Una Sighvats í Istanbúl: Mikil óvissa um pólitískar hreinsanir Erdogans Una Sighvatsdóttir skrifar 25. júlí 2016 21:08 Nú þegar rétt rúm vika er liðin frá því að herinn reyndi að steypa stjórnvöldum í Tyrklandi gengur daglegt líf að mestu sinn vanagang, allavega á yfirborðinu. En undir niðri er þó spenna og óróleiki. Valdarántilraunin var óvænt, og algjörlega misheppnuð, en afleiðingarnar hafa verið geigvænlegar fyrir tyrkneskt samfélag og enn sér ekki fyrir endann á þeim. Þótt fordæmi séu fyrir valdaránum hersins í Tyrklandi eiga atburðir liðinna viku sér enga hliðstæðu. Sé leitað utan Tyrklands má finna líkindi við menningarbyltingu Maós í Kína og byltingu Íslamista í Íran 1979. Valdarán er þó engin bylting, en það eru fremur aðgerðir Erdogans Tyrklandsforseta í kjölfarið sem vekja spurningar um hvort hann sé að stýra sinni eigin byltingu, með algjöru endurskipulagi á tyrkneska ríkinu.Erdogan með ríkisstjórn Tyrklands.Vísir/GettyVill breyta stjórnarfarinu í forsetaræðiErdogan hefur um nokkra hríð haft hug á því að breyta stjórnarfari Tyrklands í forsetaræði. Neyðarlögin í landinu veita honum svigrúm til þess að fara fram hjá þinginu við lagasetningu og óttast margir að hann muni nýta það til að festa eigin valdastöðu í sessi. Þá hyggjast stjórnvöld á næstu mánuðum ráða þúsundir nýrra kennara, dómara og saksóknara í stað þeirra sem reknir hafa verið úr starfi vegna grunaðra tengsla við valdaránið. Þeir opinberu starfsmenn sem verða fyrir hreinsunum Erdogans hafa í raun verið brennimerktir sem óvinir ríkisins. Þeir skipta tugum þúsunda og að meðtöldum fjölskyldum þeirra er því ljóst að hreinsanirnar hafa áhrif á líf gríðarlegs fjölda Tyrkja. Þetta fólk fer nú með veggjum og varla nokkur maður fæst til að tjá sig með gagnrýnum hætti. Enda ríkir talsverð óvissa um það hverjir hafi orðið hreinsunum að bráð eða hverjir verði næstir.Blaðamenn finna fyrir þrýstingiStjórnvöld í Tyrklandi gáfu í dag út handtökuskipun gegn 42 tyrkneskum blaðamönnum. Áður hafði nokkrum fjölmiðlum verið lokað vegna gruns um tengsl við valdaránið, en fram til þessa höfðu hinar pólitísku hreinsanir ekki bitnað á einstaka, nafngreindum blaðamönnum. Við hittum blaðamenn hér a Hürriyet fréttastofunni, sem segjast finna fyrir þrýstingi en þeir reyni að segja hlutlausar fréttir og veita stjórnvöldum aðhald til þess að þau gangi ekki of langt.Hürriyet Daily News er elsta dagblað Tyrklands sem gefið er út á ensku. Stjórnvöld hafa oftar en einu sinni beitt sér gegn blaðamönnum þar og á nóttu valdaránsins réðust vopnaðir hermenn til inngöngu á má enn sjá för eftir byssukúlur í veggjum. Fréttastjórinn Özgur Korkmaz segir að það hafi aldrei verið auðvelt að vera blaðamaður í Tyrklandi. „Ríkisstjórnin og Erdogan hafa áður gagnrýnt blaðamenn harðlega,“ segir Özgur Korkmaz. „Þeir hafa nefnt nöfn í ræðum til almennings til þess að benda á hvað hefur verið skrifað og þar með gert þá að skotmörkum. Svo það hefur ekki verið auðvelt starf að vera blaðamaður í Tyrklandi.“Þarf Erdogan á frjálsum fjölmiðlum að halda?Hann segir hins vegar nokkuð óvænta þróun hafa orðið við valdaránstilraunina. Ríkissjónvarpið var tekið yfir af hernum og Erdogan þurft að nýta sér frjálsa fjölmiðla og facetime til að ná til almennings. Í kjölfarið sé eins og Erdogan sjái sér ákveðinn hag í einkareknum fjölmiðlum. „Þannig lítur það út í dag en við vitum ekki hvert þetta stefnir. Við verðum bara að bíða og sjá. Vegna fyrri reynslu höfum við áhyggjur af því að ástandið færist nær því sem áður var en við verðum að bíða og sjá.“Özgir segir að tyrkneska þjóðin sé enn í áfalli yfir atburðum síðustu viku. „Allir eru að velta því fyrir sér hvernig þetta gat gerst? Hvernig gat það gerst að menn sem er reiðubúnir til þess að sprengja sitt eigið fólk komst í áhrifastöðu í hernum? Þetta voru yfirmenn í hernum. Margir velta því fyrir sér hvernig þetta gat gerst þannig að það fólk hér er enn í miklu sjokki.