Skólasystur sem nálgast listsköpun hver á sinn hátt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 27. júlí 2016 10:30 Aðalheiður, Anna Jóa, Hulda og Ragnheiður gáfu sér tíma til að stilla sér upp í Grafíksalnum fyrir myndatöku. Vísir/Hanna Það eru þær Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Jóa, Hulda Hrönn Ágústsdóttir og Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir sem sameinast um sýninguna Nálgun sem opnuð verður í Grafíksalnum á morgun, 28. júlí. Þær eru skólasystur en svolítið í kross, sumar úr listfræði, aðrar úr heimspeki og allar eru myndlistarmenntaðar. Hulda sýnir ljósmyndir og verk sem hún ætlaði vissum stað í salnum. Anna Jóa er með teikningar, pappírs- og textaverk og sækir hugmyndir til mynstra í útsaumi og fatnaði, Ragnheiður Guðbjörg leikur sér með textíl og pappír í tveimur gólfverkum og Aðalheiður leitar í nærumhverfi sitt í Biskupstungum í málverkum sínum. Listakonurnar eru að byrja að máta verkin við salinn þegar blaðamann ber að. Þær segja heiti sýningarinnar, Nálgun, vísa til þess hvernig einstaklingur nálgast listsköpun sína og sýningarrýmið, líka til samtalsins við aðra sýnendur og til þess gjörnings sem samsýning felur í sér. Anna Jóa og Aðalheiður starfa sem listfræðingar og sýningarstjórar. „Því er svolítið skrítið að vera nú í hóp þar sem enginn sýningarstjóri er,“ segir Aðalheiður. „Já, það er áskorun,“ tekur Anna Jóa undir. Allar eru sammála um að samsýningar séu skemmtilegt form, þar sem verkin séu af ólíkum toga og kúnst að finna út hvernig þeim sé best fyrir komið þannig að áhorfandinn njóti þeirra. „Ég sýndi nú á Kjarvalsstöðum nýlega með 27 öðrum,“ segir Anna Jóa og lætur verkefnið ekki vaxa sér í augum. „En þar var líka sýningarstjóri,“ bætir hún svo við og dæsir. Enn segja þær samkomulagið vera gott. „Við ætlum samt að fara að taka pásu og viðra okkur,“ segir Hulda hlæjandi. Sýningin verður opnuð á morgun klukkan 17 og verður opin fimmtudaga til sunnudaga klukkan 14 til 18 til 14. ágúst. Gengið er inn hafnarmegin og aðgangur er ókeypis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí 2016. Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Það eru þær Aðalheiður Valgeirsdóttir, Anna Jóa, Hulda Hrönn Ágústsdóttir og Ragnheiður Guðbjargar Hrafnkelsdóttir sem sameinast um sýninguna Nálgun sem opnuð verður í Grafíksalnum á morgun, 28. júlí. Þær eru skólasystur en svolítið í kross, sumar úr listfræði, aðrar úr heimspeki og allar eru myndlistarmenntaðar. Hulda sýnir ljósmyndir og verk sem hún ætlaði vissum stað í salnum. Anna Jóa er með teikningar, pappírs- og textaverk og sækir hugmyndir til mynstra í útsaumi og fatnaði, Ragnheiður Guðbjörg leikur sér með textíl og pappír í tveimur gólfverkum og Aðalheiður leitar í nærumhverfi sitt í Biskupstungum í málverkum sínum. Listakonurnar eru að byrja að máta verkin við salinn þegar blaðamann ber að. Þær segja heiti sýningarinnar, Nálgun, vísa til þess hvernig einstaklingur nálgast listsköpun sína og sýningarrýmið, líka til samtalsins við aðra sýnendur og til þess gjörnings sem samsýning felur í sér. Anna Jóa og Aðalheiður starfa sem listfræðingar og sýningarstjórar. „Því er svolítið skrítið að vera nú í hóp þar sem enginn sýningarstjóri er,“ segir Aðalheiður. „Já, það er áskorun,“ tekur Anna Jóa undir. Allar eru sammála um að samsýningar séu skemmtilegt form, þar sem verkin séu af ólíkum toga og kúnst að finna út hvernig þeim sé best fyrir komið þannig að áhorfandinn njóti þeirra. „Ég sýndi nú á Kjarvalsstöðum nýlega með 27 öðrum,“ segir Anna Jóa og lætur verkefnið ekki vaxa sér í augum. „En þar var líka sýningarstjóri,“ bætir hún svo við og dæsir. Enn segja þær samkomulagið vera gott. „Við ætlum samt að fara að taka pásu og viðra okkur,“ segir Hulda hlæjandi. Sýningin verður opnuð á morgun klukkan 17 og verður opin fimmtudaga til sunnudaga klukkan 14 til 18 til 14. ágúst. Gengið er inn hafnarmegin og aðgangur er ókeypis.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 27. júlí 2016.
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp