, fögnum sigri eða unum tapi. Þannig göngum við áfram veginn.
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun
Skoðun Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar skrifar
Skoðun Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Ákall um kjark Guðbjörg Pálsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir,Steinunn Þórðardóttir,Svana Helen Björnsdóttir skrifar
Niðurskurður?!... Jahá sá skal fyrst hefjast inn á Alþingi Íslendinga, með verulegri fækkun á fjöldi Alþingismanna þar á ferð Bakir Anwar Nassar Skoðun