“ Ekki megi vanmeta alvarleika þessara atburða og því sé skiljanlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða. Enn sem komið er séu þær innan eðlilegra marka. „Já, aðgerðirnar eru öfgafullar. Tölur handtekna eru gífurlegar en hættan var svo mikil að í augnablikinu er það ekki það mikilvægasta fyrir fólkið í Tyrklandi. Jafnvel andstæðingar Erdogans segja; „ok við erum að fylgjast með, gerðu það sem þú vilt en við fylgjumst áfram með.“ Auðvitað erum við að fylgjast með.“ Tengdar fréttir Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00 Tæki dauðarefsingu fram yfir ESB-aðild Erdogan Tyrklandsforseti virðist staðráðinn í að brjóta hreyfingu Fetúllas Gülen á bak aftur og kennir henni um valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi. 22. júlí 2016 07:00 Um þúsund manns á flótta undan tyrkneskum yfirvöldum Stjórnin hefur nú þegar hreinsað 50 þúsund manns úr opinbera geiranum í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 21. júlí 2016 14:53 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Stjórnvöld gefa út handtökuskipun gegn 42 tyrkneskum blaðamönnum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðir Una Sighvatsdóttir við Özgur Korkmaz, fréttastjóra Hürriyet Daily News, sem er elsta dagblað Tyrklands sem gefið er út á ensku. Stjórnvöld hafa oftar en einu sinni beitt sér gegn blaðamönnum þar 25. júlí 2016 16:26 Sérsveit forseta Tyrklands leyst upp 300 þeirra hafa verið handteknir en forsætisráðherrann segir ekki lengur þörf fyrir sérsveitina. 23. júlí 2016 23:36 Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Nú þegar rétt rúm vika er liðin frá því að herinn reyndi að steypa stjórnvöldum í Tyrklandi gengur daglegt líf að mestu sinn vanagang, allavega á yfirborðinu. En undir niðri er þó spenna og óróleiki. Valdarántilraunin var óvænt, og algjörlega misheppnuð, en afleiðingarnar hafa verið geigvænlegar fyrir tyrkneskt samfélag og enn sér ekki fyrir endann á þeim. Þótt fordæmi séu fyrir valdaránum hersins í Tyrklandi eiga atburðir liðinna viku sér enga hliðstæðu. Sé leitað utan Tyrklands má finna líkindi við menningarbyltingu Maós í Kína og byltingu Íslamista í Íran 1979. Valdarán er þó engin bylting, en það eru fremur aðgerðir Erdogans Tyrklandsforseta í kjölfarið sem vekja spurningar um hvort hann sé að stýra sinni eigin byltingu, með algjöru endurskipulagi á tyrkneska ríkinu.Erdogan með ríkisstjórn Tyrklands.Vísir/GettyVill breyta stjórnarfarinu í forsetaræðiErdogan hefur um nokkra hríð haft hug á því að breyta stjórnarfari Tyrklands í forsetaræði. Neyðarlögin í landinu veita honum svigrúm til þess að fara fram hjá þinginu við lagasetningu og óttast margir að hann muni nýta það til að festa eigin valdastöðu í sessi. Þá hyggjast stjórnvöld á næstu mánuðum ráða þúsundir nýrra kennara, dómara og saksóknara í stað þeirra sem reknir hafa verið úr starfi vegna grunaðra tengsla við valdaránið. Þeir opinberu starfsmenn sem verða fyrir hreinsunum Erdogans hafa í raun verið brennimerktir sem óvinir ríkisins. Þeir skipta tugum þúsunda og að meðtöldum fjölskyldum þeirra er því ljóst að hreinsanirnar hafa áhrif á líf gríðarlegs fjölda Tyrkja. Þetta fólk fer nú með veggjum og varla nokkur maður fæst til að tjá sig með gagnrýnum hætti. Enda ríkir talsverð óvissa um það hverjir hafi orðið hreinsunum að bráð eða hverjir verði næstir.Blaðamenn finna fyrir þrýstingiStjórnvöld í Tyrklandi gáfu í dag út handtökuskipun gegn 42 tyrkneskum blaðamönnum. Áður hafði nokkrum fjölmiðlum verið lokað vegna gruns um tengsl við valdaránið, en fram til þessa höfðu hinar pólitísku hreinsanir ekki bitnað á einstaka, nafngreindum blaðamönnum. Við hittum blaðamenn hér a Hürriyet fréttastofunni, sem segjast finna fyrir þrýstingi en þeir reyni að segja hlutlausar fréttir og veita stjórnvöldum aðhald til þess að þau gangi ekki of langt.Hürriyet Daily News er elsta dagblað Tyrklands sem gefið er út á ensku. Stjórnvöld hafa oftar en einu sinni beitt sér gegn blaðamönnum þar og á nóttu valdaránsins réðust vopnaðir hermenn til inngöngu á má enn sjá för eftir byssukúlur í veggjum. Fréttastjórinn Özgur Korkmaz segir að það hafi aldrei verið auðvelt að vera blaðamaður í Tyrklandi. „Ríkisstjórnin og Erdogan hafa áður gagnrýnt blaðamenn harðlega,“ segir Özgur Korkmaz. „Þeir hafa nefnt nöfn í ræðum til almennings til þess að benda á hvað hefur verið skrifað og þar með gert þá að skotmörkum. Svo það hefur ekki verið auðvelt starf að vera blaðamaður í Tyrklandi.