Systkinin jöfnuðu bæði vallarmet á sama deginum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2016 20:42 Signý Arnórsdóttir og Rúnar Arnórsson. Vísir/Stefán Systkinin Signý Arnórsdóttir og Rúnar Arnórsson áttu bæði mjög flottan dag á Íslandsmótinu í golfi en þá fór fram annar dagur mótsins af fjórum en spilað er á Jaðarsvelli á Akureyri í ár. Signý Arnórsdóttir og Rúnar Arnórsson náðu bæði að jafna vallarmetið á Jaðarsvellinum í dag. Signý og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir jöfnuðu báðar metið hjá konunum en Rúnar var einn af fimm kylfingum sem jöfnuðu sólarhringsgamalt met Arons Snæs Júlíussonar frá því í gær. Auk Rúnars jöfnuðu þeir Axel Bóasson, Gísli Sveinbergsson, Arnór Ingi Finnbjörnsson og Andri Már Óskarsson einnig vallarmetið. Signý Arnórsdóttir lék holurnar átján á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Hún þurfti níu færri högg í dag en á fyrsta hringnum í gær. Signý var með fjóra fugla og einn skolla á hringnum. Hún lék fyrri níu holurnar á -1 og þær níu seinni á -2. Rúnar Arnórsson lék holurnar átján á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. Hann þurfti fimm færri högg í dag en á fyrsta hringnum í gær. Rúnar var með fjóra fugla, einn örn og tvo skolla á hringnum. Hann lék fyrri níu holurnar á -1 og þær níu seinni á -3. Signý Arnórsdóttir er í 4. sæti hjá konunum þegar keppni er hálfnuð en hún er sjö höggum á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem er efst alveg eins og eftir fyrsta daginn. Rúnar Arnórsson er einn af þremur kylfingum í öðru sæti hjá körlunum en hann er aðeins einu höggi á eftir Keilismanninum Axel Bóassyni sem er í efsta sæti eftir 36 holur. Golf Tengdar fréttir Ólafía jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli og er með tveggja högga forskot Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með tveggja högg forskot þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 14:59 Ólafía Þórunn: Ég er alltaf að læra betur á völlinn Það stefnir í æsispennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Jaðarsvelli á Akureyri en það munar aðeins tveimur höggum á efstu þremur konunum eftir fyrstu átján holurnar. 21. júlí 2016 19:15 Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 19:01 Fimm jöfnuðu sólarhringsgamalt vallarmet og Axel er í forystu Axel Bóasson úr Keili er með eins höggs forskot eftir annan daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram þessa dagana á á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 17:51 Frábært vallarmet hjá Aroni Snæ og tveggja högga forysta eftir fyrsta dag Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 21:27 Aron Snær: Þessi hringur kemur mér ekkert á óvart Aron Snær Júlíusson úr GKG er með tveggja högga forskot að loknum fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni en hann setti nýtt glæsilegt vallarmet í kvöld. 21. júlí 2016 21:39 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Systkinin Signý Arnórsdóttir og Rúnar Arnórsson áttu bæði mjög flottan dag á Íslandsmótinu í golfi en þá fór fram annar dagur mótsins af fjórum en spilað er á Jaðarsvelli á Akureyri í ár. Signý Arnórsdóttir og Rúnar Arnórsson náðu bæði að jafna vallarmetið á Jaðarsvellinum í dag. Signý og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir jöfnuðu báðar metið hjá konunum en Rúnar var einn af fimm kylfingum sem jöfnuðu sólarhringsgamalt met Arons Snæs Júlíussonar frá því í gær. Auk Rúnars jöfnuðu þeir Axel Bóasson, Gísli Sveinbergsson, Arnór Ingi Finnbjörnsson og Andri Már Óskarsson einnig vallarmetið. Signý Arnórsdóttir lék holurnar átján á 68 höggum eða þremur höggum undir pari. Hún þurfti níu færri högg í dag en á fyrsta hringnum í gær. Signý var með fjóra fugla og einn skolla á hringnum. Hún lék fyrri níu holurnar á -1 og þær níu seinni á -2. Rúnar Arnórsson lék holurnar átján á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. Hann þurfti fimm færri högg í dag en á fyrsta hringnum í gær. Rúnar var með fjóra fugla, einn örn og tvo skolla á hringnum. Hann lék fyrri níu holurnar á -1 og þær níu seinni á -3. Signý Arnórsdóttir er í 4. sæti hjá konunum þegar keppni er hálfnuð en hún er sjö höggum á eftir Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur sem er efst alveg eins og eftir fyrsta daginn. Rúnar Arnórsson er einn af þremur kylfingum í öðru sæti hjá körlunum en hann er aðeins einu höggi á eftir Keilismanninum Axel Bóassyni sem er í efsta sæti eftir 36 holur.
Golf Tengdar fréttir Ólafía jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli og er með tveggja högga forskot Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með tveggja högg forskot þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 14:59 Ólafía Þórunn: Ég er alltaf að læra betur á völlinn Það stefnir í æsispennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Jaðarsvelli á Akureyri en það munar aðeins tveimur höggum á efstu þremur konunum eftir fyrstu átján holurnar. 21. júlí 2016 19:15 Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 19:01 Fimm jöfnuðu sólarhringsgamalt vallarmet og Axel er í forystu Axel Bóasson úr Keili er með eins höggs forskot eftir annan daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram þessa dagana á á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 17:51 Frábært vallarmet hjá Aroni Snæ og tveggja högga forysta eftir fyrsta dag Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 21:27 Aron Snær: Þessi hringur kemur mér ekkert á óvart Aron Snær Júlíusson úr GKG er með tveggja högga forskot að loknum fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni en hann setti nýtt glæsilegt vallarmet í kvöld. 21. júlí 2016 21:39 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía jafnaði vallarmetið á Jaðarsvelli og er með tveggja högga forskot Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með tveggja högg forskot þegar keppni er hálfnuð á Íslandsmótinu í golfi á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 14:59
Ólafía Þórunn: Ég er alltaf að læra betur á völlinn Það stefnir í æsispennandi keppni í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem hófst í dag á Jaðarsvelli á Akureyri en það munar aðeins tveimur höggum á efstu þremur konunum eftir fyrstu átján holurnar. 21. júlí 2016 19:15
Ólafía Þórunn er efst hjá konunum en á þó bara eitt högg Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR er með eitt högg í forystu eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer þessa dagana á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 19:01
Fimm jöfnuðu sólarhringsgamalt vallarmet og Axel er í forystu Axel Bóasson úr Keili er með eins höggs forskot eftir annan daginn á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram þessa dagana á á Jaðarsvelli á Akureyri. 22. júlí 2016 17:51
Frábært vallarmet hjá Aroni Snæ og tveggja högga forysta eftir fyrsta dag Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæ er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri. 21. júlí 2016 21:27
Aron Snær: Þessi hringur kemur mér ekkert á óvart Aron Snær Júlíusson úr GKG er með tveggja högga forskot að loknum fyrsta keppnisdeginum á Íslandsmótinu í golfi á Eimskipsmótaröðinni en hann setti nýtt glæsilegt vallarmet í kvöld. 21. júlí 2016 21:39