Pyntingar og ill meðferð staðfest í Tyrklandi Una Sighvatsdóttir skrifar 26. júlí 2016 23:36 Vísbendingar eru um að sumir þeirra sem sitja í varðhaldi eftir pólitískar hreinsanir Erdogans Tyrklandsforseta séu beittir harðræði og jafnvel kynferðisofbeldi. Una Sighvatsdóttir ræddi við Andrew Garnder, rannsakanda hjá Amnesty International í Istanbúl, sem segir nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið sendi hlutlausa eftirlitsaðila til Tyrklands. Tyrkneskt stjórnvöld hafa lengi haft á sér slæmt orð fyrir mannréttindabrot. Amnesty International hefur nú fengi í hendurnar gögn sem sýna fram á slæma meðferð á þeim föngum sem handteknir voru í kjölfar valdaránstilraunarinnar. Amnesty hefur áhyggjru af að ástandið fari versnandi.„Gefa okkur mjög varhugaverða mynd af aðstæðum“ „Þeir vitnisburðir sem við höfum undir höndum gefa okkur mjög varhugaverða mynd af aðstæðum á þeim stöðum þar sem fólki er haldið föngnu. Sönnunargögnum sem fjölgandi sem benda til þess að ákveðnir hópar varðhaldsfanga, sérstaklega hermenn og ekki síst hermenn í háum stöðum, hafi orðið fyrir grófum barsmíðum og í sumum tilfellum eru dæmi um nauðganir á þessum hermönnum í varðhaldi,” segir Andrew Garnder. Á skrifstofu Amnesty International í Istanbúl hefur vitnisburðum sjónarvotta verið safnað nafnlaust undanfarna viku og segir Andrew að fyrir utan alvarlegustu tilvikin um ofbeldi sé greinilega kerfisbundin ill meðferð, föngum sé haldið í íþróttasölum og gripahúsum, þeir handjárnaðir jafnvel dögum saman og án þess að fá að borða, fara á klósett eða fá lögfræðiaðstoð. „Ekkert þessu líkt hefur sést svo áratugum skiptir í Tyrklandi. Það þarf að leita alla leið aftur til tíma valdarána hersins og einræðis snemma á 9. áratugarins til að sjá eitthvað í líkingu við þetta,” segir Andrew.Gera ekkert til að bregðast við Þrátt fyrir að fyrstu fregnir af ómannúðlegri meðferð fanga hafi tekið að berast um leið og fjöldahandtökurnar hófust, strax eftir valdaránstilraunina, virðast tyrknesk stjórnvöld ekkert hafa gert til að bregðast við. „Það hefur engin gagnrýni á þetta heyrst frá stjórnvöldum og í hreinskilni sagt, við þessar aðstæður, þá jafngildir þögnin af þeirra hálfu í raun því að þau leggi blessun sína yfir þessar hryllilegu aðgerðir,” segir Andrew. Amnesty telur ljóst að mikil þörf sé fyrir að alþjóðasamfélagið sendi hlutlausa eftirlitsaðila til Tyrklands þar sem engin þarlend stofnun sé nú fær um að sinna því hlutverki. „Hlutverk til dæmis Evrópunefndarinnar um varnir gegn pyntingum gæti skipt miklu máli í þessu samhengi, til þess að koma í veg fyrir enn frekari dæmi um pyntingar í framtíðinni,” segir Andrew. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa brugðist illa við gagnrýni Evrópuleiðtoga á stöðu mannréttinda eftir valdaránstilraunina. Þróun mála þar gæti haft áhrif á stöðu Tyrklands í alþjóðakerfinu.Lokuðu brúnni sem tengir saman asíska og evrópska-hluta Istanbúl Það má kalla það táknrænt að fyrstu merki um valdaránstilraunina í Tyrklandi hafi verið skriðdrekar sem lokuðu Bosphorus-brúnni, sem tengir saman asíska og evrópska hluta Istanbúl. Tyrkland sjálft vegur salt milli tveggja heima og margir óttast að þetta stóra land sé nú að falla röngu megin fram af brúninni. Mikið mæðir á Tyrklandi sem varnarvegg milli Evrópu og ástandsins í Sýrlandi. Pólitísk staða Erdogans forseta gagnvart Evrópu er því fremur sterk og hann hefur brugðist við gagnrýni síðustu daga með því að saka Evrópusambandið á móti um að standa ekki við sinn hluta samningsins um aðbúnað sýrlenskra flóttamanna. Samhliða því boðaði Erdogan aukna samvinnu við Rússland og að fyrsta opinbera heimsókn hans eftir valdaránstilraunina verði til Vladimírs Pútín í byrjun águst. Blaðamaðurinn og stjórnmálaskýrandinn Barchin Yinanc efast þó