“Þarf Erdogan á frjálsum fjölmiðlum að halda?Hann segir hins vegar nokkuð óvænta þróun hafa orðið við valdaránstilraunina. Ríkissjónvarpið var tekið yfir af hernum og Erdogan þurft að nýta sér frjálsa fjölmiðla og facetime til að ná til almennings. Í kjölfarið sé eins og Erdogan sjái sér ákveðinn hag í einkareknum fjölmiðlum. „Þannig lítur það út í dag en við vitum ekki hvert þetta stefnir. Við verðum bara að bíða og sjá. Vegna fyrri reynslu höfum við áhyggjur af því að ástandið færist nær því sem áður var en við verðum að bíða og sjá.“Özgir segir að tyrkneska þjóðin sé enn í áfalli yfir atburðum síðustu viku. „Allir eru að velta því fyrir sér hvernig þetta gat gerst? Hvernig gat það gerst að menn sem er reiðubúnir til þess að sprengja sitt eigið fólk komst í áhrifastöðu í hernum? Þetta voru yfirmenn í hernum. Margir velta því fyrir sér hvernig þetta gat gerst þannig að það fólk hér er enn í miklu sjokki.“ Ekki megi vanmeta alvarleika þessara atburða og því sé skiljanlegt að stjórnvöld grípi til aðgerða. Enn sem komið er séu þær innan eðlilegra marka. „Já, aðgerðirnar eru öfgafullar. Tölur handtekna eru gífurlegar en hættan var svo mikil að í augnablikinu er það ekki það mikilvægasta fyrir fólkið í Tyrklandi. Jafnvel andstæðingar Erdogans segja; „ok við erum að fylgjast með, gerðu það sem þú vilt en við fylgjumst áfram með.“ Auðvitað erum við að fylgjast með.“
Tengdar fréttir Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00 Tæki dauðarefsingu fram yfir ESB-aðild Erdogan Tyrklandsforseti virðist staðráðinn í að brjóta hreyfingu Fetúllas Gülen á bak aftur og kennir henni um valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi. 22. júlí 2016 07:00 Um þúsund manns á flótta undan tyrkneskum yfirvöldum Stjórnin hefur nú þegar hreinsað 50 þúsund manns úr opinbera geiranum í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 21. júlí 2016 14:53 Kvöldfréttir Stöðvar 2: Stjórnvöld gefa út handtökuskipun gegn 42 tyrkneskum blaðamönnum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðir Una Sighvatsdóttir við Özgur Korkmaz, fréttastjóra Hürriyet Daily News, sem er elsta dagblað Tyrklands sem gefið er út á ensku. Stjórnvöld hafa oftar en einu sinni beitt sér gegn blaðamönnum þar 25. júlí 2016 16:26 Sérsveit forseta Tyrklands leyst upp 300 þeirra hafa verið handteknir en forsætisráðherrann segir ekki lengur þörf fyrir sérsveitina. 23. júlí 2016 23:36 Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hreinsanirnar halda áfram í Tyrklandi Stjórn Erdogans Tyrklandsforseta hefur rekið fimmtán þúsund skólastarfsmenn, níu þúsund lögreglumenn og þrjú þúsund dómara í kjölfar valdaránstilraunar hersins um helgina. Fleiri þúsund hafa verið handteknir. Tugir útvarps- og sjónv 20. júlí 2016 07:00
Tæki dauðarefsingu fram yfir ESB-aðild Erdogan Tyrklandsforseti virðist staðráðinn í að brjóta hreyfingu Fetúllas Gülen á bak aftur og kennir henni um valdaránstilraunina sem gerð var um síðustu helgi. 22. júlí 2016 07:00
Um þúsund manns á flótta undan tyrkneskum yfirvöldum Stjórnin hefur nú þegar hreinsað 50 þúsund manns úr opinbera geiranum í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 21. júlí 2016 14:53
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Stjórnvöld gefa út handtökuskipun gegn 42 tyrkneskum blaðamönnum Í kvöldfréttum Stöðvar 2 ræðir Una Sighvatsdóttir við Özgur Korkmaz, fréttastjóra Hürriyet Daily News, sem er elsta dagblað Tyrklands sem gefið er út á ensku. Stjórnvöld hafa oftar en einu sinni beitt sér gegn blaðamönnum þar 25. júlí 2016 16:26
Sérsveit forseta Tyrklands leyst upp 300 þeirra hafa verið handteknir en forsætisráðherrann segir ekki lengur þörf fyrir sérsveitina. 23. júlí 2016 23:36
Wikileaks birtir 300 þúsund tölvupósta úr póstkerfi flokks Erdogans Samtökin ákváðu að flýta útgáfu póstana í ljósi hinna pólitísku hreinsana sem flokkur Erdogans hefur staðið fyrir í kjölfar valdaránstilraunarinnar. 20. júlí 2016 08:31