Mario Gomez flýr Tyrkland vegna ástandsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. júlí 2016 21:45 Mario Gomez. Vísir/Getty Þýski landsliðsframherjinn Mario Gomez hefur spilað sinn síðasta leik fyrir tyrkneska félagið Besiktas en ástæðan er ótryggt ástand í landinu eftir valdaránstilraunina á dögunum. Mario Gomez lék með þýska landsliðinu á EM í Frakklandi og með því að skora tvö mörk í keppninni varð hann markahæsti leikmaður Þjóðverja í úrslitakeppni Evrópumótsins. Mario Gomez átti mjög gott tímabil með Besiktas á síðustu leiktíð þar sem hann skorað 28 mörk í 41 leik. Besiktas fékk Gomez á láni frá Fiorentina og hann hjálpaði liðinu að vinna tyrkneska meistaratitilinn. Mario Gomez hefur nú gefið það út að hann spili ekki áfram með Besiktas-liðinu vegna óvissuástandsins í Tyrklandi. BBC segir frá. Gomez notaði Fésbókina til að segja frá ákvörðun sinni og tók þar sérstaklega fram að það væru engar íþróttalegar ástæður fyrir því að hann vilji ekki spila í Tyrklandi. „Þetta var erfið ákvörðun sem ég þurfti að hugsa mikið um. Ég verð að segja stuðningsmönnum Besiktas að það sé mér þungbært að geta ekki spilað áfram fyrir þetta frábæran klúbb, fyrir framan þessa yndislegu stuðningsmenn og í þessum einstaka leikvangi," skrifaði Gomez. „Þetta snýst eingöngu um þá skelfilegu atburði sem gerðust síðustu daga. Ég vona að þið getið skilið það. Að baki er stórkostlegt ár þar sem meistaratitilinn var hápunkturinn. Ég vonast jafnframt til þess að þessi pólitísku vandamál munu leysast fljótt á friðsælan hátt," skrifaði Gomez. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Þýski landsliðsframherjinn Mario Gomez hefur spilað sinn síðasta leik fyrir tyrkneska félagið Besiktas en ástæðan er ótryggt ástand í landinu eftir valdaránstilraunina á dögunum. Mario Gomez lék með þýska landsliðinu á EM í Frakklandi og með því að skora tvö mörk í keppninni varð hann markahæsti leikmaður Þjóðverja í úrslitakeppni Evrópumótsins. Mario Gomez átti mjög gott tímabil með Besiktas á síðustu leiktíð þar sem hann skorað 28 mörk í 41 leik. Besiktas fékk Gomez á láni frá Fiorentina og hann hjálpaði liðinu að vinna tyrkneska meistaratitilinn. Mario Gomez hefur nú gefið það út að hann spili ekki áfram með Besiktas-liðinu vegna óvissuástandsins í Tyrklandi. BBC segir frá. Gomez notaði Fésbókina til að segja frá ákvörðun sinni og tók þar sérstaklega fram að það væru engar íþróttalegar ástæður fyrir því að hann vilji ekki spila í Tyrklandi. „Þetta var erfið ákvörðun sem ég þurfti að hugsa mikið um. Ég verð að segja stuðningsmönnum Besiktas að það sé mér þungbært að geta ekki spilað áfram fyrir þetta frábæran klúbb, fyrir framan þessa yndislegu stuðningsmenn og í þessum einstaka leikvangi," skrifaði Gomez. „Þetta snýst eingöngu um þá skelfilegu atburði sem gerðust síðustu daga. Ég vona að þið getið skilið það. Að baki er stórkostlegt ár þar sem meistaratitilinn var hápunkturinn. Ég vonast jafnframt til þess að þessi pólitísku vandamál munu leysast fljótt á friðsælan hátt," skrifaði Gomez.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira