Enski boltinn

Nýliðarnir fá dýrið frá Vallecas

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Negredo varð Evrópumeistari með Spáni 2012.
Negredo varð Evrópumeistari með Spáni 2012. vísir/getty
Spænski knattspyrnustjórinn Aitor Karanka heldur áfram að fá landa sína til nýliða Middlesbrough í ensku úrvalsdeildinni.

Framherjinn Álvaro Negredo bættist nú síðast í hópinn en hann kemur á láni frá Valencia.

Negredo er þriðji Spánverjinn sem kemur til Middlesbrough í sumar, á eftir markverðinum Víctor Valdés og hægri bakverðinum Antonio Barragán.

Negredo, sem gengur undir viðurnefninu dýrið frá Vallecas, er reynslumikill kappi en hann hefur skorað 135 mörk í efstu deildum á Spáni og á Englandi.

Negredo varð Englandsmeistari með Manchester City tímabilið 2013-14 þegar hann skoraði níu mörk í 32 deildarleikjum. Undanfarin tvö tímabil hefur hann leikið með Valencia.

Negredo hefur skorað 10 mörk í 21 landsleik fyrir Spán en hann varð Evrópumeistari með spænska landsliðinu 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×