um að Erdogan muni snúa alfarið baki við Evrópu. „Ef Tyrkland snýr baki við Evrópusambandinu, hvert á það þá að snúa sér. Til Miðausturlanda? Miðausturlönd eru í þvílíku uppnámi núna að heimshlutinn er að hruni kominn. Það ríkir algjör glundroði á Miðausturlöndum og ef Tyrkland missir það haldreipi sem Evrópusambandið er þá getur landið flækst í illdeilurnar sem þar ríkja og orðið glundroðanum að bráð. Þess vegna er mikilvægt fyrir Tyrkland að halda í þá kjölfestu sem Evrópusambandið veitið og ég tel að stjórnvöld hér séu meðvituð um það,” segir Yinanc. Hafa ekki efni á að missa Tyrkland sem bandamann Að sama skapi segir hún að Evrópusambandið hafi ekki efni á því að missa Tyrkland sem bandamann. „Lýðræðislegt stjórnarfar í Tyrklandi er skilyrði fyrir áframhaldandi öryggi og velferð í Evrópusambandinu. Ef Tyrkland hallast í átt að einræði eru það slæmar fréttir fyrir Evrópusambandið og minn skilningur er sá að þess vegna séu [evrópsk stjórnvöld] nú með ákall og varnaðarorð til Tyrkja um að víkja ekki um of af braut lýðræðis,” segir Yinanc.Lýðveldinu í raun bjargað Hún metur stöðuna hins vegar svo að með því að afstýra valdaráninu hafi lýðveldinu Tyrklandi í raun verið bjargað, allavega að sinni, þótt vissulega sé áhyggjuefni ef Erdogan hyggist nýta sér ástandið til þess að sölsa undir sig völd. „Hvort honum tekst það eða ekki mun koma í ljós á næstu dögum, en það eru enn ákveðnir hópar í þessu samfélagi sem eru viljugir til þess að berjast gegn því að lýðræðinu hraki enn meira en orðið er.” Tyrkland er enda margbrotið land og það er líka margklofið Hættan er sú að átakalínurnar verði enn dýpri. Framhaldið er í höndum valdamesta manns landsins, Erdogan forseta, og hvort hann hyggist færa Tyrkland í átt til lýðræðis, eða alræðis. Tengdar fréttir Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Sjá meira
Vísbendingar eru um að sumir þeirra sem sitja í varðhaldi eftir pólitískar hreinsanir Erdogans Tyrklandsforseta séu beittir harðræði og jafnvel kynferðisofbeldi. Una Sighvatsdóttir ræddi við Andrew Garnder, rannsakanda hjá Amnesty International í Istanbúl, sem segir nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið sendi hlutlausa eftirlitsaðila til Tyrklands. Tyrkneskt stjórnvöld hafa lengi haft á sér slæmt orð fyrir mannréttindabrot. Amnesty International hefur nú fengi í hendurnar gögn sem sýna fram á slæma meðferð á þeim föngum sem handteknir voru í kjölfar valdaránstilraunarinnar. Amnesty hefur áhyggjru af að ástandið fari versnandi.„Gefa okkur mjög varhugaverða mynd af aðstæðum“ „Þeir vitnisburðir sem við höfum undir höndum gefa okkur mjög varhugaverða mynd af aðstæðum á þeim stöðum þar sem fólki er haldið föngnu. Sönnunargögnum sem fjölgandi sem benda til þess að ákveðnir hópar varðhaldsfanga, sérstaklega hermenn og ekki síst hermenn í háum stöðum, hafi orðið fyrir grófum barsmíðum og í sumum tilfellum eru dæmi um nauðganir á þessum hermönnum í varðhaldi,” segir Andrew Garnder. Á skrifstofu Amnesty International í Istanbúl hefur vitnisburðum sjónarvotta verið safnað nafnlaust undanfarna viku og segir Andrew að fyrir utan alvarlegustu tilvikin um ofbeldi sé greinilega kerfisbundin ill meðferð, föngum sé haldið í íþróttasölum og gripahúsum, þeir handjárnaðir jafnvel dögum saman og án þess að fá að borða, fara á klósett eða fá lögfræðiaðstoð. „Ekkert þessu líkt hefur sést svo áratugum skiptir í Tyrklandi. Það þarf að leita alla leið aftur til tíma valdarána hersins og einræðis snemma á 9. áratugarins til að sjá eitthvað í líkingu við þetta,” segir Andrew.Gera ekkert til að bregðast við Þrátt fyrir að fyrstu fregnir af ómannúðlegri meðferð fanga hafi tekið að berast um leið og fjöldahandtökurnar hófust, strax eftir valdaránstilraunina, virðast tyrknesk stjórnvöld ekkert