„Sú hugmynd að Bandaríkin séu á barmi hruns, þessi sýn ofbeldi og óreiðu alls staðar er ekki eins og flestir upplifa það,“ sagði forsetinn við blaðamenn í dag.
Hann sagði glæpatíðni hafa verið lægri á forsetatíð sinni en hún hefði verið í minnst þrjá eða fjóra áratugi. Hins vegar hefði morðtíðni í borgum hækkað á þessu ári, hins vegar væri tíðni ofbeldisglæpa mun minni en hún hefði verið á níunda áratugnum.
Þá sagði hann einnig að fjöldi ólöglegra innflytjenda sem kæmu til Bandaríkjanna væri einungis þriðjungur af því sem hann var þegar Ronald Reagan var forseti og frá þeim tíma hefði hann aldrei verið lægri.
„Við munum ekki taka góðar ákvarðanir sem byggðar eru á ótta sem á ekki stoðir í raunveruleikanum.“