Stæði ekki í þessu ef það væri leiðinlegt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2016 09:30 Páll Palomares og Vera Panitch fiðluleikarar, Elmar Gilbertsson söngvari, Helga Bryndís við flygilinn, Gunnar Andreas Kristinsson tónskáld, Þórunn Ósk Marinósdóttir með lágfiðlu og Sigurgeir Agnarsson selló. Vísir/Stefán Það er ótrúlegur lúxus að fá að skipuleggja Reykholtshátíð – lúxusvandamál má kannski segja, því auðvitað er það mikil vinna en líka einstakt tækifæri,“ segir Sigurgeir Agnarsson sellóleikari glaðlega. Hann er á æfingu með hluta þess hóps sem sér um tónlistarflutning í Reykholti í Borgarfirði alla helgina og kveðst reyndar vera svona altmuglig-maður í sambandi við hátíðina. Reykholtskórinn mun hefja leikinn í kvöld með fleiri virtum flytjendum Árstíðanna eftir Vivaldi. Það er borgfirskur kór sem Viðar Guðmundsson organisti heldur utan um, að sögn Sigurgeirs. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem kórinn kemur fram formlega á Reykholtshátíð. En nú er 20 ára afmæli hátíðarinnar og mér fannst gráupplagt að fá heimamenn til að taka þátt,“ segir hann. „Við erum með úrvals hljóðfæraleikara að vanda og á morgun, laugardag, klukkan 16 verða kammertónleikar með yfirskriftinni Bach-Mozart-Boccherini,“ lýsir Sigurgeir og kynnir líka stoltur stórtenórinn Elmar Gilbertsson. „Það var ótrúleg heppni að Elmar var laus á þessum tíma og tilbúinn í þetta verkefni. Hann syngur tvö lög með Reykholtskórnum í kvöld en aðaltónleikarnir hjá honum og Helgu Bryndísi píanóleikara eru annað kvöld, þeir heita Ástir á köldum klaka. Fyrir hlé flytja þau lagaflokk eftir Schumann við ljóð Heine, einn af hápunktum rómantíska tímabilsins. Eftir hlé er svo úrval laga úr Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Þórarins Eldjárn í útsetningu fyrir salonhljómsveit og útsetningar Þórðar Magnússonar á vel þekktum íslenskum dægurlögum fyrir píanótríó og söngrödd.“ Hátíðarguðsþjónusta verður í Reykholtskirkju klukkan 14 á sunnudag og lokatónleikar helgarinnar klukkan 16. Þá verður frumflutt verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson sem er skrifað með Elmar í huga. Sigurgeir segir hefð fyrir að panta nýtt verk fyrir Reykholtshátíð, jafnan fyrir söngrödd. Textarnir hafi tengst höfundarverki Snorra Sturlusonar á einhvern máta. „Þess vegna heitir þetta verk Úr Grímnismálum, það er hluti Eddukvæða.“ Þetta er fjórða Reykholtshátíðin sem Sigurgeir sér um, hann tók við af Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara en Steinunn Birna Ragnardóttir píanóleikari hélt um tauminn fyrstu fimmtán árin. „Svona verkefni er eitthvað sem maður getur ekki sagt nei við. Ég væri ekki að standa í þessu ef það væri leiðinlegt,“ segir Sigurgeir hlæjandi og leggur áherslu á að góð stemning sé á æfingum.“ Tónleikar Reykholtshátíðar hafa alltaf verið vel sóttir, að sögn Sigurgeirs. „Heimafólk er hátíðinni hliðhollt, styrkir hana á ýmsan máta og mætir, svo er fjöldi fólks í sumarbústöðum í Borgarfirðinum á þessum árstíma og einnig gera sér margir ferð úr borginni. Það er nú bara klukkutíma og korter verið að keyra upp eftir ef ekki er verið að dóla.“ Dagskrá hátíðarinnar má sjá á reykholtshatid.is. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí 2016 Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er ótrúlegur lúxus að fá að skipuleggja Reykholtshátíð – lúxusvandamál má kannski segja, því auðvitað er það mikil vinna en líka einstakt tækifæri,“ segir Sigurgeir Agnarsson sellóleikari glaðlega. Hann er á æfingu með hluta þess hóps sem sér um tónlistarflutning í Reykholti í Borgarfirði alla helgina og kveðst reyndar vera svona altmuglig-maður í sambandi við hátíðina. Reykholtskórinn mun hefja leikinn í kvöld með fleiri virtum flytjendum Árstíðanna eftir Vivaldi. Það er borgfirskur kór sem Viðar Guðmundsson organisti heldur utan um, að sögn Sigurgeirs. „Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem kórinn kemur fram formlega á Reykholtshátíð. En nú er 20 ára afmæli hátíðarinnar og mér fannst gráupplagt að fá heimamenn til að taka þátt,“ segir hann. „Við erum með úrvals hljóðfæraleikara að vanda og á morgun, laugardag, klukkan 16 verða kammertónleikar með yfirskriftinni Bach-Mozart-Boccherini,“ lýsir Sigurgeir og kynnir líka stoltur stórtenórinn Elmar Gilbertsson. „Það var ótrúleg heppni að Elmar var laus á þessum tíma og tilbúinn í þetta verkefni. Hann syngur tvö lög með Reykholtskórnum í kvöld en aðaltónleikarnir hjá honum og Helgu Bryndísi píanóleikara eru annað kvöld, þeir heita Ástir á köldum klaka. Fyrir hlé flytja þau lagaflokk eftir Schumann við ljóð Heine, einn af hápunktum rómantíska tímabilsins. Eftir hlé er svo úrval laga úr Heimskringlu eftir Tryggva M. Baldvinsson við texta Þórarins Eldjárn í útsetningu fyrir salonhljómsveit og útsetningar Þórðar Magnússonar á vel þekktum íslenskum dægurlögum fyrir píanótríó og söngrödd.“ Hátíðarguðsþjónusta verður í Reykholtskirkju klukkan 14 á sunnudag og lokatónleikar helgarinnar klukkan 16. Þá verður frumflutt verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson sem er skrifað með Elmar í huga. Sigurgeir segir hefð fyrir að panta nýtt verk fyrir Reykholtshátíð, jafnan fyrir söngrödd. Textarnir hafi tengst höfundarverki Snorra Sturlusonar á einhvern máta. „Þess vegna heitir þetta verk Úr Grímnismálum, það er hluti Eddukvæða.“ Þetta er fjórða Reykholtshátíðin sem Sigurgeir sér um, hann tók við af Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara en Steinunn Birna Ragnardóttir píanóleikari hélt um tauminn fyrstu fimmtán árin. „Svona verkefni er eitthvað sem maður getur ekki sagt nei við. Ég væri ekki að standa í þessu ef það væri leiðinlegt,“ segir Sigurgeir hlæjandi og leggur áherslu á að góð stemning sé á æfingum.“ Tónleikar Reykholtshátíðar hafa alltaf verið vel sóttir, að sögn Sigurgeirs. „Heimafólk er hátíðinni hliðhollt, styrkir hana á ýmsan máta og mætir, svo er fjöldi fólks í sumarbústöðum í Borgarfirðinum á þessum árstíma og einnig gera sér margir ferð úr borginni. Það er nú bara klukkutíma og korter verið að keyra upp eftir ef ekki er verið að dóla.“ Dagskrá hátíðarinnar má sjá á reykholtshatid.is. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. júlí 2016
Menning Mest lesið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Lífið Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflens Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Lífið Stjörnu-barn á leiðinni Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira