Enski boltinn

Ein af hetjum fyrsta meistaraliðs Arsene Wenger komin til Liverpool

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Manninger skrifaði undir eins árs samning við Liverpool.
Manninger skrifaði undir eins árs samning við Liverpool. mynd/heimasíða liverpool
Gamla brýnið Alex Manninger er genginn í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool.

Hinn 39 ára gamli Manninger var síðast á mála hjá Augsburg í Þýskalandi en hann á langan feril að baki. Hann skrifaði undir eins árs samning við Liverpool.

Manninger sló í gegn þegar hann kom inn í lið Arsenal fyrir meiddan David Seaman seinni hluta tímabilsins 1997-98.

Manninger hélt hreinu í sex deildarleikjum í röð og var valinn leikmaður marsmánaðar í ensku úrvalsdeildinni 1998. Arsenal endaði tímabilið á því að vinna tvöfalt en það voru fyrstu titlarnir sem liðið vann undir stjórn Arsene Wenger.

Manninger hefur farið víða á ferlinum og var m.a. fjögur ár í herbúðum Juventus. Hann lék 34 landsleiki fyrir Austurríki á árunum 1999-2009.

Manninger er annar markvörðurinn sem Liverpool fær í sumar en Þjóðverjinn Loris Karius er einnig genginn í raðir Rauða hersins.


Tengdar fréttir

Tilboð Stoke í Allen samþykkt

Breskir fjölmiðlar fullyrða að Liverpool sé búið að samþykkja 13 milljóna punda kauptilboð Stoke City í velska miðjumanninn Joe Allen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×