hafa gert til að bregðast við. „Það hefur engin gagnrýni á þetta heyrst frá stjórnvöldum og í hreinskilni sagt, við þessar aðstæður, þá jafngildir þögnin af þeirra hálfu í raun því að þau leggi blessun sína yfir þessar hryllilegu aðgerðir,” segir Andrew. Amnesty telur ljóst að mikil þörf sé fyrir að alþjóðasamfélagið sendi hlutlausa eftirlitsaðila til Tyrklands þar sem engin þarlend stofnun sé nú fær um að sinna því hlutverki. „Hlutverk til dæmis Evrópunefndarinnar um varnir gegn pyntingum gæti skipt miklu máli í þessu samhengi, til þess að koma í veg fyrir enn frekari dæmi um pyntingar í framtíðinni,” segir Andrew. Stjórnvöld í Tyrklandi hafa brugðist illa við gagnrýni Evrópuleiðtoga á stöðu mannréttinda eftir valdaránstilraunina. Þróun mála þar gæti haft áhrif á stöðu Tyrklands í alþjóðakerfinu.Lokuðu brúnni sem tengir saman asíska og evrópska-hluta Istanbúl Það má kalla það táknrænt að fyrstu merki um valdaránstilraunina í Tyrklandi hafi verið skriðdrekar sem lokuðu Bosphorus-brúnni, sem tengir saman asíska og evrópska hluta Istanbúl. Tyrkland sjálft vegur salt milli tveggja heima og margir óttast að þetta stóra land sé nú að falla röngu megin fram af brúninni. Mikið mæðir á Tyrklandi sem varnarvegg milli Evrópu og ástandsins í Sýrlandi. Pólitísk staða Erdogans forseta gagnvart Evrópu er því fremur sterk og hann hefur brugðist við gagnrýni síðustu daga með því að saka Evrópusambandið á móti um að standa ekki við sinn hluta samningsins um aðbúnað sýrlenskra flóttamanna. Samhliða því boðaði Erdogan aukna samvinnu við Rússland og að fyrsta opinbera heimsókn hans eftir valdaránstilraunina verði til Vladimírs Pútín í byrjun águst. Blaðamaðurinn og stjórnmálaskýrandinn Barchin Yinanc efast þó um að Erdogan muni snúa alfarið baki við Evrópu. „Ef Tyrkland snýr baki við Evrópusambandinu, hvert á það þá að snúa sér. Til Miðausturlanda? Miðausturlönd eru í þvílíku uppnámi núna að heimshlutinn er að hruni kominn. Það ríkir algjör glundroði á Miðausturlöndum og ef Tyrkland missir það haldreipi sem Evrópusambandið er þá getur landið flækst í illdeilurnar sem þar ríkja og orðið glundroðanum að bráð. Þess vegna er mikilvægt fyrir Tyrkland að halda í þá kjölfestu sem Evrópusambandið veitið og ég tel að stjórnvöld hér séu meðvituð um það,” segir Yinanc. Hafa ekki efni á að missa Tyrkland sem bandamann Að sama skapi segir hún að Evrópusambandið hafi ekki efni á því að missa Tyrkland sem bandamann. „Lýðræðislegt stjórnarfar í Tyrklandi er skilyrði fyrir áframhaldandi öryggi og velferð í Evrópusambandinu. Ef Tyrkland hallast í átt að einræði eru það slæmar fréttir fyrir Evrópusambandið og minn skilningur er sá að þess vegna séu [evrópsk stjórnvöld] nú með ákall og varnaðarorð til Tyrkja um að víkja ekki um of af braut lýðræðis,” segir Yinanc.Lýðveldinu í raun bjargað Hún metur stöðuna hins vegar svo að með því að afstýra valdaráninu hafi lýðveldinu Tyrklandi í raun verið bjargað, allavega að sinni, þótt vissulega sé áhyggjuefni ef Erdogan hyggist nýta sér ástandið til þess að sölsa undir sig völd. „Hvort honum tekst það eða ekki mun koma í ljós á næstu dögum, en það eru enn ákveðnir hópar í þessu samfélagi sem eru viljugir til þess að berjast gegn því að lýðræðinu hraki enn meira en orðið er.” Tyrkland er enda margbrotið land og það er líka margklofið Hættan er sú að átakalínurnar verði enn dýpri. Framhaldið er í höndum valdamesta manns landsins, Erdogan forseta, og hvort hann hyggist færa Tyrkland í átt til lýðræðis, eða alræðis.
Tengdar fréttir Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Sjá meira
Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Blaðamenn í Tyrklandi segjast finna fyrir þrýstingi frá stjórnvöldum en handtökuskipan var gefin út fyrir 42 þeirra í dag. 25. júlí 2016 21:08