Leki úr röðum Demókrata sýnir andúð flokksstjórnarinnar í garð Bernie Sanders Birgir Olgeirsson skrifar 23. júlí 2016 22:43 Hillary Clinton og Bernie Sanders. Vísir/getty Nítján þúsund tölvupóstsamskipti frá flokksstjórn Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hafa verið birt á uppljóstrunarvef WikiLeaks. Þessi leki sýnir mikla biturð flokksstjórnarinnar í garð Bernie Sanders, sem barðist við Hillary Clinton um að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Clinton varð fyrir valinu en lekinn var birtur áður en hún var kynnt sem forsetaefni flokksins í gær. Þar sést til að mynda hvernig fulltrúar flokksstjórnarinnar gerðu grín að Sanders og stuðningsmönnum hans. Þá efuðust meðlimir flokksstjórnarinnar um trú Sanders á guð. WikiLeaks gefur ekki upp hver lak þessu en greint var frá því í síðasta mánuði að rússneskir hakkarar hefðu brotist inn á tölvukerfi Demókrataflokksins. Stjórnarformaður flokksstjórnarinnar, Debbie Wasserman Schulz, sagði þetta innbrot vera grafalvarlegt mál og að flokkurinn hefði fengið sérfræðingar með sér í lið til að koma í veg fyrir að hakkarar gætu komist yfir fleiri gögn flokksins. WikiLeaks segir þennan leka vera fyrsta hlutann af nokkrum í Hillary-lekanum. Á meðal þeirra sem koma fyrir í þessum leka eru fulltrúar flokksins á borð við Luis Miranda, talsmanns Demókrataflokksins, fjármálastjórum flokksins Scott Corner og Jordan Kaplan en nafntogað fólk úr Demókrataflokknum og Hvíta húsinu áttu samskipti við þau frá janúar í fyrra til maí í ár, að því er fram kemur á vef Wikileaks. Í tölvupóstunum má sjá nokkra andúð flokksstjórnarinnar í garð Sanders áður og eftir að framboði hans var til skamms tíma meinaður aðgangur að lista flokksins yfir líklega kjósendur í desember í fyrra. Framboð Sanders stefndi flokksstjórninni en sátt náðist í málinu og var fallið frá stefnunni í apríl síðastliðnum. Í lekanum á WikiLeaks-síðunni má sjá hvernig mikil ólga ríkti í garð framboð Sanders af hálfu flokkstjórnarinnar eftir þessa stefnu. Tölvupóstssamskipti á milli Luis Miranda og undirmanns hans Mark Paustenbach sýna hvernig þeir ræddu um að sá efasemdarfræjum til að grafa undan framboði Sanders. Veltu þeir fyrir sér hvort þeir gætu komið af stað sögu þess efnis að framboð Sanders væri í molum. Kom sú hugmynd frá Paustenbach. Miranda tók undir hana en sagði það ekki mögulegt því þeim hefði verið ráðlagt frá því. Í einu tölvupósti til fulltrúa flokksstjórnarinnar spyr fulltrúi flokksins, sem aðeins er nafngreindur sem Marshall, hvort Sanders trúi á guð. Sá sagðist hafa einhvers staðar lesið að Sanders væri trúleysingi og það gæti skipt sköpum í kosningabaráttunni. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Nítján þúsund tölvupóstsamskipti frá flokksstjórn Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hafa verið birt á uppljóstrunarvef WikiLeaks. Þessi leki sýnir mikla biturð flokksstjórnarinnar í garð Bernie Sanders, sem barðist við Hillary Clinton um að verða forsetaefni Demókrataflokksins. Clinton varð fyrir valinu en lekinn var birtur áður en hún var kynnt sem forsetaefni flokksins í gær. Þar sést til að mynda hvernig fulltrúar flokksstjórnarinnar gerðu grín að Sanders og stuðningsmönnum hans. Þá efuðust meðlimir flokksstjórnarinnar um trú Sanders á guð. WikiLeaks gefur ekki upp hver lak þessu en greint var frá því í síðasta mánuði að rússneskir hakkarar hefðu brotist inn á tölvukerfi Demókrataflokksins. Stjórnarformaður flokksstjórnarinnar, Debbie Wasserman Schulz, sagði þetta innbrot vera grafalvarlegt mál og að flokkurinn hefði fengið sérfræðingar með sér í lið til að koma í veg fyrir að hakkarar gætu komist yfir fleiri gögn flokksins. WikiLeaks segir þennan leka vera fyrsta hlutann af nokkrum í Hillary-lekanum. Á meðal þeirra sem koma fyrir í þessum leka eru fulltrúar flokksins á borð við Luis Miranda, talsmanns Demókrataflokksins, fjármálastjórum flokksins Scott Corner og Jordan Kaplan en nafntogað fólk úr Demókrataflokknum og Hvíta húsinu áttu samskipti við þau frá janúar í fyrra til maí í ár, að því er fram kemur á vef Wikileaks. Í tölvupóstunum má sjá nokkra andúð flokksstjórnarinnar í garð Sanders áður og eftir að framboði hans var til skamms tíma meinaður aðgangur að lista flokksins yfir líklega kjósendur í desember í fyrra. Framboð Sanders stefndi flokksstjórninni en sátt náðist í málinu og var fallið frá stefnunni í apríl síðastliðnum. Í lekanum á WikiLeaks-síðunni má sjá hvernig mikil ólga ríkti í garð framboð Sanders af hálfu flokkstjórnarinnar eftir þessa stefnu. Tölvupóstssamskipti á milli Luis Miranda og undirmanns hans Mark Paustenbach sýna hvernig þeir ræddu um að sá efasemdarfræjum til að grafa undan framboði Sanders. Veltu þeir fyrir sér hvort þeir gætu komið af stað sögu þess efnis að framboð Sanders væri í molum. Kom sú hugmynd frá Paustenbach. Miranda tók undir hana en sagði það ekki mögulegt því þeim hefði verið ráðlagt frá því. Í einu tölvupósti til fulltrúa flokksstjórnarinnar spyr fulltrúi flokksins, sem aðeins er nafngreindur sem Marshall, hvort Sanders trúi á guð. Sá sagðist hafa einhvers staðar lesið að Sanders væri trúleysingi og það gæti skipt sköpum í kosningabaráttunni.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira